Ósamkvæmni NEI-sinna í Icesave máli

Af hverju heyri ég engan kyrja rulluna "Almenningur á ekki að borga skuldir einkabanka" í sambandi við innlán Íslendinga í hinum gjaldþrota gamla Landsbanka?

Þau innlán eru jú alveg jafnmiklar skuldir einkabanka.

Ég átti ekki krónu í Landsbankanum. Samt tryggir ríkið 100% innstæður annarra, með mínum skattgreiðslum.

Þetta minnast NEI-sinnar aldrei á.

Punkturinn minn er sá að að röksemdin um að Icesave "komi okkur ekki við" af því um sé að ræða einkafyrirtæki er ótæk, ein og sér. Banki sem varðveitir sparifé fjölda fólks og jafnvel aleigu er alls ekki sambærilegt fyrirtæki og tískubúð, heildsala eða hvert annað einkafyrirtæki.

Þess vegna er sorglegt að Ólafur Ragnar Grímsson kyrji þessar of-einfölduðu grunnhyggnu röksemdir úti í heimi, án þess að minnast einu orði á að málið á sér svo sannarlega fleiri hliðar. Slíkt leyfi ég mér að kalla lýðskrum. En hann þarf heldur ekkert að hugsa um þær hliðar, hann þarf ekki að bera ábyrgð á því að leysa málið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Góður punktur!  En þjóðremban er söm við sig!

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband