Hvernig lítil fjöður (og enn minni efnafræðikunnátta) varð að 10.000 hænum

Það er gott og blessað að þessar mannfýlur séu bakvið lás og slá. Eitthvað mikið að þegar menn vilja drepa sem allra flesta samborgara sína, nánast tilviljunarkennt valda, í einhverri hatursfullri baráttu gegn stjórnvöldum.

En sem betur fer voru aldrei svo margir í hættu, eins og ætla má af fyrirsögn mbl.is, vegna þessara misheppnuðu misyndismanna.

Frétt Daily Telegraph sem Mogginn vitnar í byrjar svona:

The al-Qaeda cell plotted to cause mass murder by detonating home-made liquid explosives on board at least seven passenger flights bound for the US and Canada

Hvernig var viðtað að flugvélarnar voru sjö? Samkvæmt þessum "ítarlegu" plönum wannabe-morðingjanna:

one of the plotters, Abdulla Ahmed Ali, had a computer memory stick in his pocket which highlighted seven flights from London to six cities in the US and Canada, each carrying between 241 and 286 passengers and crew

Ekkert kemur fram hvernig þremenningarnir ætluðu að sprengja vélarnar sjö, væntanlega hefði þurft fjóra sprengjufúsa fanatíkera í viðbót, en á þá er ekkert minnst í fréttinni.

En hvaðan kemur talan um 10.000 möguleg fórnarlömb?

Jú, mennirnir höfðu talað um það að granda 18 flugvélum!

Investigators also believed that the men were considering an even larger attack after they were bugged discussing plans for as many as 18 suicide bombers, which could have led to 5,000 deaths in the air and as many again on the ground.

Rannsóknin hefur kostað litlar 60 milljónir punda, svo breskum yfirvöldum var mikið í mun að sakfella kauða og gera sem mest úr þeirri hættu sem af þeim stafaði, til að geta réttlætt þessar rándýru aðgerðir og vökvabannið bölvaða sem sett var á eingöngu út af þessu ráðabruggi.

Einni spurningu er lítill gaumur gefinn í þessum fréttum, sem skiptir þó kannski megnimáli: voru mennirnir þrír með tiltæk efni og aðferðir til að sprengja flugvélarnar? Þessi spurning hefur hins vegar mikið verið rædd á ýmsum erlendum netmiðlum. Flestir þeir sem hafa sett  sig inn í málið eru á því að það hafi verið óframkvæmanlegt að sprengja í loft flugvélar með þeim aðferðum og efnum sem mennirnir hugðust nota. Bendi t.d. á þessa grein: Mass Murder in the Skies: was the Plot Feasible?

Þetta segir einn bloggari:

The "binary liquid explosives" scare of two years ago was a classic scam, employed by an administration intent on demonizing a section of society, while simultaneously scaring the public by broadcasting bogus threats and falsehoods via a complicit media. Any qualified chemist must have had an attack of hysterics at the idea of someone manufacturing triacetone triperoxide (TATP) while on a commercial plane!

Og annar skýrir betur:

The two types of liquids proposed for use in the London plot are TATP & HMTD. Anyone with college level chemistry knowledge know this is a moronic method. Can’t be done easily. See below:

The explosive is easily made from three colourless liquids- hydrogen peroxide, which is common in antiseptic solutions, acetone, which is commonly used as a paint thinner and nail polish remover, and sulfuric acid, which is available from many sources as a battery electrolyte and drain cleaner.
But let’s be a little bit more critical here. You have to keep all of these three liquids separate from each other until you want to make TATP. You have to use highly concentrated hydrogen peroxide, which is not nice stuff at all- after all, it maimed and killed thousands of people during the Second World War, when the Nazis used it as oxidizer for their A-4 engines. It also gasses off oxygen constantly and reacts aggressively with plastics of all kinds, which makes carrying it anywhere a challenge. You have to use hydrogen peroxide at least a hundred times more concentrated than that which is used as a hair bleach. Oh, and peroxides are already banned in air travel. You have to mix the acetone with the hydrogen peroxide during the reaction, which is actually the hard part. Acetone plus hydrogen peroxide is actually a hypergolic reaction at room temperature. You have to keep the stuff cold to stop it reacting and producing water, carbon dioxide and heat. Oh, and the reaction when you add the sulfuric acid is strongly exothermic.
Then you need to filter and dry the product, and probably use a blasting cap to detonate it. Interestingly, one mole of explosive will produce three moles of cold gas; this means that for a couple of litres of reagent, the most gas that can possibly be produced is just over 75 litres. I can’t see that producing significant overpressure in a modern widebody jet of volume many hundreds of thousands of litres.

Can we please use some SCIENCE, before we make policy!?!?! 
 

Er þá vökvabannið eftir allt saman bara tóm steypa?  Stutt og laggott, . Vilja menn samt sem áður passa uppá að farþegar beri ekki peroxíð eða asetón umborð í flugvélar er bara að biðja farþega að dreypa á þeim vökva sem menn hafa með sér til drykkjar. Ekki einu sinni heilaþvegnir terroristar myndu drekka asetón!

Það sem verra er, með vökvabanninu hafa misyndismennirnir náð hluta af markmiðum sínum, að vekja ótta og skelfingu. Okkur er talið trú um að það sé stórhættulegt að stíga umborð í flugvél og við eigum að vera þakklát yfirvöldum fyrir að gæta öryggis okkar. með vökulu auga stórabróður. Vilja yfirvöld í alvöru auka öruggi okkar mættu þau líta sér nær, í Bandaríkjunum einum deyja um 40.000 manns í bílaumferðinni á ári hverju, 13 sinnum fleiri en í hryðjuverkaárásinni á New York 11. september 2001.

 

 

 


mbl.is Hefðu orðið 10.000 að bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hnaut einmitt um það líka hvernig tíu þúsund manns kæmust í sjö flugvélar. Merkilegt þegar tvær helstu fullyrðingar í svo stóru máli standast ekki.

Ómar Ragnarsson, 8.9.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Flott og þörf grein Einar Karl.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 01:11

3 identicon

Þessi frétt sýnist mér hafa komið undan röðum harðlínumanna í Bandaríkjunum sem vilja fá aukin framlög til varnarmála. Þetta er að sjálfsögðu stórt hagsmunamál fyrir vopnaframleiðendur í bandaríkjunum sem hafa hag af því að mikið sé keypt af vopnum. Það er merkilegt að skoða tölur yfir hversu ótrúlega stórir Bandaríkjamenn eru í heildarvopnasölu í heiminum í dag. Framlög á ári í Bandaríkjunum til hernaðarmála eru rúmlega 500 milljarðar dollara meðan bandaríkjamenn voru að gagnrýna Rússa fyrir að hafa aukið framlög sín til varnarmála á þessu ári  frá 8 upp í 11 milljarða dollara. Skemmtilegt að bera þessar tölur saman frá ríkjum sem telja um það bil sama fjölda íbúa.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:13

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já terroristaóttinn er til að skapa eylíft, óvinnandi stríð  - "the war on terror". Bara lesa George Orwell 1984, hann skrifaði um þetta handhæga stjórnunartæki. Peningar spila svo inn í allt saman eins og þú ert að benda á.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 9.9.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

"War on terror" er í raun vatn á millu þeirra sem vilja viðhalda Bandaríkjunum sem mesta og illskeyttasta herveldi heimsins. Og gefur þeim afsökun til illvirkja eftir hentisemi. Við sáum hvernig 9.11 var misnotað til að fara inn í Írak og sölsa undir sig olíunni þar. Svona óttavæðing og hervæðing skapar gífurlegar tekjur fyrir vissa aðila innan USA og þeir vilja sitt. Alltaf.

Sigurjón Sveinsson, 10.9.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband