Til hvers er biskupinn að vísa??

„Átök um trúarbrögð eru í fréttum og allskyns bókstafstrú og trúarofstæki sækja á að maður tali nú ekki um ofstækisfullt guðleysi. ...þegar leitast er við að þvinga hið trúarlega undir yfirborðið og þagga niður, eins og mjög er iðkað á Vesturlöndum, líka hér á Íslandi, þá fer ýmiskonar ofstæki að bæra á sér á ólíklegustu stöðum undir lítt geðþekkum formerkjum,“

 Hvað nákvæmlega er biskupinn að meina??

Ég kannast við fréttir héðan og þaðan utan úr heimi um blóðug átök milli ólíkra trúarhópa, um ofstækisfulla múslima sem hótuðu skopmyndateiknurum og um klikkaða fúndamentalista í Flórida sem brenndu Kóraninn. En ég bara man ekki eftir neinum fréttum um „ofstækisfullt guðleysi“.

Og hvað á Karl við, þegar hann talar um að verið sé að „þvinga hið trúarlega undir yfirborðið“ á Vesturlöndum? Er einhvers staðar á Vesturlöndum ekki fullt trúfrelsi?? Má fólk ekki byggja og sækja kirkjur, moskur og önnur bænahús eins og það lystir?

Ég skil ekkert hvað Karl er að fara. Getur einhver útskýrt það??

== o == o == o == 

unholy_trinity3

Myndin fengin að láni héðan

 

 


mbl.is Guðleysið líka ofstækisfullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki ég því miður, en ef við værum að tala um trúarkreddur og ofstæki í trú þá félli séra Karl að mínu mati undir þann hann. Og ýmsu stungið undir stól í nafni trúarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2014 kl. 10:56

2 Smámynd: Einar Karl

Það eru svo fáir orðið sem lesa pappírs-Moggann að staðaldri að ég veit ekki hvar ég kæmist í að lesa þetta viðtal við Kalla í heild sinni. :)

Einar Karl, 21.4.2014 kl. 12:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég get heldur ekki ráðlagt þér, því ég hef nákvæmlega engan áhuga á að lesa svona viðtöl. Ætli maður verði líka að borga fyrir að lesa gömul viðtöl?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2014 kl. 13:36

4 identicon

ja. ofsóknir gegn vímuefna neytendum er ekki kristið dæmi. kannski er hann að tala um það?

Eina aðra ofstækið sem ég man eftir er ofsóknir á samkynhneigða og það er svo sannarlega kristið.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 03:32

5 identicon

Svo erum við dugleg að ofsækja flóttamenn, það er svosem ekki kristið. :)

Heldur leyfar af stefnu nasista. :)

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband