Uppfinningamaðurinn Michael Jackson

Listamaðurinn og skemmtikrafturinn Michael Jackson lést langt fyrir aldur fram í liðinni viku. Aðrir munu rifja upp hans merka tónlistarferil og á köflum ansi dapurlega líf. Ljóst er að Michael var hæfileikaríkur og lagði sig fram í starfi sínu og var geysimikill fagmaður.

Fáir vita að Michael Jackson er skráður uppfinningamaður á bandarísku einkaleyfi. Einkaleyfið er númer 5,255,452 og var útgefið 1993 og verndar uppfinningu sem Jackson er einn þriggja uppfinningamanna að, nánar tiltekið sérstaka skó sem hægt er að krækja í gólf til að halla sér framfyrir sig.  Á netinu er vísað til einkaleyfisins af einkaleyfanördum sem "Moonwalking" einkaleyfi Michael Jacksons. En eins og aðdáendur poppstjörnunnar sálugu vita er tungldansinn allt annar hlutur og þarf enga slíka töfraskó í slíkt. Uppfinningin var hins vegar örugglega notuð í myndbandinu við lagið "Smooth Criminal".

 

Einkaleyfið er ekki lengur í gildi enda ólíklegt að þessir skór hafi verið fjöldaframleiddir. Eins og sést á neðangreindum myndum úr einkaleyfinu er uppfinningin sára einföld, rauf í hæl skónna getur krækst í nagla eða tappa í gólfi, sem þarf að vera búið að koma fyrir á sviðinu þar sem nota á skónna.

Einkaleyfið má skoða í heild sinni á aðgengilegum einkaleyfavef Goggle.

Einkaleyfi Michael Jackson

jackson2.jpg

jackson1.jpg

jackson3.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband