Týpisk hegðun stjórnmálamanns?

Á visir.is er haft eftir Sigmundi Davíð:
Vextir voru alltaf vandamálið. Nú höfum við ekki verið að greiða vextina í tvö ár og því sparað um 70 milljarða,

Nú er það svo að samkvæmt Icesave lánasamningnum, (bæði I og II) áttu vextir ekki að greiðast fyrr en eftir á. Og þó svo samningar hafi dragist á langinn er furðulegt að túlka það sem svo að gagnaðili sé þar með búinn að samþykkja að sleppa vöxtum síðustu tvö ár, hvað svo sem um semst á endanum.

Þetta veit auðvitað Sigmundur Davíð. Hann gjörþekkir málið, maðurinn er starfandi Alþingismaður. Spurning af hverju hann segir ósatt, til að slá ryki í augu almennings?

Ósköp finnst mér dapurlegt þegar stjórnmálamenn vísvitandi fara með rangt mál og ljúga að almenningi, til að upphefja sjálfa sig og ná lýðhylli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu til í að útskýra fyrir mér hvers vegna ég og mínir eigum að borga skuldir einkafyrirtækis(Landsbankans) þvert á reglur hins evrópska efnahagssvæðis og alla heilbrigða skynsemi. 

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 03:58

2 Smámynd: Einar Karl

Guðmundur, áttir þú peninga í banka í okt 2008? Tapaðir þú því öllu?? 

Banki er ekki eins og hvert annað einkafyrirtæki. Um banka gilda stranga reglur, enda fá bankar leyfi yfirvalda til að taka við og geyma sparifé fólks, eins og mín og þín. Þannig að "skuldir einkafyrirtækis" í tilviki banka geta verið sparifé ósköp venjulegs fólks, jafnvel aleiga þess.

Ekki heyrðust hávær mótmæli við setningu Neyðarlaga og þegar fyrrv. forsætisráðherra flutti fólki þau skýru skilaboð að peningar þess væru tryggir.

Einar Karl, 20.9.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband