Sigmundur Davíð lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu á fundi með Barroso í júlí 2013

Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fór út á fund forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso 16. júlí í fyrra. Þar kom fram að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um áframhaldandi ESB-aðildarviðræður á kjörtímabilinu.

Íslenska ríkisstjórnin var þá þegar búin að koma meldingum um það til umheimsins að hún væri skeptísk út í Evrópusambandsaðild,  en utanríkisráðherra hafði flogið út til Brussel mánuði fyrr (13. júní 2013) til að hitta stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle og tilkynna honum að hlé yrði gert á aðildarviðræðum ESB og Íslands og að þær yrðu ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í ljósi umræðu síðustu daga vekur athygli að Sigmundur Davíð sagði ekki við Barroso að Ísland hyggðist slíta viðræðum við ESB eftir að málamyndaskýrslu um stöðu umsóknarinnar væri lokið.

Þetta er sagt í fréttinni af fundinum:

Gunnlaugsson said he had used the opportunity to ask Barroso about “developments in the EU” and founds his answers “very informative”. After a debate in Iceland's Parliament in the autumn, he said it would be possible to assess “how things progress” with regard to his country’s EU bid. But he said a decision on when to hold the referendum had not yet been made.

eða í lauslegri þýðingu:

Sigmundur Davíð sagði að hann hefði notað tækifærið til að spyrja Barroso um þróun mála í ESB og taldi svör hans mjög upplýsandi. Hann sagði að eftir umræður á Alþingi síðar um haustið [2013] væri mögulegt að meta hvernig framhaldið yrði í sambandi við ESB-umsókn Íslands. En hann sagði að ákvörðun um hvenær skyldi halda þjóðaratkvæðagreiðslu hefði enn ekki verið tekin.

Með öðrum orðum:

Sigmundur Davíð sagði á fundi í Brüssel í júlí 2013 að það skyldi haldin þjóðaratkvæðagreiðsla

barroso 

Á sama fréttamannafundi sagði Barroso eftirfarandi:

Barroso said the Commission respected the decision of the government regarding the accession process. In May, the new government announced a halt to the country’s EU accession talks until Icelanders vote in a referendum within the next four years on whether they want membership negotiations to continue. 

Það væri nú skrýtið ef Barroso færi að úttala sig um það hvenær Íslendingar myndu halda boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu, nema vegna þess að Sigmundur hafi einmitt verið búinn að segja honum það! Enda mótmælti forsætisráðherra ekki þessum orðum Barroso.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lofaði Sigmundur Davíð Barroso þjóðaratkvæðagreiðslu?

Ætli það séu ekki meiri líkur á að Jose Manuel Barroso hafi kosið Framsóknarflokkinn eða Sjæafstæðisflokkinn út á þjóðaratkvæðagreiðsluloforðið en flestir þeir sem  sem hæst láta út af meintum svikum stjórnarinnar í málinu?

Áttu von á að rekast á Barroso á Austurvelli?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 22:40

2 Smámynd: Einar Karl

Hans:

Sigmundur (og Bjarni, og margir fleiri) voru búnir að lofa kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur hefur væntanlega greint Barroso frá þessu á fundi þeirra. Kannsi var hann þá ekki búinn að ákveða að reyna að svíkja þetta loforð.

Barroso var bara að segja frá því sem hann hefði verið upplýstur um. Það er eina rökrétta leiðin til að túlka þessa frétt. Enda mótmælti Sigmundur ekki orðum Barroso. Heldur þú að Sigmundur hefði ekki leiðrétt Barroso, ef Barroso hefði farið ranglega með jafn mikilvæg atriði um eitthvað sem íslensk stjórnvöld ákveða og greindu honum frá?

Eða af hverju heldur þú að Barroso hafi sagt frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin á Íslandi á þessu kjörtímabili?

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 23:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Loforð um þjóðaratkvæði EF AÐ ÁFRAMHALDI kemur, stendur fyllilega. Það er hinsvegar ekki á stefnuskrá stjornarflokkanna né í stjórnarsáttmala þeirra gefið í skyn að haldið verði áfram. Þvert á móti er því heitið að stöðva viðræðurnar, sem þegar hefur verið staðið við.

Vilji svo til að báðir formenn og ríkistjórnin öll taka þau stórfenglegu sinnaskipti að endurvekja aðildarferlið og fremja þannig stórfenglegustu kosningasvik íslenskrar stjornmálasögu, þá má allavega treysta því að þeir beri það undir þjóðina, sem er meira en fyrrverandi ríkistjórn hafði dug í sér að gera.

Þú hefðir getað sparað þér þessa örvæntingarfullu caps lock færslu. Það mætti ætla að þú hafir svo opinn huga fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið að heilinn hafi hreinlega dottið út.

En endilega haltu áfram að misbjóða skynsemi fólks með þessum hætti. Það dæmir sig sjálft.

Sættu þig við það. Púðrið þitt er búið.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 23:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einar, það yrði áfram opið fyrir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili þott umsóknin verði dregin til baka. Geturðu ekki fyrir nokkurn mun skilið þetta? Ef ákveðið verður að sækja um inngöngu að bandalaginu þá verður það gert í samráði við þjóðina. Það er mergurinn málsins. Ætlunin er að láta kjósa um það hvort við sækjum um eða ekki.

Það er eitthvað verulega bogið við rökhyggju þína.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 23:09

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er grein stjórnarsáttmálans um málið:

"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu".

Taktu eftur orðunum "ekki" og "Nema" í sömu setningu.

Er þetta loforð um að halda áfram viðræðum?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 23:13

6 Smámynd: Einar Karl

Jón Steinar Ragnarsson:

Af hverju heldur ÞÚ að José Manuel Barroso hafi sagt að það yrði haldin þjóðaratkvæaðgreiðsla ***Á ÞESSU KJÖRTÍMABILI *** ??

Heldurðu að hann hafi bara fundið uppá þessu sjálfur?? Svaraðu mér gjarnan. En ekki með einhverju bulli.

Það er ekki rétt hjá þér að það hafi bara verið "lofað" þjóðaratkvæði "ef að áframhaldi kemur". Það er búið að margspila loforð margra núverandi ráðherra. Það kom skýrt fram fyrir og eftir kosningar að það yrði haldin þjóaratkvæðagreiðsla. Ekki einhverntímann á næsta eða þarnæsta kjörtímabili, enda getur nýkjörin ríkisstjórn engu lofað hvða gerist eftir 5 eða 10 ár.

Áttu ekki sjónvarp? Hefurðu ekkert fylgst með fréttum síðustu viku?

Viltu svo gjöra svo vel að vera málefnalegur ef þú ætlar að kommentera hér áfram.

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 23:15

7 Smámynd: Einar Karl

Jón Steinar, svar við kommenti þínu frá kl. 23:13

Ég kannast við þetta orðalag stjórnarsáttmálans. Þetta er viljandi óljóst orðað, miðað við mjög skýr kosningaloforð stærri stjórnarflokksins, svo ekki síst þess vegna var forsætisráðherra spurður akkúrat um þetta á fréttamannafundinum á Laugarvatni þegar sáttmálinn var kynntur.

Hverju svaraði Sigmundur?

„Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu“

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 23:25

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er alveg hárrétt ábending hjá Einari. Liggur alveg ljóst fyrir ef menn lesa textan og kunna ensku þokkalega.

Að öðru leiti með hann Sigmund greyið, að maður er eiginlega farinn að vorkenna honum.

Maður er farinn að spyrja sig hvort hann sé bara strengjabrúða. Hvort Það séu einhver öfl á bakvið sem kippi í nokkra spotta og það sé þessvegna sem hann sigmundur greyið komi alltaf út eins og sprellikarl.

Það er alveg ótrúlegt hve pólitísk stjarna hans hefur hrapað fljóta. Alveg á ljóshraða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2014 kl. 02:25

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://www.euractiv.com/enlargement/barroso-tells-iceland-decide-fas-news-529332

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 03:57

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einar, ég set þennan hlekk inn aftur, svo þú getir lesið hann betur. Er ekki viss um að þú hafir lesið það sama og ég.

Þarna er vitnað í Barrosso en ekki Sigmund Davíð, barrosso er hinsvegar að vísa í þau heit sem Össur gaf þegar hann gerði hlé á viðræðum í apríl. Nú verðuru að hafa tímalínuna rétta.

Gunnar Bragi fór svo í Júní og sleit viðræðunum formlega.

Þú ert því að heimfæra loforð upp á Sigmund, sem Össur gerði.

Ertu ,eð þetta á hreinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 04:37

11 Smámynd: Einar Karl

Jón Steinar,

nú ertu kominn í bullið. Eins og svo oft áður. Vinsamlega bentu á HEIMILD fyrir þessari fullyrðingu þinni að Össur hafi einhverntímann lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um FRAMHALD viðræðna.

Ertu að meina að Össur eigi að hafa sagt Barroso á síðasta kjörtímabili að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla á þessu kjörtímabili?

Stefna Össurar var sú að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tilbúinn samning. Það var stefna núverandi stjórnarflokka í síðustu kosningum að kjósa um áframhaldandi viðræður.

Sigmundur Davíð og Barroso héldu saman blaðamannafund, eftir fund þeirra beggja, og báðir töluðu á blaðamannafundinum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Barroso tók fram að hún yrði á kjörtímabilinu. Sigmundur stóð á meðan við hlið hans og brosti og mótmælti að sjálfsögðu ekki því sem hann hafði sagt Barroso klukkutíma áður.

Einar Karl, 6.3.2014 kl. 07:20

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Var lofað ólöglegri þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi, um aðild allra Íslendinga að ESB? Hver lofaði því í upphafi? Og hver ætlar að keyra slíkt loforð áfram án löglegs umboðs allra Íslandsbúa?

Hvers konar kröfur gerir yfirstjórn ESB eiginlega til ríkisstjórna annarra ríkja? Ætlar USA/ESB-Seðlabankamafían: G-8-hringborðsklúbburinn, að eigna sér ríki, án löglegs umboðs frá kjósendum viðkomandi ríkja?

G-8-heimsveldis-mafían!

"G-8", er nýjasta fyrirkomulag hrigborðsglæponanna bankaráns-heimsveldis-valdasjúku!

Frímúraramafía Páfaveldis vestræna heimsins finnur sér alltaf nýtt blekkingar-Páfaveldis-nafn, með hverju heimsbankaráni! (þau verðbréfa-bankarán eru kölluð fjármálakrppur, á "siðmenntuðu tungumáli")! Eða þannig!

"G-8", er ó-réttlætanleg, fornaldar-villimannsleg, vestræn, og ó-siðmenntuð banka-heimsstjórn!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.3.2014 kl. 15:51

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsóknarmenn - þeir eru eins og þeir eru.

Það er ekki nokkurleið að átta sig á hvað stefnu eða hugmyndafræði framsóknarmenn nútímans hafa. Það er ekkert skrítið að fræðimenn hafa bennt á að þeir gæla við hugmyndafræði sem má ekki nefna.

Gamli framsóknarflokkurinn var allt öðruvísi og óþarfi að rekja hér. En sá flokkur missti hugmyndafræðilega undirstöðu. Það sem kom í staðinn virðist vera óskapnaðar hörmung.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2014 kl. 16:18

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Er samstaða milli allra annarra flokka, heldur en Framsóknarflokks? Ekki veit ég hvernig svika-baktjalda-samtrygging flokkanna er í raun, og þess vegna spyr ég.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.3.2014 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband