2.898 kr fyrir eitt dýr

Ég las hjá Dr. Gunna að eitt stykki lífrænt ræktaður kjúklingur innfluttur frá Danmörku kosti í Fjarðarkaup 2.898 kr.

Er það svo voðalega mikið? Kjúklingurinn vegur ca. 1.2 kg. Þetta er ekki tiltakanlega dýrara en annað kjöt. (Mér persónulega stendur á sama hvort kjúklingurinn uppfylli alla staðla til að teljast "lífrænn", ég vil fyrst og fremst að dýrið búi við viðunandi aðstæður, eins og t.d. kýr og sauðfé.

Af hverju finnst okkur að kjúklingakjöt eigi að vera ódýrt?

Gerum okkur grein fyrir að kjúklingur er ódýr eingöngu vegna þess að búið er að hámarka hagkvæmni í ræktun kjúklinga, sem gerir aðstæður dýranna og meðhöndlun alla ömurlega. Þeir lifa mjög þröngt alla ævi, gangandi um í eigin skít, þeir eru ofaldir og eiginlega vanskapaðir fullvaxnir, farið er með þá eins og dauða hluti meðan þeir eru enn á lífi, þegar þeir eru færðir til slátrunar er þeim bókstaflega hrúgað í kassa, menn grípa þá hvernig sem er, í vængi, fætur, í akkorði.

Þannig er hægt að framleiða kjúkling ódýrt.

Meðan við lokum augum fyrir þessu og höldum áfram að kaupa "venjulegan" kjúkling erum við að styðja svona verksmiðjuframleiðslu á dýrum. 

 

chicken2

Berum virðingu fyrir dýrum, líka hænsfuglum. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las einhversstaðar að matur þyrfti að hækka til þess að fólk kynni að meta hann. Allt of miklu hent. Of lítil virðing borin fyrir þessu grundvallarverðmæti.

Ásdís Paulsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband