NEI þýðir að Ísland verður fátækara

Hvað þýðir það ef NEI verður ofan á?

Ísland verður fátækara. Og leiðinlegra. Og einangraðra.

Við munum eyða dýrmætri orku í þetta mál næstu árin, orku sem gæti nýst í uppbyggingu og framfarir.

Það verður líklegra en ella, að fyrirtæki eins og Orkuveita Reykjavíkur tapist í hendur erlendra lánadrottna.

Ef NEI verður ofan á, þýðir það að meirihluti landsmanna hefur ekki skilið hvernig Nýi Landsbankinn var búinn til úr þeim gamla, hvernig innistæður Íslendinga voru teknar út úr þrotabúinu (ekki úr ríkissjóði!) þrotabúi sem sumir vilja svo láta Bretum og Hollendingum eftir, þegar við erum búin að taka það sem okkur hentar.

Nei þýðir stöðnun.

Nei þýðir að hér ríkir stjórnlagakreppa, Ísland er land sem ekki er hægt að semja við, því enginn veit hver ræður. Ekki er hægt að treysta loforðum og samþykktum lýðræðislega kjörins meirihluta Alþingis.

Nei þýðir afturför.

Ég segi - fyrir framtíðina. Fyrir Ísland. Fyrir samvinnu þjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ísland er þjóð sem lætur ekki troða á sér, Ísland er líka land sem er fullt af möguleikum til tekjuöflunar og eina sem þarf er fólk við stjórn sem kann að nýta möguleikana.

Segjum hiklaust NEI við Icesave.

Tryggvi Þórarinsson, 7.4.2011 kl. 09:47

2 Smámynd: Einar Karl

Tryggvi:

Ert þú einn af þeim sem skilur ekki hvernig Nýi Landsbankinn varð til? Eða hefurðu ekki nennt að setja þig inn í það?

Um hvaða möguleika til tekjuöflunar ertu að tala? Þú vilt kannski framleiða vörur og þekkingu, og selja öðrum þjóðum?? Sömu þjóðum og þú neitar að semja við, um sanngjarna lausn á erfiðu máli?

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 10:18

3 identicon

Þá mátt þú bara flytja úr landi Einar.. .ég er viss um að útrásarvíkingar vilji gefa þér reikningsnúmer sem þú getur lagt inn á... til að styrkja þá og ræna sjálfan þig.

Föðurlandssvikari mar

doctore (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:54

4 identicon

Einar: Ertu að segja að þeir sem ætla að segja nei skilji bara ekki málið, að já fólkið sé svona yfirburða gáfað.


Nýji landsbankinn var til með því að flytja innistæður og skuldir yfir í nýja bankan. Til að skaða ekki þrotabúið var búið til skuldabréf upp á 300 milljarða sem nýji landsbankinn þarf að greiða. Þrotabúið varð ekki fyrir skaða af stofnun nýja landsbankans.

Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 12:28

5 Smámynd: Einar Karl

Sigurður Jónas Eggertsson:

Þetta er rangt. Sem sýnir einmitt að margir skilji ekki málið. Skuldabréf var búið til fyrir eignir umfram skuldir. Kemur fram svart á hvítu í grein á Advice síðunni:

Þá voru innlendar innstæður upp á 431 milljarð fluttar yfir í nýja Landsbankann ásamt innlendum eignum upp á 431 milljarð

Og þá er ekki nefnt að eignirnar teknar úr þrotabúinu í nýja bankann voru reiknaðar með verulegum afslætti.

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband