Björguðu Kastljósinu

Það lyftist á manni brúnin við að hlusta á Gylfa og Jón í Kastljósinu, eitthvað bitastætt, eftir rýra pólitíska málsvörn Sveins Andra Sveinssonar. Sveinn Andri er náttúrulega vanur þessu hlutverki, að verja mjöög óvinsæla skjólstæðinga, jafnvel vita vonlaus 'case'! Oftar en ekki fær hann svo að láta ljós sitt skína sem helsti lögfræðilegi álitsgjafi Kastljóssins, eða eins og nú, sem málpípa flokksins síns.

Ég velti fyrir mér, af hverju fannst Kastljósinu ástæða til að vera með svona dæmigert 'með og á-móti' "setup" um þetta nánast dapurlega mál? Ástæðan fyrir því að ekki skyldu fleiri mæta fyrir utan Seðlabankann í morgun er ekki sú að langflestu fólki finnist ekki tímabært að senda Davíð í frí, heldur sú að fólk vill helst ekki þurfa að hugsa um hann.

Ég ætla að lesa skýrslu Gylfa og Jóns spjaldanna á milli. Hvet Davíð Oddsson til að gera það líka.


mbl.is Vítahringur í peningamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér um greiningu þeirra, ég horfði á þetta með hryllingi meðan var og finnst að jafnvel þótt skellurinn yrði erfiður til skamms tíma þá er best að koma svona áhættufé úr landi, helst á lágu gengi svo þessir fjárhættuspilarar komi ekki aftur á næstunni.  Hins vegar er líka áhyggjuefni að Jón Daníelsson taldi efnahagsstefnu núverandi stjórnvalda óraunhæfa.  Ef hann var forspár fyrir fyrri hrakförum hvað þá nú?

Anton (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Einar Karl

Mér fannst líka svo sláandi munur að hlýða á inngangsorð Gylfa Zoega um að við þyrftum að skoða vel og skilja hvað gerðist en festast ekki að tala um einstaka persónur og "sekt" þeirra. Kannski náði Gylfi að hlusta á bullið í Sveini Andra, því þetta voru einmitt föst skot á svoleiðis orðaskylmingar.

Hagfræðingarnir lýstu því skilmerkilega að stórkostleg mistök voru gerð hér í peningamálastjórn landsins. Fjölmargir hafa þurft að víkja ú sínum sætum í kjölfar hrunsins - stjórnir og bankastjórar bankanna þriggja og margir yfirmenn þeirra, stjórn og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og ríkisstjórn. Og boðað hefur verið til kosninga.

En bankastjórar SÍ telja "vegið að sínum starfsheiðri" að lagt skuli til að skipta um í brúnni þar.

Einar Karl, 9.2.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband