Allt í plati hjá Sveinbjörgu!

Þeir sem kusu framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningum af andstöðu við múslima á Íslandi veðjuðu á rangan hest. Þetta sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag.

Sveinbjörg sagði að ummæli sín í aðdraganda kosninganna um lóðaaúthlutun til byggingar mosku væru ekki í samræmi við stefnu flokksins, og að þau hafi verið óábyrg og sögð í hálfkæringi. Hún hafi ekki verið að sækjast eftir atkvæðu hatrammra andstæðinga Íslam, og þeir sem kunni að hafa kosið flokkinn á þeim forsendum hafi veðjað á rangan hest.

Þá liggur það fyrir. Mosku- og íslamandstæðingar sem farið hafa hamförum á moggabloggi voru plataðir.  En alla vega fékk Framsókn tvo fulltrúa í borgarstjórn.

(Tekið af vef RÚV.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sveinbjörg er þessi dæmigerði Moggabloggari og hún ætti að byrja að blogga hérna. Bara afþví að hún bjó í Saudi Arabíu, og það vill svo til það væri jafn fáránlegt að hafa kirkjur þar og mosku í Vatikaninu, heldur hún að það séu örugglega engar kirkjur í nágrannalöndunum heldur. Hún ofmat sig, heldur hún sé betur menntuð en hún er og viti meira en hún veit, afþví hún alhæfir út frá þeim upplýsingum sem hún hefur og síðan lætur hún tilfinningarnar stjórna orðum sínum. Moggabloggarinn er bara venjulegur Íslendingur, í ýktri útgáfu sinni. Ennþá hrokafyllri, ennþá vissari í sinni sök, ennþá meira fyrir að hafa sig yfir aðra. Á Moggablogginu segja tugir manns mikið fráleitari hluti en Sveinbjörg, mikið vissari í sinni sök, af mikið meiri hroka og yfirlæti.

Dagur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 17:05

2 identicon

Reyndar er þarna einn munur á. Ólíkt Sveinbjörgu er eiginlega enginn sem leiðréttir þá. Ástæðurnar eru tvær. 1) Að einhver þarna úti veit betur, en leyfir misskilningi og lygum að þrífast afþví þær þjóna ekki hans eigin heimskulega sjálfhverfa litla eiginhagsmunamálstaðs og sérlunduðum þörfum hans litla egós og það er ekki í samræmi við hans eigin tilfinningalíf og geðflækjur, viðhorf og skoðanir að koma til varnar þegar logið er upp á náungann og þess vegna lætur hann það ógert. 2) Að hryllilega lágt menntunarstig Íslendinga veldur því að það er bara enginn þarna úti sem veit betur og auðtrúa eðli þeirra veldur því að enginn leitar sér að sönnum og réttum upplýsingum eftir viðurkenndum og eðlilegum leiðum.

Dagur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 17:09

3 identicon

Sæll.

Eru þetta góðar fréttir frá þínum bæjardyrum séð?

Ég er hins vegar forvitinn um það hver þín afstaða er til eftirfarandi spurninga:

1) Telur þú fjölkvæni vera í lagi?

2) Telur þú það vera í lagi að fullorðnir menn giftist barnungum stúlkum, stúlkum sem ekki eru farnar að hafa á klæðum? Veist þú um einhver trúarbrögð sem gefa grænt ljós á slíkt?

3) Telur þú jafnrétti kynjanna vera mikilvægt?

4) Telur þú málfrelsi vera mikilvægt?

5) Telur þú að við eigum að taka upp dauðarefsingu við samkynhneigð eða gera hana refsiverða?

6) Telur þú það vera í lagi ef ein trúarbrögð hvetja til ofbeldis gagnvart þeim sem aðhyllast önnur trúarbrögð?

7) Telur þú það vera eðlilegt að veita einstaklingum það frelsi að aðhyllast hvaða trúarbrögð sem er og/eða ganga af trú sinni? Er trúfrelsi mikilvægt?

8) Veist þú um einhverja einstaklinga sem hafa verið drepnir fyrir það eitt að gagnrýna einhver trúarbrögð? Veist þú um einhverja sem þurfa að lifa í stöðugum ótta um líf sitt því þeir gerðust fráhverfir trú sinni?

Helgi (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 17:13

4 identicon

Ég er fylgjandi mosku, en þar fyrir utan tel ég það sjálfsagt og eðlilegt að setja hér stífari löggjöf um ýmsa hluti í takt við flóknara samfélag, alveg eins og við erum að færa út regluverkið í takt við flóknara umhverfi og ýmsa umhverfisvá sem var ekki til staðar áður. Breyttir tímar kalla á breytta löggjöf og breytt eftirlit. Vestræn menning, það góða sem henni tilheyrir eins og einstaklings frelsi og virðing fyrir manninum, gæti liðið undir lok, afþví það eru of margir sem meta hærra eigið tilfinningalíf og geðflækjur og þarfir egós síns og ímyndar heldur en verðmæti eigin menningar. Þess konar menn myndu til dæmis aldrei koma kristnum söfnuði til varnar, afþví þeim er illa við Kristindóm, en þeir myndu koma múslimum til varnar, ekki vegna ástar á vestrænum grunngildum, heldur vegna þess að þeir líta á þá sem bræður sína í baráttunni gegn Kristindómi. Og meðan þannig fólk veður uppi verður ekki hægt að standa vörð um grunngildi eins og trúfrelsi, sem þó má aldrei vera á kostnað frelsis einstaklingsins, og fjölmenningu, sem þó má aldrei vera á kostnað grunngilda hinnar sameiginlegu menningar. Þetta fólk er ekki síður hættulegt en til dæmis nýnazistar, og í reynd eru þessir tveir hópar bara samverkamenn í öfgum, tvær hliðar á sama pening, og hvorugur þessara hópa á heima á Vesturlöndum. Sjálfur aðhyllist ég Austræn trúarbrögð, en ég aðhyllist enn meira grunngildi vestrænnar menningar og ég er á móti hvers kyns hræsni og tvískinnungi sem ógnar þeim.

Dagur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 17:21

5 identicon

Hvernig þekkja á úr öfgamenn með grunnt tilfinningalíf sem eru að berjast fyrir eigið egó, en ekki Vestræna menningu:

Þessi manngerð veigrar sér ekki við að tala illa um fólk eins og Votta Jehóva, eða alla vega tala niður til þeirra eða minnast sérstaklega á óbeit í þeirra garð, og í allri þeirri umræðu mun hún tala mikið um blóðgjöf, en aldrei minnast á að Vottar Jehóva eru löghlýðnastir allra þegna landsins og að þúsundir þeirra sitja í fangelsi afþví Vottar eru alveg á móti stríðum. Sama regla fylgir allri hennar umræðu um alla kristna og jaðarkristna minnihlutahópa. Aftur á móti mun hún verja múslimana, aldrei tala um óæskilega hluti í þeirra sið, en gjarnan um þá góðu. Þessi manngerð er ekki trúuð, en glímir þó við einhvers konar geðflækjur tengdar trú, sem hún lætur stjórna orðum sínum og gjörðum í stað réttlætiskenndar og sönnum málstað raunverulegs umburðarlyndis, sem er alltaf og ævinlega jafnt umburðarlyndi í garð allra.

Skoðanabræður þeirra í að eigið egóflipp eigi að ríkja fyrir hagsmunum almennings og velferð eru til að mynda nýnazistar og öfgasinnaðir og ofbeldissinaðir trúmenn af öllum trúarbrögðum, sem og allir aðrir sem ekki virða meðborgara sína og frelsi þeirra í raun og veru og eiga því ekki andlegt heimili á Vesturlöndum.

Dagur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 17:28

6 Smámynd: Einar Karl

Dagur,

þetta eru óttalegar langlokur hjá þér. Halfgerður tröllaskapur. Ég skil ekki vel hvert þú ert að fara. Ertu að segja að ég sé öfgamaður "með grunnt tilfinningalíf"?

Einar Karl, 18.6.2014 kl. 20:03

7 Smámynd: Einar Karl

Helgi,

ertu að beina orðum þínum til mín? JÁ. Ég tel trúfrelsi mikilvægt. Sem og skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Og trú á ekki að vera hafin yfir gagnrýni. Bábiljur og fordómar þrífast gjarnan í skjóli trúar. Gegn slíku ekki bara má heldur á að berjast gegn. En EKKI með því að jaðarsetja múslima á Íslandi og meina þeim að byggja sér húsnæði.

Einar Karl, 18.6.2014 kl. 20:07

8 identicon

Orðum mínum var ekki beint til þín. Ég þekki einfaldlega mjög marga sem falla undir þessa lýsingu og þeir eru næstum allir Íslendingar. Ég þekki til að mynda ekki einn einasta Íslending sem nokkurn tímann segir neitt nema slæmt um Votta Jehóva. Afhverju ættu þeir að vera mikið verri en múslimar? Einhver yfirborðsleg tíska og and-Kristni hlýtur að ráða því frekar en allsherjar náungakærleikur og stórar hugsjónir.

Dagur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 21:28

9 identicon

Mér þykir leiðinlegt ef þú tekur orð mín til þín, þegar umræðan er Sveinbjörg og hvernig hún er bara dæmigerð fyrir ástandið í samfélaginu almennt og skort alls almennings hér á umburðarlyndi. "Sveinbjörg" er víða og andstæðingar hennar eru ekkert minni "Sveinbjörg" en hún. Pólítískur rétttrúnaður er til á Íslandi, en alvöru, raunverulegt umburðarlyndi er varla til hér á landi. Nálægðin er of mikil og þörfin fyrir að vera eins of sterk og tískustraumar ráða því jafnvel yfir skoðunum fólks, alla vega þeim sem þeir láta frá sér á prenti. Alvöru umburðarlyndi nær til allra manna, ekki bara einhverra ákveðinna hópa sem eru duglegri en aðrir að krefjast þess, heldur ekki síst til þeirra sem engin ástæða er til, tíska né annað, að sýna nokkuð umburðarlyndi. Þú þekkir í sundur fals frá raunveruleika með því að skoða hvort viðkomandi persóna sýni öllum umburðarlyndi, eða bara sumum, og hvort umburðarlyndi hans fari eftir pólítískum veðri og vindum, eða sé stöðugt og óhagganlegt í fari hans. Umburðarlyndir Íslendingar eru varla til, en menn sammælast á milli um að hlífa ákveðnum hópum og draga þá bara aðra enn meira niður í svaðið en venjulega.

Dagur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 21:43

10 identicon

Listinn yrði langur ef maður ætti að nafngreina alla, en Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, sem nafni minn gefur starf skammlaust á sama tíma og hann þykist fordæma Sveinbjörgu og sniðgengur hana sagði Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi að "fokka sér" og bölsóttaðist út í að þeim væri veitt leyfi til að reisa sinn söfnuð. Hver er munurinn á þessari konu og Sveinbjörgu? Nákvæmlega enginn. Sérð þú einhvern mun þarna á? Ég þekki fáa sem viðra fordóma í garð múslima eða fólks af öðrum litarhætti, en fordómar í garð Slava, svo sem Pólverja, Litháa og Rússa, þykja mörgum í góðu lagi og er eitthvað sem maður heyrir manninn á götunni reglulega fara með. Þannig að kannski er málið að það fá bara þeir að vinna hjá borgarstjórn sem aðhyllast tískufordóma, en ekki hinir sem aðhyllast fordóma sem eru ekki "in", þó þeir segi nákvæmlega sömu hluti, bara í enn ljótari orðum, og tilgreini sömu ástæður . Múslimar ætla heldur ekki að gifta samkynhneigða og hafa tekið það fram og enginn vafi liggur á þessu. En afhverju beindist reiði Kristínar ekki að þeim? Mögulegar ástæður eru að það er ekki í tísku að hafa fordóma gegn múslimum, ólíkt Slövum, nema ástæðan sé ennþá ómerkilegri eins og ótti í garð múslima sem valdi þessari gerfi-virðingu? Staðreyndin er samt sú að fólk báðum megin við strikið í borgarstjórn er skipað samskonar óhæfu fólki sem kæmist aldrei í framboð hjá siðaðri menningarþjóð eða neinum virðulegum stjórnmálaflokki.

Dagur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 21:51

11 Smámynd: Einar Karl

Dagur,

skil ég þig sem sé rétt að næstum því allir Íslendingar falli undir skilgreininguna "öfgafólk með grunnt tilfinningalíf"? Nema þú væntanlega :-)

Umburðarlyndi er vandmeðfarið hugtak. Hvað þýðir það? Að "umbera" skoðanir er ekki það sama og viðurkenna þær.

Bókstafstrúað fólk, hvort sem það er múslimar, Vottar Jéhóva, Hvítasunnufólk eða annars konar, er með ýmsar óheilbrigðar og varasamar skoðanir.

En fólk getur eflaust sótt eitthvað andlega uppbyggilegt í trúarlega heimspeki og trúarlegt samfélag. Og á því hefur fólk fullan rétt.

En það má GAGNRÝNA trúarskoðanir fólks, og vitlausar skoðanir eru alveg jafn vitlausar hvort sem þær eru grundvallaðar á trúarkenningum eða bara einverri vitleysu. Vitleysa, fórdómar og bull er ekkert "stikkfrí" bara af því það beri einhvern trúarlegan stimpil.

Að mínu mati var það EÐLILEGT af Kristínu Soffíu að gagnrýna Rétttrúnaðarkirkjuna, þó svo orðaval hennar hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum pempíum. En að vera sífellt ða bera þetta saman, orð hennar og orð Sveinbjargar finnst mér heimskulegt og órökrétt.

Einar Karl, 18.6.2014 kl. 23:24

12 identicon

Sæll.

Já, ég tel Íslendinga, miðað við aðrar þjóðir sem ég þekki, vera öfgasinnaða, og öfgar eru í sjálfu sér til marks um grunnt tilfinningalíf. Þetta fólk getur elskað og hatað eins og aðrir, en það er ekki fært um að skilja ást á hugsjónum eða ást á æðri gildum. Til þess skortir það fágun og menntun og þess vegna yfirgefur það þau svo fljótt.

Hvað er heimskulegt og órökrétt við að bera saman þessar tvær öfgakonur?

Þær fóru fram á það sama: Að ekki ætti að leyfa minnihlutahóp, sem annar er eingöngu skipaður útlendingum og hinn að mestu leyti, að byggja sér tilbeiðsluhús.

Þær töluðu báðar um að þessir hópar hafi annað gildismat en við sem ástæðu fyrir því.

Önnur notaði orðin "fokka sér" (og hefði bara af þeim sökum aldrei fengið sæti í neinum almennilegum stjórnmálaflokki siðaðra menningarþjóða), hin reyndi að vera kurteis, en innrætið er augljóslega það sama. Í mínum hugum eru þær tvíburar og í sama liði: gegn umburðarlyndi og með kúgun meirihlutans á minnihlutanum. Þær hafa nú báðar beðist afsökunar. Ég tek slíka afsökunarbeiðni ekki til greina. Ég hef starfað fyrir alvöru stjórnmálaflokk og veit að þar hefði það ekki verið gert heldur. Íslenskir flokkar ættu að læra af erlendum stjórnmálaflokkum sem eru eldri og reyndari en þeir og kunna betur almennileg vinnubrögð. Hér viðhafa menn hegðun og orðalag og hafa í frammi skoðanir sem þú finnur bara hjá hjólhýsahyski svonefndu í öðrum löndum, sem hefur meiri afsökun fyrir sinni hegðun og framkomu en fólk sem hefur ekkert nema andlega innræktun og heigulshátt sér til málsbóta.

Dagur (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 00:06

13 identicon

Kúgun á einum hóp eða hótanir um kúgun bæta ekki málstað annars. Það gerir ekki lífið betra fyrir samkynhneigða að hér sé mismunað gegn Rétttrúnaðarkirkjunni og múslimum fyrir að hafa sömu skoðun á samkynhneigð og kaþólikkar, sem enginn hótar (og ástæðan er eingöngu vegna þess of margir íslenskir, bláeygir, ljóshærðir góðborgarar sem eiga peninga eru kaþólikkar). Það gerir landið bara ógeðslegra og fólki sem velur sér svona fólk í sína flokka eða veitir þeim ábyrgðarstöður á ekki að treysta. Svona hegða sér ekki nema svonefnt "lágstéttarhyski" í öðrum löndum. Nú búum við hér við fjárhagslegan jöfnuð umfram aðrar þjóðir en hér er nóg af fólki sem þrátt fyrir ágætis almenna menntun tilheyrir menningarlega séð raunverulegri lágstétt. Ef við ætlum að vera þjóð meðal þjóða verðum við að hætta að umbera slíka hegðun.

Dagur (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 00:15

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Augljóslega tröllskapur. Framsóknarmenn í damage kotról.

Það þýðir bara ekkert. Skaðinn er orðinn og framsóknarmenn sitja nú uppi með skömm sína.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2014 kl. 00:23

15 identicon

Hvernig er Rússneska rétttrúnaðarkirkjan verri eða á meira hatur skilið heldur en íslenskir múslimar sem segir í þessu viðtali í gær við Ísland í Dag sem segir að samkynhneigður maður megi ekki vera múslimi, eðlilegt sé að aðskilja þjófa við hluta af líkama þeirra, sem hann hefur sem sagt meint eftir allt saman. Salmann Tamini er Iman, prestur múslima. Orð hans eru ekkert betri og fegurri en Rétttrúnaðarkirkjunnar, en múslimar eru stikkfríir í augum flestra en rétttrúnaðarkirkjumenn nánast réttdræpir eingöngu út af ríkjandi tískustraumum. Og að sama skapi mega Samfylkingarkonur segja hvað sem er, en segi Framsóknarkona sömu orð er hún orðin réttdræp. Ég hef aldrei kosið hvorugan þennan flokk og mun aldrei gera það, en ég aðhyllist ekki slíkt óréttlæti, heldur skal einn dómur ganga yfir alla. Mín vegna má líka Vísindakirkjan byggja sér miðstöð á Lækjartorgi. Ég aðhyllist algjört trúfrelsi allra sem hluta af almennu skoðana- og tjáningarfrelsi. Og ég er tilbúinn að koma öllum til varnar í því skyni, ekki bara sumum, afþví það þyki smart í dag. Í mínum huga bera einstaklingar, eins og Salmann, prestar Rétttrúnaðarkirkjunnar, Sveinbjörg og Kristín Soffía bera ábyrgð á sínum eigin orðum. Ég mæli samt með því að stjórnmálaflokkar setji svona fólk ekki á lista sína, heldur leiti að einstaklingum sem hafa í heiðri grunngildi Vestrænnar menningar og eru tilbúnir að fórna sérhagsmunum sínum fyrir þau og láta stjórnast af hugsjónum en ekki tilfinningum. Annars fá þeir ekki mitt atkvæði. Trúmál álít ég aftur á móti einkamál og ekki eitthvað sem vantrúaðir eigi að skipta sér af og skipti mér ekki afþví hvern múslimar á Íslandi skipa sér sem Iman. Þetta er lítið trúfélag og ekki mikið mannval í boði. Vinnandi fólk með fjölskyldur hefur líklega engan tíma fyrir prestsskap.

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC76DD228A-0605-4B46-8D47-4404E221A45B

Dagur (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 03:16

16 identicon

Þetta átti víst að vera: Hvernig er Rússneska rétttrúnaðarkirkjan verri eða á meira hatur skilið heldur en íslenskir múslimar þegar prestar þeirra EINS OG SALMANN TAMINI sem segir í þessu viðtali í gær við Ísland í Dag...

Það sem ég vildi sagt hafa er að Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan sem slík hefur ekki kallað yfir sig réttmætt hatur, ranglega kallað "gagnrýni" sem birtist í hótunum um að meina þeim um að byggja sitt tilbeiðslu út út af þeirra prestum, frekar en íslenskir múslimar út af sínum Imönum. Viðhorfin sem þessir prestar eru að tjá eru ÞAU SÖMU og þetta eru sömu viðhorf og kaþólska kirkjan og flestar kristnar fríkirkjur aðhyllast. Þýðir það að við eigum að takmarka trúfrelsi við meirihlutann sem hefur kórréttar skoðanir, eða erum við þá komnir á slóðir fasismans? Forðumst því hræsni og hættum að láta feykja okkur hingað og þangað eftir veðri og vindum og tískustraumum. Finnum okkur frekar grunnhugsjónir og höldum fast við þær. Ef Íslendingum tækist að gera bara þetta þá myndi rísa hér mikil menningarþjóð, þó smá sé, og jafnvel verða til einn eða tveir heimsklassa Íslenskir vísindamenn eða heimsspekingar. Þeir spretta ekki úr arðvegi fordóma, innrætkunar og sveitamennsku og það er engin tilviljun þessi þjóð er fyrst og fremst fræg fyrir meðalmennsku sína.

Dagur (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 03:24

17 identicon

Sæll Einar og takk fyrir svörin.

Þú segir sjálfur að trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi séu mikilvæg. Undir það tek ég. Þú segir hins vegar ekkert um jafnrétti kynjanna? Hvað með það? Skiptir það ekki máli? Hvað með samkynhneigð? Á að gera hana refsiverða?

Veistu um einhverja einstaklinga sem hafa verið drepnir fyrir að gagnrýna trúarbrögð? Veist þú um einhverja einstaklinga sem þurfa að lifa í ótta um líf sitt eftir að hafa gagnrýnt einhver trúarbrögð?

Hvert er þitt viðhorf til trúarbragða sem hvetja til ofbeldis gagnvart öðrum?

Ég er ánægður að heyra að þú telur engin trúarbrögð hafin yfir gagnrýni. Má að þínu mati setja öll trúarbrögð undir sama hatt?

Helgi (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 03:47

18 Smámynd: Mofi

Þið hérna sem styðjið Íslam, er ykkur alveg sama um afstöðu tugi ef ekki hundruði miljónir þeirra að það á að taka af lífi þá sem yfirgefa Íslam?

Mofi, 19.6.2014 kl. 08:25

19 Smámynd: Einar Karl

Mofi:

Ég "styð" ekki íslam. Ég styð trúfrelsi.

Þá íslamista sem beita eða boða ofbeldi í nafni trúar á hiklaust að fordæma og það geri ég.

Einar Karl, 19.6.2014 kl. 09:10

20 Smámynd: Einar Karl

Helgi,

síðasta svar mitt er eiginlega beint til þín líka. Trúarbrögð eru misgáfuleg, ég ætla ekki að halda því fram að þau sé öll jafn vitlaus eða falleg.

Einar Karl, 19.6.2014 kl. 09:12

21 Smámynd: Einar Karl

Dagur,

ég hvet þig eindregið til að opna þína eigin bloggsíðu. Þessi löngu komment þín kafffæra svolítið umræðunni.

Ég endurtek, mér finnst vitlaust af þér að bera svona saman orð Sveinbjargar og orð Kristínar Soffíu. Rökstuðningur þinn heldur ekki vatni.

Kristín Soffía var ekki að "hóta" Rétttrúnaðarkirkjunni, hvað þá að hún væri að beita sér gegn þeim í kosningabaráttu til að fá atkvæði frá fordómafullum anstæðingum Rétttrúnaðarkirkjunnar.

Ég heyrði ekki viðtalið við Salman Tamimi sem þú vitnar til. Þessi bloggpistill er ekki um það viðtal. En hafi hann verið að segja einhverja vitleysu er sjálfsagt að gagnrýna hann fyrir það.

Einar Karl, 19.6.2014 kl. 09:17

22 identicon

Sæll aftur Einar.

Ég sá á síðu Valdimars Jóh að þú varst að efast um fullyrðingar hans um að Múhameð hefði gifst 6 ára barni og samrekkjað því 9 ára. Þú spurðir hann hvort hann hefði verið á staðnum? Voðalega sniðugt hjá þér :-) Þó þú hafir kannski ekki verið til staðar þegar geimferjunni var fyrst skotið á loft er ekki þar með sagt að henni hafi ekki verið skotið á loft, eða hvað?

Valdimar þurfti ekki að vera á staðnum því við höfum eftirtaldar heimildir: Bukhari 5:234, Bukhari 7:65, Muslim 2:3309 og Adu Dawud 2:2116. Kóraninn gerir sömuleiðis ráð fyrir því að hægt sé að skilja við stúlku sem ekki er farin að hafa á klæðum. Þurfa menn ekki að giftast fyrst svo þeir geti skilið?

Af hverju ætti íslenska útgáfan af íslam að vera öðru vísi en t.d. sú sem stunduð er í ýmsum múslimskum ríkjum? Vinstri menn ættu líka að kynna sér ýmis ummæli formanns félags múslima á Íslandi. Hefur þú heyrt sumt af því sem sá ágæti maður hefur sagt?

Varðandi Kristínu Soffíu er það að segja að hún er í besta falli einföld sál. Hún sagði að rússneska rétttrúanaðarkirkjan mætti fokka sér en síðan segir hún að Íslendingar eigi að sýna múslimum stuðning í verki með því að hætta að borða svínakjöt. Það er augljóst undir hverja hún er höll. Veist þú hvers kyns vanda skoðanasystkini hennar (og kannski þín líka) hafa búið til í Evrópu? Eru múslimar í Evrópu kannski ekkert vandamál?

Ef þú styður trúfrelsi, tjáningarfrelsi og jafnrétti getur þú ekki á sama tíma stutt íslam eða varið. Þeir sem segjast styðja fyrrgreint en verja íslam eru komnir í mótsögn við sjálfa sig. Ég veit að þú munt hafna þessu en slík höfnun sýnir ákaflega vel hve illa þú ert að þér um íslam. Íslam er ekki bara trú - það er lykilatriði.  

Ég sé ekkert athugavert við að menn séu trúleysingjar eða jafnvel á móti trúarbrögðum en ef ætla að vera málefnalegir og sjálfum sér samkvæmir verða menn að kynna sér málin aðeins. Mjög margir hér sleppa því alveg og vita ekkert í sinn haus þegar að íslam kemur. Þú þar á meðal :-(

Helgi (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 11:54

23 Smámynd: Einar Karl

Æi Helgi, vilt þú ekki bara "fokka þér"?

Kemur hér og segir að ég viti ekkert í minn haus.

Þú ætlaðir kannski að kommentera á annan pistil, alla vega ættir þú að lesa betur fyrst og kommentera svo - ég hef aldrei sagt að ég STYÐJI ÍSLAM. Þvert á móti segi ég í kommenti í morgun kl. 9:10

Ég "styð" ekki íslam.

Einar Karl, 19.6.2014 kl. 13:08

24 Smámynd: Mofi

Einar Karl
Þá íslamista sem beita eða boða ofbeldi í nafni trúar á hiklaust að fordæma og það geri ég.

Gaman að heyra.  Þannig að sú staðreynd að t.d. 64% múslíma í Egyptalandi og Pakistan aðhyllast að drepa þá sem yfirgefa trúana er eitthvað sem þú fordæmir?

http://www.washingtonpost.com/blogs/worldviews/wp/2013/05/01/64-percent-of-muslims-in-egypt-and-pakistan-support-the-death-penalty-for-leaving-islam/  

Áhugavert að 37% ungra múslíma í Englandi styðja að myrða þá sem yfirgefa trúna, sjá: http://www.policyexchange.org.uk/publications/category/item/living-apart-together-british-muslims-and-the-paradox-of-multiculturalism

Mofi, 19.6.2014 kl. 14:13

25 Smámynd: Einar Karl

Mofi:

JÁ.

Algjörlega.

Einar Karl, 19.6.2014 kl. 15:05

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er reyndar lægr í Pakist og Egpt.

Vegna þes einfaldlega að þessi svör byggðust á þeim sem studdu að sharia yrðu lög landsins.

Það sem könnunin í raun sýnir er að mikill breytileiki er til ýmissa atriða.

Varðandi atriði eins og leaving islam - er í raun eftirtektarvert hve sumsstaðar er nánast enginn stuðningur við dauðarefingu því viðvíkjandi.

En það eru fleiri atriði þarna dáldið stuðandi td. viðhorfið gagnvart hórdómi.

http://www.pewforum.org/files/2013/04/worlds-muslims-religion-politics-society-full-report.pdf

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2014 kl. 15:56

27 Smámynd: Einar Karl

EN -

varðandi svona forpokaleg viðhorf, þá veit ég ekki hvrot hægt sé að dæma fyrirbærið 'íslam' sem slíkt út frá þeim. Ekki frekar en við dæmum kristni út frá algengum viðhorfum trúaðra Bandaríkjamanna. Í báðum tilvikum er þetta flóknara en svo að fornaldarviðhorf sé hægt að skrifa á trúna sem slíka.

Með þessu er ég EKKI að leggja að jöfnu íhaldssöm viðhorf Ameríkana í "Bible belt" og fornaldarviðhorf íhaldssamra Pakistana. Ég er að segja að trúin/trúarlegt kennivald og trúarboðskapur er bara einn þáttur í nærsamfélaginu.

Grimm og asnaleg viðhorf á ekki að samþykkja. Við megum og eigum að berjast gegn svoleiðis viðhorfum og skoðunum. Það á ekki að umbera vondar skoðanir bara af því þær séu á einhvern hátt studdar með tilvísun í trúarrit.

En við berjumst EKKI gegn ómannúðlegum og harðneskjulegum viðhorfum með því að snúast gegn tilteknum almennum og umfangsmiklum trúarbrögðum. Slíkt kemur til að túlkast(réttilega að vissu leyti) sem árás á tiltekna menningu, og virkar öfugt, þjappar fólki frekar saman og espar upp íhaldssinna og öfgamenn.

Einar Karl, 19.6.2014 kl. 22:25

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einmitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.6.2014 kl. 00:26

29 identicon

http://avpixlat.info/2014/06/20/hel-skolklass-konsstympad/

Einar Karl, farðu inn á þennann sænska link og sjáðu ástandið hjá múslimum þar. Er þetta ekki sameiginnlegt, áskapað vandamál þjóðarinnar? Er þetta ekki það sem koma skal á Íslandi, með tímanum? Hverjir hafa skapað þetta vandamál? Jú, vinstri skammsýnir og misgáfaðir stjórnmálamenn og þínir líkar, eða hvað?

Þú segist ekki "styðja" islam, en verð stefnuna út í eitt.

Þú hefur t.d. ekki svarað einföldum spurningum Helga um þína "afstöðu" til siðleysisins innan islam.

Islam er hugmyndafræði og þeirra stefnuskrá á akkúrat ekkert sameiginlegt með vestrænu siðgæði.

kv.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 13:10

30 Smámynd: Mofi

Einar Karl, ég held að okkar afstaða er ekki svo svakalega ólík. Ég t.d. sit við hliðina á múslíma í minni vinnu og okkur kemur mjög vel saman. Svakalega fínn strákur og hann t.d. fannst mjög mikilvægt að skrifa undir undirskriftarlista þar sem var fordæmt að drepa konu sem hafði snúist til kristni.  Engin vafi í mínum huga að múslímar eru mjög mismunandi fólk með mismunandi skoðanir á öllu milli himins og jarðar. 

Fyrir mig er vandamálið Íslam eða að minnsta kosti sú útgáfa af Íslam sem vill traðka á mannréttindum, trúfrelsi og tjáningarfrelsi.   T.d. hefur talsmaður múslíma á Íslandi endurtekið oftar en einu sinni hans skoðun að það á að höggva hendurnar á þjófum. Að gefa honum land fyrir risa stóra mosku á besta stað í borginni til að predika þessar hugmyndir er eitthvað sem mér finnst ekki gáfulegt.  Eins og ég hef þó nokkuð oft sagt, ef um væri að ræða búddista, hindúa og alls konar önnur trúarbrögð þá hefði ég ekkert við það að athuga en þegar kemur að Íslam þá eru atriði sem þarf að sporna gegn.  Að vísu þá finnst meðal hindúa sá siður að brenna ekkjur lifandi þegar eigin maður þeirra deyr og ég myndi rétt vona að við myndum vera sammála um að við viljum að það sé alveg skýrt að slíkir siðir eru hræðilegir.

Mofi, 20.6.2014 kl. 13:54

31 Smámynd: Einar Karl

Mofi segir:

þegar kemur að Íslam þá eru atriði sem þarf að sporna gegn

Um þetta erum við sammála. Ég feitletraði þarna orðið 'atriði - ég tel ekki skynsamlegt eða sanngjarnt að berjast gegn slíkum atriðum með því að setja íslam í heild sinni sem trú, í skammarkrókinn. Miklu frekar að berjast gegn þessum tilteknu atriðum og öðrum bábiljum úr trúarbrögðum eða menningarkimum, sem stríða gegn mannréttindum og siðferði, og ég held að bandamenn okkar í þeirri baráttu eigi að vera múslimar sjálfir, eins og hann vinur þinn sem þú segir frá.

Einar Karl, 20.6.2014 kl. 15:39

32 Smámynd: Einar Karl

Komment Valdimars Jóhannessonar er alveg dæmigert fyrir ofstæki hans gegn íslam.

Umskurður kvenna hefur tíðkast í meira en 1000 ár FYRIR fæðingu Múhameðs spámanns, svo varla er þetta eitthvað sem á sér rætur í íslam?!

Valdimar, kynntu þér málin. Upplagt að byrja á Wikipedia:

There is no mention of FGM in the Bible or Quran. Although its origins are pre-Islamic, it became associated with Islam because of that religion's focus on female modesty and chastity, and is found only within or near Muslim communities. It is praised in several hadith (sayings attributed to Muhammad) as noble but not required, along with advice that the milder forms are kinder to women. In 2006 several leading Islamic scholars called for an end to the practice, and in 2007 the Al-Azhar Supreme Council of Islamic Research in Cairo ruled that it has no basis in Islamic law. According to Mackie, it is not practised in Mecca and Medina in Saudi Arabia, Islam's holiest cities ...

Einar Karl, 20.6.2014 kl. 15:43

33 identicon

Einar Karl, þú miskilur hrapalega.

Islam hefði átt að banna þennan umskurð fyrir löngu, ef það hefði ekki hentað trúnni! Ég hef ekki trú á að kristnir í Evrópu hefðu umborið umskurð yfir höfuð, enda þekkist ekki sá viðbjóður hér.

Ég sagði í upphafi, að islam á ekkert sameiginlegt með vestrænni siðmenningu og stend við það.

Það vita allir, sem nenna að kynna sér islam, að umskurður kvenna er bundin við ákveðna þjóðflokka og þá sérstaklega í Afríku, en það væri ágætt fyrir þig, að lesa sænsku fréttina og leggja höfuðið aðeins í bleyti. Er sænska samfélagið heilbriggt? Af hverju stunda múslimar ennþá niðurlægjandi umskurð á konum ? Hefur þá umskurðurinn fest rætur í islam?

Islam hefur alltaf byggst á ofbeldi og kúgun, einfalt.

kv.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 18:30

34 Smámynd: Mofi

Hvernig á maður að höndla Íslam þegar það kemur þannig út að Kóraninn boðar ákveðna hluti og Múhammeð sjálfur gaf fólki fordæmi um t.d. að giftast ungri stúlku. Ég á mjög erfitt með að sjá Íslam sem eitthvað annað en hugmyndafræði sem er á móti lýðræði, trúfrelsi og kvenréttindum og réttindum samkynhneigðra svo nokkuð sé nefnt.

Skilur þú mitt vandamál hérna?

Mofi, 20.6.2014 kl. 18:37

35 Smámynd: Mofi

Ein birtingarmyndin sem er mjög nálægt okkur: http://www.utvarpsaga.is/frettir/732-salmann-%C3%ADtrekar-or%C3%B0-s%C3%ADn-um-aflimun-%C3%BEj%C3%B3fa.html

Mofi, 20.6.2014 kl. 18:39

36 Smámynd: Einar Karl

Mofi,

hvernig á maður að höndla trú (t.d. kristindóm) þegar trúarrit (Biblían) boðar ákveðna hluti eins og þrælahald, dauðarefsingu fyrir ýmis konar brot, handaaflimun kvenna (ef þær grípa um hreðjar manns sem ræðst á mann sinn) og fleira?

Ert ÞÚ ekki lifandi dæmi um manneskju sem reynir að samtvinna trú grundvallaða á svona fornaldartexta, skrifaðan útfrá allt öðrum viðmiðum og í allt annars konar samfélagi, við lýðræði, trúfrelsi og kvenréttindi nútíma samfélags?

Einar Karl, 20.6.2014 kl. 21:09

37 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einar Karl, af hverju kemurðu alltaf með sömu lygarökin? Enginn, ENGINN kristinn söfnuður á Vesturlöndum fer bókstaflega eftir öllum ákvæðum Mósebókanna, heldur Nýja testamentinu í ljósi kærleika Krists. Einu öfgamennirnir sem ég veit um eru skoðanabræður Mofi, sem vilja banna svínakjöt, hafa laugardag sem hvíldardag í stað sunnudags og hvetja til neyslu meira grænmetis. Greinilega stórhættulegir menn. Maður fer bara að vera þakklátur fyrir aðventistana, skoði maður þá við hlið Salmann Tamimi og félaga sem tala berum orðum um að best væri að höggva hendur af þjófum, en bíða eftir tækifærinu þangað til þjóðfélagið verður "íslamskara." Ef svona friðunarsinnar og verndarar gagnvart illskunni eins og þú fá að ráða, þurfa þeir ekki að bíða lengi.

Theódór Norðkvist, 20.6.2014 kl. 22:30

38 Smámynd: Mofi

Einar, ef að kristinn söfnuður er að kenna hluti sem eru í andstöðu við landslög þá er komin ástæða til að skoða það og það fer eftir alvarleika þess sem er verið að kenna hvernig á að bregðast við. Ég t.d. er nýlega fluttur til Englands, mér finnst englendingar hafa fullan rétt á því að senda mig heim ef ég er að kenna hluti sem fer á móti þeirra landslögum; eins og t.d. að það sé rétt að drepa þá sem yfirgefa mína kirkju svo dæmi sé tekið. En kristnar kirkjur eru aðeins öðru vísi af því að okkar samfélag er byggt á kristni. Eins og Theódór benti á þá er enginn kristinn söfnuður sem vill þvinga samfélög til að fara eftir Móselögmálunum. Þeir hörðustu vilja fara eftir þeim sjálfir en ég veit ekki um neinn sem vill þvinga þeim upp á aðra.

Svo, þessir hlutir sem þú telur upp, eru ekki í kristni en þeir eru mjög áþreifanlega til í Íslam.

Mofi, 20.6.2014 kl. 23:14

39 Smámynd: Einar Karl

Theodór,

ég var að svara Mofa, hann spurði hvernig ætti að "höndla Íslam þegar það kemur þannig út að Kóraninn boðar ákveðna hluti"

svarið er: með sama hætti og við "höndlum það" að Bibían boðar alls konar vitleysu (en vert er að minna á að flestallir kristnir söfnuðir, þ.á.m. íslenska Þjóðkirkjan boðar að BÆÐI Gamla og Nýja testamentið sé Guðs orð.

Salman Tamimi er á þessari skoðun og ég ætla ekkert að verja hana, ég er samt alveg viss um að hann sé ekkert að "bíða" eftir að fá höggva hendur af einum eða neinum.

Sumir Íslendingar (og fjölmargir strangtrúaðir kristnir Bandaríkjamenn) eru á þeirri skoðun að taka skuli af lífi morðingja og aðra seka um mjög alvarlega glæpi. Mér finnst það forkastanleg skoðun. En ég styð ekki að slíkar skoðanir eigi að BANNA.

Eflaust hafa hingað komið ýmsir kristnir trúboðar frá Bandaríkjunum og öðrum íhaldssömum samfélögum, með skoðanir og viðhorf sem samrýmast ekki okkar nútíma mannréttindahugsun. Margir nýir sértrúarsöfnuðir eru með bein tengsl við systursöfnuði vestanhafs (eins og sum ensk nöfn þeirra gefa til kynna, s.s. "Catch the Fire"). Kannski einhverjir forsprakkar slíkra safnaða hafi forkastanlegar skoðanir á ýmsu, samkynhneigð o.fl. (eins og helvítispredikarinn Franklin Graham sem hingað var fluttur inn af ýmsum kristilegum kærleikssöfnuðum). En við BÖNNUM þeim ekki að koma hingað.

Einar Karl, 20.6.2014 kl. 23:40

40 Smámynd: Theódór Norðkvist

Flestir söfnuðir  boða að öll Biblían sé orð Guðs, en Gamla testamentið skoðist í ljósi þess nýja. Þannig að þessi ábending þín hefur enga merkingu, er aðeins til að fela rökþrot þitt.

Umburðarlyndi Samfylkingarinnar, VG og liðsins í kringum þessa flokka, kom einmitt vel í ljós þegar Franklin Graham kom hingað. Samt er hann fermingardrengur við hliðina á talsmönnum Íslam, mörgum hverjum, sem vilja kasta samkynhneigðum fram af bjargi. Ekki man ég eftir að hafa komið þeim kristnu söfnuðum til varnar sem voru úthrópaðir í tengslum við þessa heimsókn. Hvar var umburðarlyndið þá? Ofan í skúffu?

Theódór Norðkvist, 21.6.2014 kl. 00:34

41 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki man ég eftir að ÞÚ hafir komið þeim kristnu söfnuðum til varnar...

átti þetta að vera.

Theódór Norðkvist, 21.6.2014 kl. 00:39

42 Smámynd: Einar Karl

Hefur einhver frambjóðandi í kosningum búið til sem kosningamál að berjast gegn einhverjum kristnum sértrúarsöfnuði og berjast gegn því að slíkur söfnuður fengi að byggja hús yfir sitt starf?

Ég ætla að vona að Þjóðkirkjan fara nú ekki að taka þátt í einhverri samkirkjulegri vitleysu með öfgaklerkum múslima, allt eins mætti eiga von á því, enda íslam og kristni tvær greinar af sömu trúnni, trú á sama Guð, upprunnin hér um bil á sama stað á jarðarkringlunni, tvær af þremur megingreinum abrahamísku eingyðistrúarbragðanna. Nóg er vitleysan sem Þjóðkirkjan lætur draga sig út í með alls konar bull-bókstafstrúarnötturum, í nafni kristilegs bræðralags ólíkra trúarsöfnuða.

Einar Karl, 21.6.2014 kl. 00:47

43 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, Samfylkingin er gott dæmi um söfnuð sem hefur þrifist á hatri á kristni. Einn borgarfulltrúi þeirra kallaði Rétttrúnaðarkirkjuna orði sem er ekki hafandi eftir.

Theódór Norðkvist, 21.6.2014 kl. 01:55

44 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eina sem þú sagðir um það er "óheppilegt orðalag." Segir allt sem segja þarf um hræsnina í þér.

Theódór Norðkvist, 21.6.2014 kl. 01:57

45 Smámynd: Mofi

Segjum sem svo að kristinn söfnuður sem er ekki á Íslandi kemur til landsins. Söfnuður sem hefur skoðanir sem eru algengar í Íslam eins og það eigi að drepa samkynhneigða og drepa þá sem yfirgefa söfnuðinn. Myndir þú þá Einar styðja að gefa þeim söfnuði lóð á besta stað í borginni?

Gott að hafa í huga að þessar skoðanir hreinlega finnast ekki meðal kristna, ef ske kynni þá erum við að tala um innan við 1% og í algjörri andstöðu við boðskap Biblíunnar.

Mofi, 21.6.2014 kl. 08:22

46 identicon

Sagnfræðinga greinir á um hvort nokkru sinni hafi verið farið eftir flestum ofbeldisfyllri ákvæðum Biblíunnar. Það þarf að taka með í reikninginn að það var hægt að borga í peningum í staðinn, og deila má um hvort ákvæðið er þá ekki bara sett til áherslu og munnmælahefðin hefur alltaf verið sterkust. Sagnfræðingar eru almennt á þeirri skoðun að svona ákvæðum hafi lítið verið farið eftir og flestum þeirra mögulega aldrei, jafnvel á Biblíulegum tímum. Heimildirnar benda einfaldlega til þess. Ég svaraði þessu betur á öðrum nýrri þræði hér. Um Islam eða Kristindóm gengnir ekki sama máli og ófáar dauðarefsingarnar skrásettar þar, allt frá tímum upphafs Rómarkristni og frá hendi sjálfs spámannsins Muhammads, og oft urðu fyrir barðinu á því ofbeldi og þeim dauðarefsingum rangtúlkaðir og misskildir fylgjendur Gamla testamentisins, sem aldrei hafa farið jafn bókstaflega eftir því, jafnvel ekki strangtrúarmenn, og eftirhermurnar sem gátu ekki byggt sér trúarbrögð á grunni eigin þjóðar heldur þurftu að ræna dýpra inntakinu frá öðrum. Kristur hefði aldrei viljað neitt slíkt, en það hafa á öllum tímum fáir aðhyllst raunverulegan Kristindóm, heldur ýmist heiðniblöndur eða heimskulegar bókstafstúlkanir sem hefði verið hlegið að meira að segja fyrir 2000 árum á heimaslóðunum.

Vafrari (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 09:20

47 Smámynd: Einar Karl

Mofi:

ýmsir trúarsöfnuðir hérlendis og erlendis trúa því að Guð muni sjáfur sjá um að refsa samkynhneigðum og predika það að þeir hljóti helvítisvist fyrir athæfi sitt. Þeir eru með kirkjur hér og þar um landið og fá til sín sóknargjöld úr ríkissjóði.

Fram yfir miðja síðustu öld var samkynhneigð ólögleg í fjölmörgum kristnum vestrænum ríkjum og menn dæmdir í fangelsi fyrir. Enn í dag reka ýmsir kristnir trúboðar sérstaklega í Afríku stækan áróður gegn samkynhneigð.

Um slíkt má lesa hér, í grein frá 2010:

Last March, three American evangelical Christians, whose teachings about “curing” homosexuals have been widely discredited in the United States, arrived here in Uganda’s capital to give a series of talks. The theme of the event, according to Stephen Langa, its Ugandan organizer, was “the gay agenda — that whole hidden and dark agenda” — and the threat homosexuals posed to Bible-based values and the traditional African family.

http://www.nytimes.com/2010/01/04/world/africa/04uganda.html?_r=0

Einar Karl, 21.6.2014 kl. 09:25

48 Smámynd: Einar Karl

Vafrari segir:

Sagnfræðinga greinir á um hvort nokkru sinni hafi verið farið eftir flestum ofbeldisfyllri ákvæðum Biblíunnar.

Nei sem betur fer eru engir sem hlýða öllum boðum Guðs í blindni, en margir vitna í þau þegar hentar.

Einar Karl, 21.6.2014 kl. 11:30

49 Smámynd: Kommentarinn

Þetta er akkúrat málið. Kristnir hika ekki við að vitna í GT þegar það hentar en þegar þeim er bent á einhverja dellu í því (ca. 90% af GT er tóm steypa) þá er talað um að það sé ekki í gildi.

Nútímakristni er ekkert nema Cherry picking af verstu sort. Hver á að ákveða hvað er í gildi og hvað ekki? Hvernig er hægt að taka mark á einhverju í þessum bókum þegar svona stór hluti af þeim er vondur boðskapur eða í besta falli tímaskekkja?

Kommentarinn, 21.6.2014 kl. 14:44

50 Smámynd: Mofi

Einar, það svarar ekki spurningunni minni og síðan, það er risa munur á því að telja samkynhneigð synd og síðan heimta dauðarefsingu yfir samkynhneigðum.

Mofi, 21.6.2014 kl. 15:32

51 identicon

Ekki af þeim sem eiga þessi trúarrit. Við eigum ekkert í Gamla testamentinu frekar en Súdanir í Íslendingasögunum og ættum að sýna þá virðingu sem útlendingi ber. Eina sem við höfum af GT er illa þýtt, mistúlkað og svívirt rit annarrar þjóðar sem alvitringar ættu að sýna þá virðingu að láta í friði. Gyðingar btw, algengasti söfnuður þeirra, leyfði giftingar samkynhneigðra löngu á undan bæði kristnum og múslimum. Svo hamlandi er það að vera nær GT en NT, eða hitt þú heldur. Fordæming og svívirðing á GT var mikilvægur hlutur áróðurs nazista og ýmislegt úr GT notað sem vitnisburður og sönnunargögn gegn gyðingum. Þú ættir að vara þig út á hvaða braut þú ert stiginn, muna eftir hinu vakandi auga, og muna eftir því að hrepparýgur út í Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn er ekki þess virði að stofna mannslífum í hættu og eld slekkur enginn með olíu.

Vafrari (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 22:48

52 identicon

Búddhismi þiggur margt af Hindúisma, ennþá meira en Kristni af Gyðingdómi, en það þýðir ekki að það gæti undir nokkrum kringumstæðum verið siðferðilega réttlætanlegt að ráðast á helg rit Hindúa til að minnka fordóma búddhista gegn múslimum, sem eru virkilega miklir til að mynda á Thailandi og víðar í Asíu. Það sem þú ert að gera er ekkert gáfulegra. Þú bara skilur það ekki. Þú átt ekki þessa bók og ekki þínir heldur.

Vafrari (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 22:50

53 identicon

merkilegar athugasemdir hér. Eitt gleymist þó og er ég frekar hissa á að sjá ekki ábendingu til þeirra sem ekki vita hvernig ber að lesa GT. Sú einfaldasta er þessi, Jesú Kristur er túlkunar lykill GT, þetta er ekki sérlega flókið. Hafið þið lesið orð Krists þá getið þið einfaldlega séð hvað okkur ber að hafa í huga og hvað við eigum að forðast. :) Ef þið notið orð Krists til þess að túlka Kóraninn sem og Hadiths þá er nokkuð ljóst að flest sem kóranin boðar og Hadiths á ekkert sameiginlegt með orðum Jesú Krists. Múslimar þurfa einfaldlega að nota þennan kærleiks boðskap og búa til NT fyrir kóraninn, það er nokkuð ljóst að þá væru þeir komnir á hærra plan. Hinsvegar mega þeir það ekki og þar með kemur skýringin afhverju Írans klerkarnir óttast þá staðreynd að íranskir múslimar eru að yfirgefa Íslam í svo miklu mæli og gerast Kristnir, að það veldur klerunum áhyggjum. En til þess að vita um þessa hluti þarf fólk að fara út fyrir rétttrúnaðar pressuna i.e. vinstri pressun og finna frétta miðla sem þora að tala um þessi má þar má t.d. benda á RT fréttastofun. Fyrirgefið hvað þetta er langt.

Linda (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 12:39

54 identicon

afsakið, lyklaborðið hjá mér er að bila, og ef maður passar sig ekki þá koma sumir stafir ekki upp :(

Linda (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 12:42

55 identicon

Linda: Og hvernig kemst maður inn á RT fréttastofu?

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 13:42

56 identicon

Valdimar, t.d hér : http://rt.com/news/167988-iraq-baiji-oil-refinery/

Linda (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 07:31

57 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Einar Karl.

Er ekki öllum það holt að hlusta og ákveða síðan hvað sagt er. Ég tel að þú eigir ekki að taka þátt í að bera óorði um fólk sem þú þekkir ekki. Það er lámarks krafa mín að þú láti á það reyna hvað hún muni gera og framkvæmi það sem hún ætlar að gera. Og dæma svo.

Ef ég væri í borgarstjórn þá myndi ég afturkalla allar byggingar fyrir trúarsöfnuði. Ef útlendingar vilja vera hér á Íslandi þá ber þeim að aðlagast okkur, enn við ekki að þeim. Það bað ekki neinn um það að þeir mundu koma til Íslands, heldur þeir sjálfir.

Jóhann Páll Símonarson, 30.6.2014 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband