Djúpivogur, Húsavík, Þingeyri - forræði yfir auðlind?

Ein helstu rök ESB-andstæðinga eru þau að ef við göngum í ESB missum við sjálfsákvörðunarrétt, verðum ósjálfstæð. Allra hættulegast er að við missum forræði yfir auðlindum okkar, sem ESB ásælist, að sögn andstæðinganna.

Ég get vissulega skilið að það væri vont fyrir lítið íslenskt sveitarfélag ef eitthvert stórt útlenskt fyrirtæki kæmi og keypti allan kvóta byggðarlagsins og hyrfi svo á brott, svo störf legðust niður. Er það þetta sem andstæðingar ESB aðildar óttast?

En hverju breytir það fyrir íbúa á DjúpavogiHúsavík og Þingeyri hvort sá sem hirðir kvótann og leggur niður störf í plássinu sé útlenskur eða alíslenskur? 

Hefur fólkið sem starfar í þessum byggðalögum forræði yfir sinni auðlind?  Okkar auðlind? 



mbl.is „Við erum ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslensk stjórnvöld geta breitt fiskveiðistjórnuninni með einu pennastriki ef vilji er til og hætt við kvótastjórnun og gefið veiðar frjálsar eða notað sóknakerfi.   Svoleiðis breytingar kæmu seint frá Brussel hef ég trú á.

Kvótinn er ekki lögmál, sem ekki er hægt að afnema eða breyta, Munum að kvótinn hefur bara verið til eins árs í senn, Ef ekki væri gefinn út kvóti fyrir 1 sept, yrðu veiðar frjálsar og óheftar.

Hallgrímur Gíslason (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 17:50

2 Smámynd: Einar Karl

Þú trúir því ekki að Brussel myndi breyta kvótakerfinu, en telurðu líklegra að Alþingi geri það??

EF eitthvað þá hefur nú fiskveiðistjórnunin í Brussel verið talin taka mun meira tillit til byggða- og félagslegra sjónarmiða, en íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.

Einar Karl, 22.5.2014 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband