Hugleiðingar frá höfuðborg

mynd8Er staddur vestanhafs, í Washington, á fundið með fjölmörgum kollegum hvaðan æva úr heiminum. Margir spyrja hvernig okkur gangi á Íslandi. Hvorki þó með ásökun eða vorkunnsemi, fólk bara forvitið. Heimamenn sérstaklega hafa um nóg sín efnahagsmál að hugsa.Alltaf gaman að fá tækifæri ða hitta fólk utan úr heimi, hef rætt við fólk frá a.m.k. 20 löndum.

Hafði tíma til að skoða borgina síðastliðinn laugardag. Kom meðal annars að nýlega minnismerki um seinni heimsstyrjöldina, en þar voru þá staddir fjölmargar gamlar stríðskempur úr þeirri styrjöld, að minnast "D-dagsins", orrustunnar um Ermasund sem bar einmitt upp á þeim degi, 6. júní. Það var upplifun að fylgjast með þessum öldnu herrum. Þarna voru einnig yngri hermenn í nútíma herklæðum. Hvernig skyldum við minnast  stríða sem þau heyja, eftir hálfa öld?

 

Fyrir utan Hvíta húsið voru mótmælendur, slíkt er víst daglegt brauð. Að þessu sinni fólk af tamílskum uppruna sem hefur áhyggjur af sinni þjóð. Skiljanlega, held ég. Alþjóðasamfélagið ætti að hafa vakandi auga með með ástandinu þar, til að raunverulegur friður geti skapast.

mynd1

mynd7

mynd9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband