Ísland NÝTUR stöðu umsóknarríkis

Þrátt fyrir að Ísland hafi gert hlé á aðildarviðræðum, leyst upp samninganefnd og samningahópa, horfið frá þátttöku í IPA o.s.frv. nýtur Ísland enn formlegrar stöðu umsóknarríkis í aðildarferli (e. candidate status).

Þetta er tekið orðrétt upp úr þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Takið eftir orðalaginu: Ísland nýtur stöðu.

Þetta er alveg hárrétt orðað hjá utanríkisráðherranum (lögfræðingunum sem sömdu textann). Ísland NÝTUR ákveðinnar stöðu. Ef t.d. við viljum taka upp þráðinn aftur í aðildarviðræðum (segjum til dæmis að núverandi ríkisstjórn takist ekki að raungera trúverðuga peningastefnu grundvallaða á íslensku krónunni, og/eða að óvissa komi upp varðandi framtíð EES-samningsins) þá þarf ekki að leita samþykkis allra 28 aðildarríkja aftur.

En fylgja þessari stöðu sem við sannarlega njótum engar kvaðir?

NEI.

Þetta er bara svona svipað og að eiga ótímabundinn forkaupsrétt. Eða atvinnutilboð.

Við getum notið þessarar stöðu í tvö ár, þrjú ár, eða þess vegna í enn lengri tíma.

Þess vegna er óskiljanlegt að ríkisstjórnin vilji nú alveg endilega koma landinu úr þessari stöðu. Hvað veldur?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alveg merkilegt hvað svona hlutlaus maður hefur miklar áhyggjur af þessu máli.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2014 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband