Á meirihlutinn alltaf að ráða?

Í einbýlishúsahverfinu Arnarnesi í ímyndaða svefnbænum Arfabæ býr gott og fallegt fólk í glæsilegum húsum. Um 78% íbúa í Arnarnesi eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Það er með öðrum orðum “norm” á Arnarnesi í Arfabæ að vera í Sjálfstæðisflokknum og styðja hann.

Fyrir því er löng hefð að skrifstofustjóri hverfafélags flokksins komi í skólann og sinni kennslu í samfélagsfræði. Í þeirri kennslu er stefnu Sjálfstæðisflokksins hampað og saga helstu máttarstólpa hans sögð í fögru ljósi. Nemendur fá myndir, svipaðar fótboltaspjöldum, af þeim Ólafi Thors, Bjarna Ben og Jóni Þorlákssyni. Yngri bekkirnir lita myndir af Perlunni, Viðeyjarstofu og Þingvöllum sem kynntir eru sem helgir staðir og þeim er kennt að traust og gott siðferði Arfbæinga, og í raun allt gott siðferði, sé sprottið frá Sjálfstæðisflokknum.

Meira HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, Einar í langflestum tilfellum. Tökum dæmi við erum kristin þjóð þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni. Einu sinni á ári er fermingarbörnum boðið upp á ferð í fermingarfræðslu. Þátttaka er ekki skilda. Lítill minnihluti vill ekki af trúarástæðum taka þátt. Ég geri engar athugasemdir við það. Þar sem við erum kristin þjóð og mikill meirihluti þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni, eru ákveðnir helgidagar eins og um jól og páska hafðir sem frídagar. Að sjálfsögðu gerum við okkur grein fyrir því að á þessum dögum iðka múslímar ekki trú okkar. Nú er kominn upp lítill hópur sem kalla sig Aulamennt. Þeir vilja hafa opinberar stofnanir opnar á kristnum helgidögum. Þeir vilja líka láta rífa dómkirkjuna, þar sem hún er áróðurstæki kristninnar og Alþingismenn fari í kirkju fyrir þingsetningu. Meirihluti aulamenntar vill líka ganga í ESB, og knýr á um umsókn þar inn, þrátt fyrir að meirihluti þingmanna vilja ekki gagna í ESB. Það skiptir Aulamennt engu máli, því aulamennt telur að lítill minnihluti eigi að ráða. Til þess nota þeir aulaáróður.  Vel á minnst ég vil óska Aulamennt til hamingju með skjaldborgina um heimilin. Skjaldborgin er auðkennismerki Aulamenntar. 

Sigurður Þorsteinsson, 20.10.2010 kl. 06:02

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

Sigurður

Það er ágætt að þú sért í það minnsta málefnalegur og færir góð rök fyrir máli þínu. Ég hélt þegar ég byrjaði að lesa kommentið þitt að það yrði fullt af fáfræði og fordómum, og hlutum sem koma málinu ekkert við eins og ESB... 

Styrmir Reynisson, 20.10.2010 kl. 15:51

3 Smámynd: Einar Karl

Sæll Sigurður.

Forvitnileg dæmisaga hjá þér. Góðar dæmisögur geta verið gagnlegar, til að setja hlutina í annað samhengi og fá mann til að hugsa út frá öðru sjónarhorni.

Hvað ef meirihluti þjóðarinnnar gengi til liðs við "Aulamennt", væri þá í lagi, með samþykki meirihluta þjóðarinnar, að Aulamennt myndi brenna Dómkirkjuna, banna opinbert messuhald og leggja niður kristilega hátíðisdaga?

Hugsaðu málið vel áður en þú svarar.

Einar Karl, 20.10.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband