Fjölmiðlafulltrúar geta verið gagnlegir

Ef Magnús Árni Skúlason væri með sinn eigin prívat fjölmiðlafulltrúa eins og sumir helstu ríkisbubbar landsins myndi hann ekki hafa eftir sér sama dag og þessi frétt er birt að hann íhugi meiðyrðamál gegn Morgunblaðinu vegna þessarar fréttar! Það bætir ekki stöðu hans, þvert á móti.

Maður getur svo sem velt fyrir sér hvort þessi frétt verðskuldi stríðsfyrirsögn þvert yfir forsíðu. Eins og tekið er fram í netfréttinni hefur Magnús ekki gert neitt ólöglegt eða hvatt til neins ólöglegs. Kannski á mörkum þess að vera siðlegt, að liðka fyrir og hvetja til viðskipta sem grafa undan markmiðum þeirrar stofnunar sem hann gegnir trúnaðarstörfum fyrir, og skapa vinnu og arð fyrir vini sína. En hann virðist alls ekki vera að misnota sér trúnaðarupplýsingar og ég býst ekki við að bankaráðið komi neitt að því að ákveða hvaða fyrirtæki fái "aflandskrónukvóta".

Held að réttast sé að hann segi af sér sem bankaráðsmaður, til að komast útúr þessum augljósa hagsmunaárekstri. (Ef maðurinn er fulltrúi Framsóknarflokks er kannski ekki von að hann skilji hugtakið, þeir virðast líta á slíka árekstra sem eftirsóknarverð hagsmunatengsl!) 

Held nú að aðalmálið sé að þessi fjárans höft verði að leggja af sem fyrst. Það einfaldlega gengur ekki upp að hafa tvöfalt gengi á krónunni. Að stjórnvöld úthluti svo einstökum fyrirtækjum kvóta til að kaupa krónur á undirverði, miðað við önnur fyrirtæki, sér hver maður að býður upp á fyrirgreiðslupólitík af verstu sort.  Ég man síðast eftir svona tvöföldu gengi í heimsókn til Austur-Þýskalands 1988.


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband