SMÁÍS og internetið

Samtökin Smáís hafa ekki fylgst með þróun internetsins síðustu 17 ár. Skoðið bara heimasíðu samtakanna. Hún lítur út eins og heimasíður gerðu árið 1996.

 

Þetta er ekki djók. 

 

vefur_i_vinnslu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hélt fyrst að þú hefðir sjálfur tekið skjáskot og birt jpg mynd af heimasíðu Smáís þeim til háðungar.  
Sá svo að heimasíða Smáís ER bara þessi mynd og ekkert annað, engin virk krækja, ekki neitt!!
Og það hjá samtökum sem meðal annars eru: "...ráðgefandi fyrir...tæknileg málefni sem viðkoma útgáfu myndefnis."
Á www.archive.org sést að heimasíðan hefur verið svona síðan sumarið 2012.
Þar áður virðast fréttir á síðunni ekki hafa verið uppfærðar frá 2008.  
Heimasíðan www.smais.is líka langtímum saman "Forbidden" = í ólagi eða falin fyrir afritun archive.org ??
Kanski ekki skrítið, því á undirsíðu hjá Smáís mátti finna þessa skilmála:
"...Skriflegt samþykki SMÁÍS þarf til að endurbirta, afrita eða dreifa upplýsingum sem fram koma á heimasíðu SMÁÍS".
Þar var líka: "...Óheimilt er að setja krækju (link) á vef SMÁÍS af annarri vefsíðu nema með skriflegu samþykki samtakanna..."
Svona eins og að gefa út bók/tímarit/fréttablað og banna mönnum að vitna í það!!!
(Þú ert heppinn að það vantar einn staf í krækju þína á heimasíðuna, annars væru lögfræðingarnir mættir )

Þórhallur Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband