Um vexti - fræðsla fyrir Framsókn 1

Eru 40 ára verðtryggð lán óhagstæðari en 25 ára verðtryggð lán?

Nei, ef lánin bera sömu vexti er annað ekki óhagstæðara en hitt.

Búum til einfalt dæmi. Ef þú færð 1 milljón að láni í eitt ár með einn gjalddaga, á 5% vöxtum, greiðir þú eina milljón og fimmtíu þúsund tilbaka ári seinna.  Heildarkostnaður lánsins er 50.000 kr.

Ef þú færð eina milljón að láni í 10 ár, með tíu jöfnum afborgunum þar sem allir vextir borgast jafnóðum, 5% af höfuðstól hverju sinni, eru vaxtagreiðslur í heildina 275.000 kr.

Er síðara lánið óhagstæðara en hið fyrra?

Nei. Lánin eru nákvæmlega jafn hagstæð. Í síðara tilvikinu ert þú að fá MEIRA að láni. Þú færð eina milljón lánaða í eitt ár, en að því ári liðnu færðu 900.000 kr. lánaðar í annað ár, svo færðu 800.000 kr. lánaðar þriðja árið og svo koll af kolli.

Þú borgar sama verð, en þú ert ekki að fá sömu vöru, þú ert að fá meira lánað, þú færð hverja krónu lánaða að meðaltali í fimm sinnum lengri tíma. Fyrir hverja lánaða krónu er greitt jafn mikið í vexti, á hverju ári.

Með sama hætti er 40 ára lán húsnæðislán, hvort sem það er verðtryggt eða ekki, ekki óhagstæðara en 25 ára lán á sömu vaxtakjörum. Þetta ættu meira að segja Framsóknarmenn að skilja. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband