Icesave - Þess vegna á að semja

Nokkur hundruð manns hafa lesið seinasta pistil minn og enn hefur enginn bent á nein rangindi eða misskilning. Ég hef tekið nokkurn þátt í umræðum á netinu og komið þessum sjónarmiðum og staðreyndum á framfæri annars staðar og fengið yfir þvílíka skæðadrífu af skömmum að ég hef sjálfur aldrei upplifað neitt þvílíkt. Bloggsamfélagið íslenska, a.m.k. afkiminn á blog.is, er ekkert að fara að taka uppá siðuðum umræðum þar sem hlustað er á mótrök og þau vegin og metin og svarað með rökum. Bjóst Forseti Íslands við því?

Ég er harðlega gagnrýndur fyrir að sýna engan skilning á neyðarétti þjóðarinnar. Ég skal fúslega útskýra af hverju ég tel ítrustu kröfur "Nei-sinna" ekki standast, og af hverju ég tel einsýnt að "dómstólaleið" sé röng leið.

Meira HÉR


mbl.is Áhættan af dómsmáli meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, eg er ekki að sjá að hægt sé að koma með rök eða svör við þessu þegar búið er tengja efnið svona saman.  þe. leggja niður hvernig málið lítur í raun út.  Hvað var gert af Íslenskum.   Hefur nefnilega vantað soldið.  Að tengja þetta saman og líta á málið frá breiða perspektífinu.

Enda gengur mönnum afar illa,  sýnist manni,  að sætta sig við það hvernig málið lítur í raun út.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.2.2011 kl. 00:29

2 identicon

Málið er mjög einfalt. Menn tala sitthvað í kross... Já og nei. En í raun veit enginn endalokin. Allir þykjast hinsvegar vita þau.

Það hefur hinsvegar verið mér lífsmotto og besti örlagavaldur að fara eftir því einfalda ráði í lífinu að láta ekki vaða yfir mig. Það hefur aldrei komið mér í koll að fylgja hreinni samvisku.

Samviska mín segir mér einfaldlega að ég skuldi ekkert til Hollendinga og Breta. Því segi ég NEI við að borga skuldir annara.

Már (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband