Fréttablaðið hljóp 1. apríl

Þessi frétt tók heila fjóra dálka í Fréttablaðinu í gær, 2. apríl:

Screen shot 2014-04-03 at 11.13.13 PM 

Eitthvað fannst mér þetta skrýtin frétt, svo ég prófaði að gúggla og finna eitthvað meira um þetta í dönskum miðlum. Og fréttina fann ég, í 'Kristeligt Dagblad'. Nema hvað, fréttin sem hafði birst deginum áður, 1. apríl, hafði verið merkt þann 2. apríl sem "Aprilsnar" - aprílgabb. Svo það lítur út fyrir að Fréttablaðið hafið hlaupið 1. apríl, og látið gabbast. Ætti að kenna blaðamönnum að tvítékka vafasamar fréttir sem þeir finna á netinu.

Hér fyrir neðan er texti fréttarinnar, sem líka má enn lesa í þessum skrifuðum orðum á vef visir.is án þess að blaðið hafi birt leiðréttingu. Menn geta svo haft skiptar skoðanir á þessum "húmor", að búa til gabbfrétt um heimtufrekju austur-Evrópubúa sem lifa sníkjulífi á heiðvirðum Dönum og þjóðkirkju þeirra, allt í boði Evrópusambandsins. Þetta er kannski einhver útgáfa af kristilegum húmor í boði Kristilega dagblaðsins danska.

 

Danskir prestar í vinnuferðir til A-Evrópu
 Evrópusambandsborgarar eiga rétt á þjónustu dönsku þjóðkirkjunnar í heimalandi sínu hafi þeir starfað í Danmörku í einn mánuð eða lengur.

Evrópusambandsborgarar eiga rétt á þjónustu dönsku þjóðkirkjunnar í heimalandi sínu hafi þeir starfað í Danmörku í einn mánuð eða lengur. Danskir prestar eru þess vegna á faraldsfæti, að því er segir á fréttavef Kristilega dagblaðsins í Danmörku.

Þar kemur fram að það séu einkum Austur-Evrópubúar sem biðja um þessa þjónustu en hana fá þeir sér að kostnaðarlausu. Þjónustan felur í sér skírn, hjónavígslu og útför í heimalandinu. 

Haft er eftir formanni danska kirkjuráðsins, Anders Gadegaard, að prestum sem reglulega pakka niður í ferðatösku og halda til Austur-Evrópu fjölgi stöðugt. Hann bendir þó á að mikill hluti "nýja evrópska safnaðarins" tali ekki ensku þannig að innan tíðar verði nauðsynlegt að ráða farandpresta með sérþekkingu á slavneskum málum. 

Morten Messerschmidt, fulltrúi Danska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu, segir þessa þróun hroðalega. Enn einu sinni komi í ljós slæmar afleiðingar stækkunar Evrópusambandsins til austurs og regluverks sambandsins.Hann segir það ekki eðlilegt að Danir hafi yfirvald yfir kirkjum sínum. Hann tekur það fram að Evrópusambandið sé orðið alltof valdamikið og hvetur Dani til þess að krefjast þess að fá erlenda presta til Danmerkur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband