Hatursáróður á Moggabloggi

Ég hef ákveðið að endurvekja a.m.k. um sinn þessa bloggsíðu úr dvala til að skrifa um mikilvægt mál.

Ég rakst hér á svo svæsinn hatursáróður að mér blöskraði og tel fulla ástæðu til vara við þeim málflutningi sem viðgengst hér á sumum bloggsíðum.

Þegar nasistar vildu afmennska gyðinga og magna upp andúð gegn þeim og hatur, kölluðu þeir þá andstyggilegum ókvæðisorðum eins og afætur og sníkla.

Þegar Hútú-leiðtogar vildu magna upp hatur gegn Tútsíum í Búrúndí og Rúanda voru notuð orð eins og afætur og sníklar.

OG þessi orð - afætur og sníklar - eru notuð nú fyrir nokkrum dögum í bloggpistli á síðu Valdimars Jóhannessonar, í grein sem hann þýddi og birti af amerískri hatursboðskapssíðu.  Á síðu Valdimars eru þessi orð notuð um múslima. Þau eru notuð til að kynda undir ótta og óvild. Þau eru notuð til að auka HATUR.

Ég reyndi að rökræða við Valdimar í athugasemdum við pistil hans en hann nennti ekki að ræða við mig og eyddi út athugasemdum frá mér. Svo gerist það að bloggarinn Halldór Jónsson endurbirti sömu ljótu greinina.

Valdimar Jóhannesson og Halldór Jónsson eru að nota bloggsíður sínar hér á Moggabloggi til að dreifa hreinum og ómenguðum hatursáróðri. Þetta eru bloggarar sem fleiri hundruð lesa á hverjum degi.

Valdimar og Halldór dreifa hatursáróðri. Þeir boða hatur. Skrif þeirra eru líklega brot á 233. grein hegningarlaga.

Ég vil ekki beita mér fyrir því að þagga niður í rasistum og hatursveitum, en slík skrif eiga heldur ekki að fá að birtast athugasemdalaust.

Morgunblaðið verður svo sjálft að gera upp við sig hvort slíkur hatursáróður sé í lagi á bloggsíðum mbl. 

valdimar

Valdimar H. Jóhannesson

 

halldor

Halldór Jónsson

 

 


Yfirgef Moggabloggið

Moggabloggið er því miður orðinn hræðilega leiðinlegur og dapur vettvangur. Ég ætla því að hvíla þessa síðu og taka mér hlé frá bloggskrifum. Kannski finn ég mér síðar annan vettvang ef áhuginn vaknar á ný. Ég vil aðeins útskýra af hverju ég er búinn að gefast upp á akkúrat þessum vettvangi.

 1) Mjög einhliða skoðanir

Alltof margir af þeim sem hér eru eftir eru forpokaðir íhaldspúkar. Mikill meirihluti sem hér skrifar styður ríkisstjórnarflokkana, eru harðir andstæðingar ESB og með svona leiðinda þjóðrembutuð og útlendingaótta og fordóma. Flestir sem hér skrifa og kommentera virðast miðaldra eða eldri og áberandi skortur er á konum. Þær eru varla nema 5-10% hér á blogginu

2)  Alltof mikill rasismi

Alltof margir eru hér að básúna ljótum og leiðinlegum rasistaskoðunum, og of fáir virðast kippa sér upp við það. Þessu tengt er furðulega hátt hlutfall heitra stuðningsmanna Ísraels í stríði því sem nú stendur yfir og þar sem Ísraelsmenn hafa murrkað lífið úr vel yfir þúsund óbreyttum borgurum og þar af yfir 200 börnum. Margir Moggabloggara telja þetta sjálfsagða "sjálfsvörn". Ég nenni ekki að rífast lengur við ykkur, þið gerið mig dapran og ég vil ekki eyða orku í ykkar ljótu og neikvæðu skrif. (Reynar voru þó nokkrir bloggarar sem yfirgáfu þessa skútu í rasismabylgjunni sem reið hér yfir í moskuumræðunni í borgarstjórnarkosningunum.)

 3) Fátíðar gefandi umræður

Kommentasvæðin eru ekki notuð til rökræðna og heilbrigðra skoðanaskipta, heldur sitja sömu mennirnir og rausa og rausa, margir "peista" inn sömu langlokunum aftur og aftur við marga pistla, leiðinlegur tröllaskapur er áberandi og virðist vera að þeir helstu sem kommentera er fólk sem enginn myndi nenna að tala við augliti til auglitis.

4) Fáir lesendur

Moggabloggið er minna lesið nú en áður, a.m.k. eru miklu færri sem lesa  það sem ég skrifa hér en var fyrir 5-6 árum síðan. Raunar hampar forsíða moggabloggsins miklu frekar ropgösprurum og rasistum en þessu kvabbi mínu.

 

Auðvitað eru undantekningar frá þessu. Einstaka menn er hægt að lesa til gamans og fróðleiks, Ómar Ragnarsson og Jens Guð koma upp í hugann. En hinir eru of margir, sem taka bara frá manni tíma við lesturinn, maður æsir sig upp, rífst kannski aðeins og skammast, en það er vita tilgangslaust því þverhausarnir sem hér skrifa skipta aldrei um skoðun.

Eigið góða helgi. Verið þið sæl! 

fjall3

Ljós í myrkri 


Bandaríkjastjórn viðurkennir HRYÐJUVERK ÍSRAELA

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV:

Talsmaður Barack Obama Bandaríkjaforseta segir að ekkert geti réttlætt árás Ísraelsmanna á neyðarskýli Sameinuðu þjóðanna þar sem minnst sextán fórust og hundrað særðust. 

Þetta er ekki tilbúningur RÚV, sömu fréttir eru staðfestar um heim allan. Þetta má lesa á síðu BBC:

The US has said the shelling of a UN shelter in Gaza is "totally unacceptable and totally indefensible". 

Hvað er það þegar ráðist er á óbreytta borgara með sprengjuárás, á skóla þangað sem þúsundir höfðu leitað skjóls undan sprengjuregni, og bandamenn sprengjumannanna staðfesta að EKKERT geti réttlætt árásina, hún sé algjörlega óásættanleg og óverjandi með öllu - 

Er þetta nokkuð annað en hryðjuverk

Hvað segir Ísraelsvinakórinn hér á Moggabloggi? Er Bandaríkjastjórn gengin til liðs við vinstri-áróðursmaskínu Hamas? 

 

Screen Shot 2014-07-31 at 21.25.10

Samkvæmt rasista-Moggabloggkórnum sýnir þessi mynd "sjálfsvarnarárás" Ísraelshers, eða eyðileggingu á neðanjarðargöngum ... 


Mótmæli í dag við bandaríska sendiráðið kl. 17


Útifundur við Bandaríska sendiráðið vegna Gaza - Hættið að vopna Ísraelsher til voðaverka, Stöðvið blóðbaðið tafarlaust!
 
Þúsundir Ísraela hafa mótmælt árásunum. Tökum höndum saman. Komum skilaboðunum beint til Bandaríkjastjórnar, bandaríks stjórnvöld halda uppi stríðsrekstri Ísraels og styðja voðaverk þeirra skilyrðislaust.
 
Í da klukkan 17 við Laufásveg. 

Ber EKKI tilbaka óeðlilegan þrýsting og afskipti ráðherra

Lögreglustjórinn ber ekki tilbaka meginefni fréttar DV, að ráðherrann var með mjög óeðlileg afskipti af rannsókn málsins og beitti lögreglustjórann þrýstingi, í rannsókn hans á lekanum úr ráðuneytinu. Hvort þetta hafi flýtt fyrir uppsögn lögreglstjórans eða ekki skiptir ekki höfuðmáli. Ráðherrann var að pönkast á sínum undirmanni þegar sá var að rannsaka hugsanleg lögbrot hennar.

 Það er algjörlega óverjandi og óásættanlegt. 

 


mbl.is Blæs á fréttaflutning DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugrakkt blað og íslenskur hægripopúlismi

Það eru ekki allir rússneskir fjölmiðlar sem taka þátt í áróðursfarsa Pútinveldisins. Blaðið Novaya Gazeta birti á forsíðu sinni í dag stóra ljósmynd af líkfylgd nokkurra hollensku fórnarlamba árásarinnar á farþegaflugvél Malaysian Airlines yfir Úkraínu, undir fyrirsögninni, Fyrirgefið okkur, Holland. Á hollensku.

NovayaGazeta 

Ritstjórn blaðsins horfist í augu við þann raunveruleika að rússnesk stjórnvöld bera verulega ábyrgð á þessu ódæði, og það sem meira er um vert ÞORA að segja frá því. Ritstjórarnir fá vafalítið að finna fyrir því, því Rússland er ekki frjálst ríki og fjölmiðlum er síður en svo óhætt að tjá skoðanir og segja fréttir sem er stjórnvöldum ekki að skapi. Yfir stærsta fjölmiðlabatteríi ríkisins hefur Pútín sett orðljótan og fordómafullan pópúlista, hálfgerður trúður ef ekki væri fyrir hatursfull ummæli hans t.d. í garð homma, og eru fjölmiðlar nú uppfullir af snarklikkuðum samsæriskenningum og öfgabulli. Um áróðurskenndan og ólíkindalegan fréttaflutning af árásinni flugvélina ritaði Egill Helgason í pistli fyrr í vikunni.

Ansi sérstakt í þessu ljósi að lesa nýlegan pistil eftir Jón Magnússon þar sem hann tekur upp hanskann fyrir Pútín. Jón er einn sá íslenski stjórnmálamaður sem einna lengst hefur gengið í daðri við hægripopúlisma, andúð gegn innflytjendum og þjóðrembu. En að hann styðji fasisma Pútíns kemur mér samt á óvart.

Jón-"Ísland fyrir Íslendinga"-Magnússon, þú ert gjörsamlega úti á túni, eins og svo oft í þínum málflutningi.

 


Obama ítrekar stuðning við innrás og manndráp Ísraelsmanna

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. Lagði hann áherslu á stuðning Bandaríkjanna við Ísrael um rétt þjóðarinnar til að myrða óbreytta Palestínumenn, konur og börn.

Fundurinn var haldinn vegna harmleiksins í Úkraínu. Í lok fundarins minntist hann hins vegar á ástandið á Gaza. Obama sagði að Bandaríkin hefðu litlar áhyggjur af lífum saklausra borgara á Gaza. 

„Við erum vongóð um að Ísrael muni áfram nálgast ástandið á þann veg að drepa ekki alltof marga almennra borgara,“ sagði Obama við blaðamenn. Viðbrögð forsetans koma í kjölfar aukinna manndrápa á Gaza. Sagði Obama að sírenur hefðu heyrst á meðan á símtali þeirra stóð.

Samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðherranum eru þetta þær aðstæður sem milljónir Ísraela þurfi að búa við, þ.e.a.s. gagnárásir frá hernumdu svæðunum. 

Talið er að a.m.k. 274 Palestínumenn hafi verið drepnir og yfir 2000 særst í loftárásum Ísraela á Gaza undanfarna ellefu daga. Talið er að 28 manns hafi verið drepnir undanfarinn sólarhring skv. frétt Guardian.

Byggt á frett visir.is

 

AR-140719009

 


Dauðastríð hvala þolir ekki dagsljósið

Sjávarútvegsráðherra og fiskistofustjóri vilja ekki opinbera niðurstöðu rannsókna á dauðatíma hvala sem veiddir eru, en þetta hefur verið rannsakað á yfirstandandi hvalavertíð. Ráherrann svaraði fyrirspurn um þetta á Alþingi. Hér er frétt um málið á visir.is.

Margir andstæðingar hvalveiða beita meðal annars þeirri röksemd fyrir afstöðu sinni að erfitt sé að taka af lífi hval á skjótan og mannúðlegan hátt. Leynd ráðherrans styrkir þeirra málsstað, því ef rannsóknirnar myndu sýna að hvalirnir væru aflífaðir hratt og vel myndi þeim upplýsingum varla verið haldið leyndum.

Stæði fólki á sama ef nautgripir væru drepnir þannig í sláturhúsum að það tæki frá nokkrum mínútum og upp í hálftíma* að drepast?  Þetta er hvoru tveggja stór spendýr, með nokkuð álíka taugaþroska og tilfinningar.

 LMazzuca_Fin_Whale

Langreyður 

naut

Naut 

*Þetta er ágiskun, þar sem tölum um raunverulegan dauðatíma er haldið leyndum. 


Biblían boðar handahöggningar kvenna

Þegar tveir menn lenda í áflogum og kona annars þeirra kemur til þeirra til að bjarga manni sínum úr greipum andstæðingsins og hún réttir út höndina og grípur um hreðjar honum, skaltu höggva af henni höndina og ekki sýna henni neina miskunn.

(Fimmta Mósebók, 25:11) 

Þetta er skýrt og skorinort boðorð, heilagt Guðs orð, samkvæmt kristnum kenningum og fjölmörg viðurkennd trúfélög ("sértrúarsafnaðir") sem styrkt eru af ríkissjóði trúa því að bæði gamla og nýja testamentið sé raunverulega boðskapur sem sé kominn frá æðri máttarvöldum, orðrétt, þar sé allt satt og rétt.

Sem betur fer gengur fylgismönnum slíkra trúarsafnaða þokkalega að samræma trú á bókstafinn og almennt nútíma siðgæði og almenn mannréttindi. Þeir viðurkenna að reglur mannlegs samfélags eru í praxis mikilvægari en Guðs orð, og engir vilja í alvöru fylgja þessari reglu Guðs um að höggva skuli hönd af konu sem grípur í pung andstæðings manns síns. En spyrjir þú þá, trúir þú að allt sem stendur í Biblíunni sé satt og rétt og frá Guði komið, þá væntanlega munu þeir játa því. 


Allt í plati hjá Sveinbjörgu!

Þeir sem kusu framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningum af andstöðu við múslima á Íslandi veðjuðu á rangan hest. Þetta sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag.

Sveinbjörg sagði að ummæli sín í aðdraganda kosninganna um lóðaaúthlutun til byggingar mosku væru ekki í samræmi við stefnu flokksins, og að þau hafi verið óábyrg og sögð í hálfkæringi. Hún hafi ekki verið að sækjast eftir atkvæðu hatrammra andstæðinga Íslam, og þeir sem kunni að hafa kosið flokkinn á þeim forsendum hafi veðjað á rangan hest.

Þá liggur það fyrir. Mosku- og íslamandstæðingar sem farið hafa hamförum á moggabloggi voru plataðir.  En alla vega fékk Framsókn tvo fulltrúa í borgarstjórn.

(Tekið af vef RÚV.) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband