Flensa og fagmennska

Haraldur BriemHlustaði á viðtal við sóttvarnarlækni Harald Briem í útvarpinu í dag. Ákaflega vandaður maður og traustur, talaði skýrt og rólega, en þó án þess að gera lítið úr þessu grafalvarlega máli.

þegar svona fréttir berast viljum við heyra í fagmönnum, sem þekkja vel til, hafa reynslu og sambönd við kollega í útlöndum. Með fullri virðingu fyrir stjórnmálamönnum þá hygg að heilbrigðisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, hafi ekki jafn mikið vit á svínaflensu og nauðsynlegum viðbrögðum við henni og sóttvarnarlæknir.

Efnahagslíf okkar Íslendinga er enn helsjúkt, bankakerfið í gjörgæslu, rúmliggjandi enn að heita má. Þess vegna er það mín skoðun að við eigum að halda í fagmann í embætti viðskiptaráðherra, og skipta ekki út Gylfa Magnússyni fyrir óreyndan þingmann, sem þarf að byrja á að setja sig inn í starfið, sem fær hugsanlega ráðherraembætti í laun fyrir góðan árangur í sínu kjördæmi og hollustu við flokksforystu, eins og gert var þegar ríkisstjórn var mynduð 2007.

 

Gylfi Magnússon

Prófið að máta nýkjörna 63 þingmenn við hlið Gylfa. Er einhver sem þið haldið að geti strax hlaupið í skarðið, og sem landsmenn allir geti treyst fyrir þessu vandmeðfarna starfi í dag?

 

Höldum Gylfa áfram sem ráðherra!

 

Hvet þá sem eru sammála að skrá sig í stuðningshóp á Facebook: Við viljum GYLFA MAGNÚSSON áfram ráðherra eftir kosningar

 


mbl.is WHO hækkar viðbúnaðarstig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að Haraldur sé einmitt réttur maður á réttum stað en vil ekki sjá hann sem heilbrigðisráðherra. Er sammála ég vil ekki sjá hvaða þingmann sem er sem ráðherra. Kannski væri best að fá fleiri utanþingsráðherra sem eru sérfræðingar á sínu sviði, kunna að stjórna með samvinnu við sérfræðinganna og hafa góða yfirsýn yfir allt sitt ráðuneyti.

panna (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:09

2 identicon

Ef þessi stefna á að halda áfram, að ná í ráðherra utan þings, verður að breyta kosningafyrikomulagi hér.

Ég trúi því ekki að fólk sé tilbúið að gefa eftir lýðræðið fyrir Gylfa Magnússon?

Þá verðum við að kjósa sérstaklega um forsætisráðherra sem síðan velur í ráðherraembættin. Eins og staðan er núna hafa kjósendur ekkert um það að segja, aðeins hverjir sitja á Alþingi og höfum getað treyst á það að ráðherrar komi þaðan.

Gott mál, en það verður að breyta fyrirkomulaginu.

PS. Það þarf ekki að vera fagmaður sem heilbrigðisráðherra, við erum með landlækni, sóttvarnarlækni o.s.frv.

Ráðherrastaða er pólitísk staða.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þurfum ekki að breyta neinu. Það er þingræði á Íslandi ekki ráðherraræði.

Páll Geir Bjarnason, 28.4.2009 kl. 01:14

4 Smámynd: Einar Karl

Bjarni, það er ekkert venjulegt við fyrirkomulag bankamála hér á landi nú um stundir, og verður ekki næstu misserin. Þess vegna er það mín skoðun að það sé langskynsamlegast að hafa áfram fagmann í stóli viðskiptaráðherra sem almenn sátt ríkir um, og sem situr í trausti ríkisstjórnarflokkanna og þingmanna þeirra.

Einar Karl, 28.4.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband