Bjarni Ben og Villta vestrið

Fréttablaðið birtir í morgun ummæli Bjarna Benediktssonar um birtingu upplýsinganna úr lánabók Kaupþings undir fyrirsögninni "Við viljum ekki villta vestrið".

Í fljótu bragði gætu lesendur haldið að fyrirsögnin vísaði til hneykslan Bjarna á því sem fram kemur í upplýsingunum, ofurlán til eigenda bankans, en fjöldi virtra erlendra fjölmiðla hefur fjallað um málið (sjá t.d. þessa fétt RÚV) og eru samdóma í mati sínu á upplýsingunum og hvað þær segja um gamla Kaupþing. (Sigurður Einarsson reynir vissulega í grein í dag að skýra að ekkert óeðlilegt komi fram í þessum upplýsingunum, en ég tek meira mark á Financial Times, Berlingske, Svenska Dagbladet, Dagens Nyheter o.fl. o.fl)

Bankar Íslands fyrir hrun voru sannkallað Villta vestur, þar sem glaðbeittir fjármálakúrekar gerðu það sem þeim sýndist.

En Bjarni var alls ekki að gagnrýna það. Hann virðist samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafa miklu meiri áhyggjur af birtingu upplýsinganna og segir að það "getur aldrei verið ásættanlegt að menn brjóti lög" og honum finnist "óskiljanlegt með öllu að menn séu að bera i bætifláka fyrir það þegar slíkt gerist".

Með öðrum orðum er greinilegt að Bjarni telur að ekkert af þessum upplýsingum eða öðrum sem lekið hefur verið úr bönkunum hafi átt að koma fyrir sjónir almennings.

Það er nefnilega það.

Óttast Bjarni fleiri leka úr öðrum bönkum?

Bankamenn

Villta vestrið - íslenskir bankakúrekar


mbl.is Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Var einmitt að velta því fyrir mér í gær afhverju væri ekki búið að tala við ýmsa pólitíkusa um hvað þeim fyndist um þetta - greinilegt að Bjarni hefur opnað sig - slæmt a- lög eru brotin, er sammála því en stundum er það nú það sem þarf til að hægt sé að lagfæra þau og taka til, sem að ég vona að verði gert - þetta lið var klárlega búið að missa öll tengsl við hinn raunverulega heim - ætli Bjarni hafi verið þar með þeim, Þorgerður Katrín var það allavega

Gísli Foster Hjartarson, 5.8.2009 kl. 08:49

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er þess fullviss að ekki nein lög voru brotin - það er neyðarástand í landinu þar sem öryggi fólksins er ofar ´- við eigum heimtingu á því að fá að vita "svart á hvítu" hvað olli þessum ósköpum sem og hverjir það voru sem komu þessu af stað og nú sitja á feitum sjóðum kanski í "vilta vestrinu"

það eru jú við sem komum til með að þurfa að borga þetta "sukk" til baka

Jón Snæbjörnsson, 5.8.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Við höfum 63 manns á þingi til þess að semja lög. Til eru lög um bankaleynd og ef vilji er til að breyta þeim þá gerum við það. Það hefðu þá bankamálaráðherrarnir Björgvin Sigurðsson og Gylfi Magnússon átt að gera. Þar sem það hefur ekki verið gert, er óeðlilegt að við nú brjótum þessi lög bara af því að okkur finnst þau vera ósanngjörn.

Ég skildi Bjarna að hann gagnrýndi að Alþingismönnum og ráðherrum finnist það í lagi að brjóta lögin, í stað að einhenda sér í að breyta lögunum. Ályktanir þínar í framhaldinu lykta af gamaldags fokkspólitík.

Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 09:14

4 identicon

Það sem Bjarni segir, einkennir svo marga lögfræðinga, en það er lagahyggja. Lagahyggja er að nota það sem röksemdafærslu að ef eitthvað er löglegt þá sé það sjálfkrafa rétt en ef að það er ólöglegt er það sjálfkrafa rangt. Menn sem beita lagahyggju gleyma því að lögin eru mannanna verk og jafn ófullkomin og þeir sjálfir. Það stóð hvergi í lögum: "...íslenskir athafnamenn skulu ekki setja efnahag landsins á hliðina..." en samt var það gert og það var ekki rétt. Að birta lánabók Kaupþings (og hinna bankanna) er kannski ekki löglegt en það er rétt að það sé gert.

Stefán (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 09:39

5 Smámynd: Einar Karl

Það er talað um "Whistleblowers" þegar menn ljóstra upp/leka trúnaðarupplýsingum sem upplýsa um misferli eða eitthvað óeðlilegt, sem viðkomandi vill gera uppskátt samvisku sinnar vegna. Það er auðvitað alltaf matsatriði hvort slíkt sé réttlætanlegt og oft mjög erfið ákvörðun fyrir viðkomandi.

Ég skrifaði þessa færslu því mér fannst Bjarni einblína á lögbrotið sem fólst í lekanum, án þess að leggja mat á hvort þessi tiltekni leki væri á einhvern hátt réttlætanlegur. Ég get ekki skilið orð hans öðru vísi en að engir upplýsingalekar úr bönkunum eftir hrun séu réttlætanlegir.  Það má vera að það sé "flokkspólitískt" að benda á það.

Það kemur raunar fram í fjölmiðlum í dag, Sigurður, að viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon mun leggja nýtt frumvarp um bankaleynd fyrir þingið í haust. (Rétt að taka fram að það er alls ekki verið að tala um að afnema með öllu bankaleynd).

Einar Karl, 5.8.2009 kl. 09:51

6 identicon

Ef ég sem skattgreiðandi á að koma að því með fjárframlögum að greiða úr málum gjaldþrota banka(kerfis) kröfuhöfum og öðrum til tjónkunar þá er ég ekki til viðræðu nema að fyrst komi allt upp á borðið.  Bankaleynd um stærstu viðskipti stærstu hlutahafanna og valinna starfsmanna koma mér því við.  Mér koma ekki við viðskipti Jóns og Gunnu sem voru í eðlilegum viðskiptum.  Ef ég fæ ekki þessar upplýsingar möglulaust, þá er ég ekki til viðræðu um aðkomu, þetta á að vera afstaða alþingis sem míns málsverjanda.

Bankaleynd = Engin aðkoma ríkis og skattgreiðenda.

Bjarni Ben og fleiri (í öllum flokkum) sitja fastir í lögheimum.  Vond lög/reglugerðir verður oft á tíðum að brjóta til að þau verði leiðrétt, það þarf að þvinga fram breytingar með borgaralegri óhlýðni.  Siðferðiskennd alþingis er ekki sterkari en svo að það tók mörg ár að þá það til að endurskoða eftirlaunaósómann, og þegar það var loks gert, það var það með hangandi hendi.  

Ég vel siðferði og réttæti í þágu brotaþolenda frekar en lagabókstaf samverkamanna efnahagsgereyðingaraflanna.

Íslendingar flestir eru nú í brotaþolar, Bjarni Ben. er örugglega góður drengur, hann þarf ekki að verða almenningi það sem Jón Steinar Gunnlaugsson er brotaþolum í kynferðismálum.  Sá sem lætur þolandann sjaldan eða aldrei njóta vafans.  

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 10:59

7 identicon

Bjarni Benediktsson er formaður og talsmaður spillts stjórnmálaafls, sem vill bara fá að vera í friði fyrir almenningi við að vinna myrkraverk sem þola ekki dagsljósið.

Stefán (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband