Að öllu gríni slepptu

Það er kostulegt að fylgjast með kosningabaráttunni hér í Reykjavík. Nýjustu kannanir herma að Gnarr & Co séu komin með hreinan meirihluta!Fyrirgefiði, en man einhver hver er í þriðja sæti á listanum hans, eða því fjórða, eða fimmta? (516 hafa skoðað CV frambjóðandans í 4. sæti, 380 hafa skoðað pistil þess í 7. sæti.)

Nú held ég ekki að það gerist að BF fái 8 menn kjörna enda hafa aðrar kannanir sýnt minna fylgi, en framboðið fær örugglega fleiri en einn inn í borgarstjórn, það virðist nokkuð ljóst.

Það verður forvitnilegt hvað gerist í framhaldinu. Virðist algjörlega út úr kortinu að Samfó og VG nái hreinum meirihluta, eins og á Alþingi. BF stefnir í oddaaðstöðu. Hvað gera þau? Hvað vilja þau, þegar gríninu sleppir? HVER eru þau?

Ef BF myndar meirihluta með xD með Hönnu Birnu sem borgarstjóra held ég að brosið frjósi á mörgum kjósanda þeirra.

 

... meira HÉR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband