Færsluflokkur: Trúmál

Sóknargjöld eru ríkisstyrkur

Ef trú­fé­lagið Zú­ist­ar á Íslandi greiðir rík­is­styrk sinn út til fé­lags­manna sinna þurfa þeir að greiða tekju­skatt af fénu, að sögn rík­is­skatt­stjóra.

 

Sem sagt, ríkiskattstjóri staðfestir að sóknargjöld eru RÍKISSTYRKUR, ekki "félagsgjöld" sem ríkið innheimtir fyrir skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Réttara væri að kalla sóknargjöld sóknarstyrk.

 


mbl.is Greiða tekjuskatt af sóknargjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biblían boðar handahöggningar kvenna

Þegar tveir menn lenda í áflogum og kona annars þeirra kemur til þeirra til að bjarga manni sínum úr greipum andstæðingsins og hún réttir út höndina og grípur um hreðjar honum, skaltu höggva af henni höndina og ekki sýna henni neina miskunn.

(Fimmta Mósebók, 25:11) 

Þetta er skýrt og skorinort boðorð, heilagt Guðs orð, samkvæmt kristnum kenningum og fjölmörg viðurkennd trúfélög ("sértrúarsafnaðir") sem styrkt eru af ríkissjóði trúa því að bæði gamla og nýja testamentið sé raunverulega boðskapur sem sé kominn frá æðri máttarvöldum, orðrétt, þar sé allt satt og rétt.

Sem betur fer gengur fylgismönnum slíkra trúarsafnaða þokkalega að samræma trú á bókstafinn og almennt nútíma siðgæði og almenn mannréttindi. Þeir viðurkenna að reglur mannlegs samfélags eru í praxis mikilvægari en Guðs orð, og engir vilja í alvöru fylgja þessari reglu Guðs um að höggva skuli hönd af konu sem grípur í pung andstæðings manns síns. En spyrjir þú þá, trúir þú að allt sem stendur í Biblíunni sé satt og rétt og frá Guði komið, þá væntanlega munu þeir játa því. 


Múslimar og trúleysingjar útsendarar Satans?

Því hefur verið haldið fram að Satan hafi búið til íslam og Kóraninn. Því hefur líka verið haldið fram að sá gjörningur verði til þess að villa trúleysingjum sýn á hinum eina sannleika.

Þetta komment kom frá frelsuðum kristnum bloggara í fjörugri umræðu við seinasta pistil: Eygló sýnir fordómum Sveinbjargar umburðarlyndi.

Þetta vekur upp forvitnilegar spurningar. Trúa kristnir á tilvist Satans?  Byggist andstaða við múslima og fyrirhugaða mosku þeirra á trúarlegum forsendum, að þeirra trú sé villutrú?

Í þessu samhengi vekur athygli að Sveinbjörg Birna nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknarflokksins situr í stjórn kristilegs trúfélags. En það kemur fram í greinargóðri samantekt í DV í dag, að Sveinbjörg er gjaldkeri sóknarnefndar Háteigssóknar, einnar af fjölmörgum sóknum Þjóðkirkjunnar.

Trúfélag Sveinbjargar nýtur margs konar forréttinda umfram önnur trúfélög.

Er það ekki sérstakt að stjórnarmaður í trúfélagi beiti sér í pólitík gegn öðru trúfélagi? 

Vill Framsóknarflokkurinn að hér á landi sé jafnræði á milli trúfélaga?

Eða ættum við að taka umræðuna skrefi lengra og koma á jafnræði trúfélaga og annarra félaga? Með núverandi fyrirkomulagi er ríkið að moka undir alla sértrúarsöfnuði, sama hvaða rugl og fordóma þeir boða. Þetta er gert til að reyna aðeins að "jafna" stöðu þeirra gagnvart ríkistrúfélaginu, sem fær 4-5 milljarða úr ríkissjóði á ári hverju.

Engir stjórnmálaflokkar nema þá Píratar hafa viljað hreyfa við slíkum hugmyndum, að afnema sérréttindi trúfélaga og sjálfvirka ríkisstyrki til þeirra. 

 

 


Múslimafóbían skipulögð, forsætisráðherra sekur

Guðrún Bryndís Karlsdóttir skrifar grein í Kvennablaðið í gær og staðfsetir það sem flesta var farið að gruna, andúðin gegn fyrirhugaðri mosku er skipulögð. Þetta er ekki eitthvað sem valt uppúr oddvitaframbjóðandum. Þetta skýrir þögn forsætisráðherra.

Forsætisráðherra Íslands tekur þátt í skipulagðri aðför að mannréttindum minnihlutahóps. 

Er þetta Framsókn framtíðar? 

Þegar ég mætti í vöfflukaffi vikuna sem Jesú, Jón Gnarr  og Óskar fengu fjölmiðlaathygli, kallaði Benedikt Þór Gústafsson sem þá var varaformaður kjörnefndar mig á sinn fund.Tilgangurinn var að fræða mig um kristin gildi flokksins og að verkefni þeirra sem kæmust í borgarstjórn væri að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík.

 

Nú er spurning hvort þetta útspil skili flokknum fulltrúa í borgarstjórn. Hvernig ætlar sá fulltrúi að standa við "kosningaloforðið"? 


mbl.is Framsókn með mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis lóðir til trúfélaga - hversu margar í viðbót?

Hvaða eiga mörg af öllum opinberlega skráðum og viðurkenndum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum eftir að sækja um lóð í sínu sveitarfélagi til að byggja félagsaðstöðu, og eiga samkvæmt lögum rétt á á að fá úthlutað, ókeypis.

  Trúfélag               /            Fjöldi félaga  /  sem ríkið greiðir fyrir sóknargjöld

Óháði söfnuðurinn

3.3122.633
Fríkirkjan í Hafnarfirði6.2214.561
Sjónarhæðarsöfnuðurinn5739
Vottar Jehóva688544
Bahá'í samfélagið399317
Ásatrúarfélagið2.3822.122
Krossinn601489
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu185149
Vegurinn632479
Orð lífsins..
Kletturinn - kristið samfélag..
Búddistafélag Íslands964743
Fríkirkjan Kefas12194
Fyrsta baptistakirkjan2620
Félag múslima á Íslandi481317
Íslenska Kristskirkjan273206
Boðunarkirkjan119103
Samfélag trúaðra3226
Zen á Íslandi - Nátthagi111103
Betanía185141
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan563438
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan276202
Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar2117
Reykjavíkurgoðorð2625
Heimakirkja9189
SGI á Íslandi165138
Menningarsetur múslima á Íslandi360237
Kirkja hins upprisna lífs3533
Alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists3127
Catch The Fire (CTF)206153
Vonarhöfn2620
Himinn á jörðu3939
Bænahúsið3826
Emmanúel baptistakirkjan2620
Hjálpræðisherinn trúfélag4230
Ísland kristin Þjóð1615
Zuism23
Siðmennt612585
Endurfædd kristin kirkja11
Postulakirkjan Beth-Shekhinah2019
   

 


Grín?

Ja hvað á maður að halda? Er maðurinn að hæðast að öllum þeim sem finnst sjálfsagt að trúfrelsi sé bara svona stundum viðhaft? Eða??

 

grin 


Spurning til Sigmundar Davíðs

Finnst forsætisráðherra í lagi að oddviti flokksins í höfuðborg landsins í sveitarstjórnarkosningum sé á móti almennum mannréttindum og trúfrelsi?

 

Úr stefnu Framsóknarflokksins:

II. Mannréttindi

Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.

http://www.framsokn.is/stefnan/ 


mbl.is Kosið verði um lóð undir mosku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðgun

Er einhver þessara mynda móðgandi? Þarf ekki ansi einbeittan vilja til að móðgast? Eru myndirnar annars ekki eins??

 

gud1 

 

gud2 

 

gud4

 

 


Þrálátur misskilningur

Hann er þrálátur þessi misskilningur að fólk borgi sóknargjöld til trúfélaga. Það borgar enginn sóknargjald beint til trúfélags. Trúfélög fá sóknargjöld greidd úr ríkissjóði.

Þessi stutta frétt úr Fréttablaðinu ætti því með rétta að segja: Ríkissjóður greiðir sóknargjöld til Krossins fyrir 30% fleiri félaga nú heldur en 1999.

Þannig fékk sértrúarsöfnuðurinn Krossinn 4.3 milljón króna framlag úr ríkissjóði árið 2013 í gegnum sóknargjaldakerfið. 

Screen shot 2014-04-07 at 10.32.47 PM


spurningar til séra Arnar Bárðar

Jesús ögraði samtíð sinni og kom stöðugt á óvart. Hann er merkasta persóna mannkynssögunnar og sú eina sem vert er að hafa að altækri fyrirmynd.

Nú er í tísku að sparka í þessa fyrirmynd. Þeim fjölgar sem sækja í eftirlíkingar af kirkjulegum athöfnum í nafni trúleysis eða heiðindóms. Þeim fjölgar sem vanvirða heitin sem unnin voru við skírnina þegar lífsvegurinn var markaður. Ísland veður [sic] ekki betra samfélag á heiðnum, guðlausum grunni. Tilraun um slíkt þjóðskipulag var reynd í tvígang á liðinni öld í Evrópu og líka í Asíu en með skelfilegum árangri. 

Þessi orð sagði séra Örn Bárður Jónsson, prestur í Neskirkju, í predikun í morgun 19. janúar. Orð hans vekja upp ýmsar spurningar.

Hvaða athafnir er Örn Bárður að tala um sem "eftirlíkingar" kirkjulegra athafna? Er hann að tala um borgaralegar fermingar á vegum félagsins Siðmennt? Borgaralegar hjónavígslur? Nafngjafarveislur?

Hefur Örn Bárður verður viðstaddur borgaralega fermingu? Veit hann um hvað hann er að tala??

Borgarleg ferming líkist frekar hátíðlegri útskriftarathöfn eftir námskeið, en þeirri trúarjátningu sem ferming Þjóðkirkjunnar er. 

Telur Örn Bárður að þeir unglingar sem vilja ekki, eða eru ekki reiðubúin, að fermast kirkjulega séu að svíkja heit? Unnu börnin sjálf skírnarheit þegar þau voru ómálga ausin vatni? Er þessi skoðun sérans hans prívatskoðun, eða er þetta svona samkvæmt guðfræði Þjóðkirkjunnar?

Við skulum ekki fara út í nasisma-tenginguna. 

Það er leitt að sjá Örn Bárð vera með svona skæting í aðrar lífsskoðanir en þá sem hann predikar. 

ornbardur

Séra Örn Bárður Jónsson. Ríkiskirkjuprestinn skortir umburðarlyndi fyrir öðrum lífsskoðunum. 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband