Hvað hefði FME gert?

... ef FME hefði brugðist við og skoðað þessa samninga?

Jú, þá hefði kannski FME gert þá athugasemd að þorri þessara lána til einstaklinga a.m.k .virtust vera íslensk lán, en með fasta viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla.

FME hefði svo átt að komast að þeirri niðurstöðu að það væri óheimillt. Bankarnir mættu auðvitað veita erlend lán, en ekki gengistryggð íslensk lán.

Þá hefðu bankarnir líklega tekið sig til og breytt orðalagi og formi lánanna, tekið fram lánsfjárhæð í erlendum gjaldeyri, jafnvel búið til gjaldeyrisreikning fyrir hvern lánþega og millifært lánið inn á slíkan reikning og millifært svo um hæl inn á íslenskan krónureikning lánþegans.

Þá hefðu þessi lán verið alveg lögleg en að öðru leyti virkað nákvæmlega eins! Engir Hæstaréttardómar hefðu fallið, og lánþegar sætu nú ekki fagnandi.

Svo lánþegar "erlendra" lána, sem voru bara íslensk gengistryggð lán, ættu að fagna framtaksleysi FME!


mbl.is Myntkarfan týndist á gráu svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Athyglisverður vinkill. Getur verið að þarna hafi meðvitað eða ómeðvitað verið búin til dulbúin vörn fyrir gengisfalli og verðbólgu? Ef einhver bjó yfir réttu innanbúðarupplýsingunum kynni sá sami að hafa grætt óheyrilega á því að taka stór gengistryggð lán til að fjárfesta, t.d. í ríkisskuldabréfum. Og fullkomin leið til að dylja slíka misnotkun var einmitt að fyrst eftir hrun virtust þessi lán hryllileg, en niðurstaða hæstaréttar sem var kannski allan tímann fyrirsjáanleg (með réttu upplýsingar) átti síðar eftir að gera þau að ódýrustu peningum á Íslandi. Þetta er sennilega ein bitastæðasta samsæriskenning sem komið hefur fram nýlega!

Hérna eru staðreyndir sem kunna að varpa pínulitlu ljósi á fleiri hliðar málsins: Það liggur fyrir í gögnum frá Fjármálaeftirlitinu frá 2007 að SP Fjármögnun hafði hvorki starfsleyfi til að versla með gjaldeyri eða gengistryggð verðbréf, né heldur framvirka samninga sem fyrirtækið fjármagnaði sig með, engu að síður aðhafðist stofnunin aldrei neitt gegn fyrirtækinu. Þegar þetta uppgötvaðist af óháðum aðilum í fyrra og byrjað var að kalla eftir skýringum frá stofnuninni, þá brást hún við með því að fjarlægja umrædd gögn af vefsíðu sinni. Frekari umleitan skilaði sér svo í sífellt meiri undanbrögðum, útúrsnúningum og beinlínis feluleik af hálfu stofnunarinnar. Það er spikfeitur og slímugur maðkur í mysunni þarna!

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband