Færsluflokkur: Mannréttindi

Þrálátur misskilningur

Hann er þrálátur þessi misskilningur að fólk borgi sóknargjöld til trúfélaga. Það borgar enginn sóknargjald beint til trúfélags. Trúfélög fá sóknargjöld greidd úr ríkissjóði.

Þessi stutta frétt úr Fréttablaðinu ætti því með rétta að segja: Ríkissjóður greiðir sóknargjöld til Krossins fyrir 30% fleiri félaga nú heldur en 1999.

Þannig fékk sértrúarsöfnuðurinn Krossinn 4.3 milljón króna framlag úr ríkissjóði árið 2013 í gegnum sóknargjaldakerfið. 

Screen shot 2014-04-07 at 10.32.47 PM


Hlustað á raddir 49 þúsund manns - eða ritstjórann?

Nú hefur spyrst út að ritstjórinn í Hádegismóum, fyrrverandi forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og borgarstjórinn, heldur prívatfundi með báðum leiðtogum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíd og Bjarna Ben, sitt í hvoru lagi. Í sjálfu sér ekkert hægt að amast við því hverjum þeir snæða með hádegismat eða sitja með á síðkvöldum við arineld í sumarbústað. Menn kjósa sér sína vini og ráðgjafa.

En maður spyr sig, hvort hlusta leiðtogarnir meira á raddir 49.000 manns - eða ritstjórann önuglynda?

Vonandi gleyma ekki kjörnir leiðtogar þjóðarinnar því fyrir hvern þeir starfa. 

 

tveir 


46 þúsund manns!!

Nú hafa yfir fjörtíu og sex þúsund manns undirritað áskorun til Alþingis um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna á þjóð.is.

Þetta eru 19% kosningabærra manna á Íslandi! 

Þetta myndi jafngilda undirskriftum 800.000 Dana, eða 1.36 milljón Svía, eða 11.4 milljón Þjóðverja

Myndu ríkisstjórnir og þjóðþing þessara landa hunsa slíka lýðræðislega kröfu frá þegnum sínum, um að uppfylla gefin kosningaloforð? 

Hvað gerir Alþingi Íslendinga?

 

Óttast Alþingi lýðræði og þjóðarvilja?? 

 

althingi 

 


Sigmundur Davíð lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu á fundi með Barroso í júlí 2013

Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fór út á fund forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso 16. júlí í fyrra. Þar kom fram að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um áframhaldandi ESB-aðildarviðræður á kjörtímabilinu.

Íslenska ríkisstjórnin var þá þegar búin að koma meldingum um það til umheimsins að hún væri skeptísk út í Evrópusambandsaðild,  en utanríkisráðherra hafði flogið út til Brussel mánuði fyrr (13. júní 2013) til að hitta stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle og tilkynna honum að hlé yrði gert á aðildarviðræðum ESB og Íslands og að þær yrðu ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í ljósi umræðu síðustu daga vekur athygli að Sigmundur Davíð sagði ekki við Barroso að Ísland hyggðist slíta viðræðum við ESB eftir að málamyndaskýrslu um stöðu umsóknarinnar væri lokið.

Þetta er sagt í fréttinni af fundinum:

Gunnlaugsson said he had used the opportunity to ask Barroso about “developments in the EU” and founds his answers “very informative”. After a debate in Iceland's Parliament in the autumn, he said it would be possible to assess “how things progress” with regard to his country’s EU bid. But he said a decision on when to hold the referendum had not yet been made.

eða í lauslegri þýðingu:

Sigmundur Davíð sagði að hann hefði notað tækifærið til að spyrja Barroso um þróun mála í ESB og taldi svör hans mjög upplýsandi. Hann sagði að eftir umræður á Alþingi síðar um haustið [2013] væri mögulegt að meta hvernig framhaldið yrði í sambandi við ESB-umsókn Íslands. En hann sagði að ákvörðun um hvenær skyldi halda þjóðaratkvæðagreiðslu hefði enn ekki verið tekin.

Með öðrum orðum:

Sigmundur Davíð sagði á fundi í Brüssel í júlí 2013 að það skyldi haldin þjóðaratkvæðagreiðsla

barroso 

Á sama fréttamannafundi sagði Barroso eftirfarandi:

Barroso said the Commission respected the decision of the government regarding the accession process. In May, the new government announced a halt to the country’s EU accession talks until Icelanders vote in a referendum within the next four years on whether they want membership negotiations to continue. 

Það væri nú skrýtið ef Barroso færi að úttala sig um það hvenær Íslendingar myndu halda boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu, nema vegna þess að Sigmundur hafi einmitt verið búinn að segja honum það! Enda mótmælti forsætisráðherra ekki þessum orðum Barroso.


Sumir ráða meira

Skoðanakannanir sýna að andstaða við ESB er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnarflokkarnir sækja báðir meiri stuðning til landsbyggðarinnar. 

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá og kosningalögum hafa skoðanir landsbyggðarfólks tvöfalt vægi á við skoðanir borgarbúa, inni á Alþingi.

Er það í lagi?

Þetta gæti skýrt andstöðu margra þingmanna við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa öll atkvæði sama vægi. 

 

asmundur
Stjórnarmaður og fyrrum formaður Heimssýnar. Landsbyggðarþingmaður sem komst fyrst á þing með atkvæðum höfuðborgarbúa, sem töldu sig vera að kjósa allt aðra þingmenn.

Ísland styður Pútín og Rússa

Mörg lönd kjósa að senda Rússum skilaboð með því að senda ekki æðstu þjóðhöfðingja á Vetrarólympíuleikana í Sochi sem haldnir eru í þessum mánuði. Þetta er vegna þess hvernig þróun í ýmsum mannréttindamálum virðist beinlínis fara afturábak í Rússlandi um þessar mundir.

Ísland  tekur skref í hina áttina og sendir Rússum og ekki síst Forsetanum skýr skilaboð um stuðning. 

Mér sýnist á gúggli og leit á ágætri heimasíðu Forsetaembættisins að núverandi Forseti Íslands hafi aldrei áður sótt vetrarólympíuleika, ekki 1998, 2002, 2006 eða 2010.

En núna árið 2014 ætlar Forsetinn að heiðra gestgjafana í Sochi með nærveru sinni og forsetafrúarinnar. Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands munu einnig sækja leikana fyrir Íslands hönd.

Þetta mun vonandi hafa jákvæð áhrif á samband okkar við Rússland, en Forseti Íslands hefur oft lýst því í ræðu og riti að Rússland og Kína séu mikilvægar vinaþjóðir Íslands, nú og í framtíðinni. Forsetinn hefur mótandi áhrif á utanríkisstefnu núverandi ríkisstjórnar og er fulltrúi okkar víða á erlendri grund. 

 

Herra Pútín - Ísland styður þig, við erum bandamenn Rússlands!

 op1

op2

 
op3 
 
op4

 


spurningar til séra Arnar Bárðar

Jesús ögraði samtíð sinni og kom stöðugt á óvart. Hann er merkasta persóna mannkynssögunnar og sú eina sem vert er að hafa að altækri fyrirmynd.

Nú er í tísku að sparka í þessa fyrirmynd. Þeim fjölgar sem sækja í eftirlíkingar af kirkjulegum athöfnum í nafni trúleysis eða heiðindóms. Þeim fjölgar sem vanvirða heitin sem unnin voru við skírnina þegar lífsvegurinn var markaður. Ísland veður [sic] ekki betra samfélag á heiðnum, guðlausum grunni. Tilraun um slíkt þjóðskipulag var reynd í tvígang á liðinni öld í Evrópu og líka í Asíu en með skelfilegum árangri. 

Þessi orð sagði séra Örn Bárður Jónsson, prestur í Neskirkju, í predikun í morgun 19. janúar. Orð hans vekja upp ýmsar spurningar.

Hvaða athafnir er Örn Bárður að tala um sem "eftirlíkingar" kirkjulegra athafna? Er hann að tala um borgaralegar fermingar á vegum félagsins Siðmennt? Borgaralegar hjónavígslur? Nafngjafarveislur?

Hefur Örn Bárður verður viðstaddur borgaralega fermingu? Veit hann um hvað hann er að tala??

Borgarleg ferming líkist frekar hátíðlegri útskriftarathöfn eftir námskeið, en þeirri trúarjátningu sem ferming Þjóðkirkjunnar er. 

Telur Örn Bárður að þeir unglingar sem vilja ekki, eða eru ekki reiðubúin, að fermast kirkjulega séu að svíkja heit? Unnu börnin sjálf skírnarheit þegar þau voru ómálga ausin vatni? Er þessi skoðun sérans hans prívatskoðun, eða er þetta svona samkvæmt guðfræði Þjóðkirkjunnar?

Við skulum ekki fara út í nasisma-tenginguna. 

Það er leitt að sjá Örn Bárð vera með svona skæting í aðrar lífsskoðanir en þá sem hann predikar. 

ornbardur

Séra Örn Bárður Jónsson. Ríkiskirkjuprestinn skortir umburðarlyndi fyrir öðrum lífsskoðunum. 

 


Þingmaður berst gegn veraldlegu samfélagi

Í Tyrklandi er íslam ríkjandi trú. Ríkisvaldið á þó að heita veraldlegt, en það var tyrkneski leiðtoginn mikli, Mústafa Kemal Atatürk sem barðist fyrir því að af-trúvæða samfélagið í Tyrklandi, nútímavæða landið og gera ríkisvaldið alfarið veraldlegt. 

Um þetta hafa þó aldrei allir verið á eitt sáttir og hefur nú hið síðari ár Tyrkland sveiflast aðeins í hina áttina undir stjórn leiðtoga sem er hallari undir trú og trúarlegt kennivald en fyrirrennarar hans.

Það er forvitnilegt fyrir okkur sem höfum áhuga á því að ræða að hversu miklu leyti samfélagið eigi að byggja á trú, trúarlegum gildum og trúarlegu kennivaldi, að heyra umræðu um sama mál í öðru samfélagi.

Þessari bloggsíðu hefur borist þýðing á forvitnilegu erindi sem íhaldssamur þingmaður flutti í mosku í úthverfi Ankara á Nýársdag. Hann heldur því fram að siferðisviðmið muni breytast ef trúin missir vægi og að slík óheillaþróun stuðli að upplausn.

Gefum Bairam Haahr Níl Zahin orðið:

mullah 

Það gerist ekkert að sjálfu sér í mannlegu samfélagi. Það er eitthvað sem mótar menningu, listsköpun, vísindin og lögin. Í okkar samfélagi er það ekki síst trú á Guð og múslimska arfleifð. Það er að mínu áliti mikil gæfa að múslimsk trú hefur verið ráðandi þáttur í lífi okkar. 

Með aukinni upplýsingatækni má segja að hver og einn einstaklingur sé orðinn fjölmiðill. Það er auðvelt að skjóta úr launsátri og rægja aðra með nútímatækni. Trúin, moskan og múslimsk gildi eru ekki undanskilin rægingarherferð af þessu tagi. Í raun hafa margir beitt sér af alefli með þessi vopn í hendi gegn múslimskri trú og moskunni. Þeir halda því fram að trúin sé blekking og hindurvitni og í raun ekkert annað en leifar af frumstæðri hugsun sem þekkingin afhjúpi.

Þetta er ekkert nýtt og hægt er að nefna marga heimspekinga og hugsuði, eins og þeir kölluðu sig, sem síðustu 200 árin eða svo hafa spáð því, að dagar múslimskrar trúar væru taldir. Þessar framtíðarspár reyndust ekki réttar. Það er nefnilega svo, eins og Síg Ürb Orhan Ei Narzin múlla, sagði í útvarpserindi  fyrir rúmlega 30 árum, að þeir menn, sem af miklum móði veitast að því, sem þeir telja blekkingar, eru sjálfir hrapallega blekktir.

Því er enn haldið fram að þekking og vísindi fari ekki saman við trú og íslam. Þetta séu andstæður og trúin sé því ekkert annað en hindurvitni og hleypidómar sem samræmist ekki heilbrigðri skynsemi.  Vísindin og þekkingin hafi sannað að sköpunarsagan í upphafsriti Kóransins sé markleysa.

Það er fráleitt að reyna að gera sköpunarsöguna að markleysu, og þar með Kóraninn allan, með því að leggja á hana raunvísindalegan mælikvarða. 

Höfum við einhverja ástæðu til að ætla að múslimsk trú og múslimsk gildi verði ekki áfram ráðandi þáttur í lífi okkar? Hefur eitthvað breyst og þurfum við að hafa einhverjar áhyggjur? Já, það hefur ýmislegt breyst og við þurfum að hafa áhyggjur

Þótt frá upplýsingaröld hafi verið til menn sem hafa talið trú blekkingu, sem vísindin og þekkingin myndu eyða, eru það nýmæli, a.m.k. hér á landi, að stofnuð hafi verið félög, beinlínis í þeim tilgangi að berjast gegn Íslam. Með nýrri upplýsingatækni er auðveldara að láta til sín taka og hafa meðlimir í þessum félögum látið einskis ófreistað í ófrægingarherferð sinni gegn múslimskri trú, moskunni og múslimskum gildum. En það sorglega er, sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af, að málflutningur þessi hefur fengið að hluta til undirtektir hjá stjórnvöldum.

Í grunnskólalögum segir meðal annars að starfshættir grunnskóla skuli mótast af  múslímskri arfleifð tyrkneskrar menningar. Í aðalnámskrá er lögð sérstök áhersla á menningarlæsi. Þrátt fyrir þessi lagafyrirmæli og markmið í námskrá hefur verið þrengt verulega að kennslu í múslímskum fræðum í skólum og moskunni alfarið úthýst úr skólum landsins.

Trú er ekki bara trúin á Guð, skapara himins og jarðar. Hún er ekki síst menning, siðferðisviðmið og samfélagsmótandi gildi og hefðir. Múslimsk trú og múslimsk gildi hafa gert okkur að þeirri þjóð, sem við erum, og mótað samfélag okkar, sem við erum stolt af.

Þegar stjórnvöld leitast við að aftrúvæða þjóðina er stuðlað að upplausn samfélagsins og afmenningu þess. Það gerist ekki á einni nóttu en þegar heilu kynslóðirnar fá takmarkaða fræðslu í íslam og finna jafnvel helst fyrir neikvæðni í garð íslamstrúar mun það ekki eingöngu hafa áhrif á menningu og takmarka menningarlæsi, heldur munu siðferðisviðmið breytast og múslimsk gildi þynnast út. Æðruleysið, kærleikurinn og fyrirgefningin eru okkur nefnilega ekki í öllum tilvikum í blóð borin.

Múslimskt fólk getur ekki horft sljóum augum á þessa hættulegu þróun í samfélaginu. Það þarf að spyrna við fótum og taka slaginn með æðruleysið og kærleikann að vopni. Það er eins í þessu og öllu öðru, við tryggjum ekki eftirá. Ég efast ekki um að allt það ágæta fólk, sem lætur sig íslam og moskuna varða, og allir þeir foreldrar og uppalendur, sem vilja ala börn sín upp í múslimskri trú og gildum, vilja leggja sitt af mörkum til að sporna við þeirri óheillaþróun sem ég lýsti hér áðan. 

 

Lengri útgáfu af erindinu má finna HÉR 


Blóðugar rifnar Biblíur

Róttækir múslimar á Íslandi mótmæltu kirkjubyggingum á Íslandi með því að dreifa blóðugum kindahausum á kirkjulóð og blóðugum sundurrifnum biblíum.

Nei.

Þetta hefur ekki komið fram í fréttum. Það hefur enginn ásakað múslima um þetta, eða neitt annað heldur. Ég man ekki eftir einni einustu frétt um að múslimar hér á landi hafi neitt abbast uppá önnur trúarbrögð eða aðra Íslendinga yfirleitt.

Hins vegar hafa innfæddir fordómafullir íslenskir aumingjar sýnt fádæma dónaskap og lítisvirðingu gagnvart íslenskum múslimum. Hafi þeir skömm fyrir, Óskar Bjarnason og vitorðsmenn hans. 


Dómharka

Ég er svolítið forviða að sjá hversu margir telja sjálfsagða og eðlilega sjö ára fangelsidóma yfir 19 ára konum sem gerðu tilraun til að smygla dópi. 

Þær hefðu átt að hugsa um þetta áður en brutu af sér - eða eitthvað á þessa leið segja margir.

Jú fólk verður að taka afleiðingum gjörða sinna. En refsing fyrir lögbrot hlýtur að eiga að vera í einhverju samræmi við alvarleika brotsins.  

Á hverjum er dópsmyglari að brjóta??  Dópneytendum?  Vilja dópistar að burðardýr séu dæmd í margra ára fangelsisvist? Er það ekki staðreynd að margir dópsmyglarar eru sjálfir dópistar? (Sbr. ógæfusama manninn sem fyrir skemmstu lést á Litla Hrauni vegna of stórs skammts af dópi.)

Ég er ekki bara að tala um stelpurnar tvær í fangelsi í Prag. Hér á landi eru dópsmyglarar dæmdir mjög þungum dómum, margra ára fangelsi fyrir hörð efni og mikið magn. 

Af hverju á "burðardýr" sem smyglar dópi (en neyðir engan til að taka það) að fá margfalt harðari dóm en einhver sem er sekur um alvarlega líkamsárás? Jafnvel þótt þú limlestir einhvern hrottalega fengirðu vægari dóm en fyrir að smygla nokkrum kílóum af dópi. Sanngjarnt og réttlátt? 

Hér er raunverulegt dæmi um dóm fyrir líkamsárás:

"Sakfellt fyrir þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega. Refsing ákveðin fangelsi í 8 mánuði, þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir til 3 ára. Þá var ákærði dæmdur til að greiða tveimur brotaþolum skaðabætur."

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband