Hugrakkt blað og íslenskur hægripopúlismi

Það eru ekki allir rússneskir fjölmiðlar sem taka þátt í áróðursfarsa Pútinveldisins. Blaðið Novaya Gazeta birti á forsíðu sinni í dag stóra ljósmynd af líkfylgd nokkurra hollensku fórnarlamba árásarinnar á farþegaflugvél Malaysian Airlines yfir Úkraínu, undir fyrirsögninni, Fyrirgefið okkur, Holland. Á hollensku.

NovayaGazeta 

Ritstjórn blaðsins horfist í augu við þann raunveruleika að rússnesk stjórnvöld bera verulega ábyrgð á þessu ódæði, og það sem meira er um vert ÞORA að segja frá því. Ritstjórarnir fá vafalítið að finna fyrir því, því Rússland er ekki frjálst ríki og fjölmiðlum er síður en svo óhætt að tjá skoðanir og segja fréttir sem er stjórnvöldum ekki að skapi. Yfir stærsta fjölmiðlabatteríi ríkisins hefur Pútín sett orðljótan og fordómafullan pópúlista, hálfgerður trúður ef ekki væri fyrir hatursfull ummæli hans t.d. í garð homma, og eru fjölmiðlar nú uppfullir af snarklikkuðum samsæriskenningum og öfgabulli. Um áróðurskenndan og ólíkindalegan fréttaflutning af árásinni flugvélina ritaði Egill Helgason í pistli fyrr í vikunni.

Ansi sérstakt í þessu ljósi að lesa nýlegan pistil eftir Jón Magnússon þar sem hann tekur upp hanskann fyrir Pútín. Jón er einn sá íslenski stjórnmálamaður sem einna lengst hefur gengið í daðri við hægripopúlisma, andúð gegn innflytjendum og þjóðrembu. En að hann styðji fasisma Pútíns kemur mér samt á óvart.

Jón-"Ísland fyrir Íslendinga"-Magnússon, þú ert gjörsamlega úti á túni, eins og svo oft í þínum málflutningi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

"(IP-tala skráð)": ég tók út komment þitt, sem virtist eiga við allt annan pistil.

Einar Karl, 26.7.2014 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband