Færsluflokkur: Formúla 1

Segja 70% óákveðinna 'Nei' ?

Af þeim sem afstöðu taka segja 42,6% Já en 33,9% Nei.

Til að Nei-ið fái fleiri atkvæði miðað við að þeir sem afstöðu taki mæti á kjörstað og skipti ekki um skoðun, þyrfti Nei-ið að hljóta 70% atkvæða þeirra sem nú eru óákveðin.

Svo þetta lítur vel út fyrir Já-sinna.


mbl.is 42,6% styðja Icesave en tæpur fjórðungur er óákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk, kannski!

kannski.jpg

Áhyggjur af mannréttindum

Margir hafa áhyggjur af mannréttindum sakborninga í helsta dómsmáli hrunsins, og óttast að verið sé að lögsækja hóp fólks á pólitískum forsendum og mörgum þykja ákærur vafasamar. Kært er á grundvelli laga sem ekki hefur áður reynt á og hörð lágmarksrefsing fylgir ef kveðin verður upp sekt. Hér á ég að sjáfsögðu við málssóknina gegn nímenningunum svokölluðu, sem ákærð eru fyrir að hafa ráðist gegn Alþingi.

Nú er nýtt hrun-mál í uppsiglingu, hugsanleg ákæra Alþingis sjálfs á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum, og réttarhöld fyrir Landsdómi, ef ákærur verða samþykktar af Alþingi.

Margir hafa líka af því áhyggjur í þessu máli, að fyllstu mannréttinda sé alls ekki gætt.Athyglisvert samt, að það virðist alls ekki sama fólkið sem hefur áhyggjur af mannréttindum nímenninganna og fjórmenninganna.


Verður OR gjaldþorta útaf Icesave?

Verður Orkuveita Reykjavíkur gjaldþrota, vegna þess að fyrirtækið geti ekki endurfjármagnað stór lán fyrir gjalddaga, vegna þess að Icesave verði enn ófrágengið næsta vor?

Það er spurning... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband