Það sem “ískalt hagsmunamat” þýðir í raun

Þegar menn segjast byggja ákvörðun um tiltekna niðurstöðu í lögfræðilegu ágreiningsmáli á ísköldu hagsmunamati þýðir það í raun alveg það sama og að segja að ákvörðunin sé byggð á faglegu lögfræðilegu mati, á kostum og göllum, áhættu og ávinningi, þeirra valkosta sem í boði eru.

Ef borðleggjandi væri að mál myndi vinnast væri ágreiningurinn borinn undir dómstól, myndi hvorki ískalt, hlandvolgt né funheitt hagsmunamat segja að frekar ætti að semja, heldur þvert á móti að fara ætti í mál. Þeir lögfræðingar sem mæla með fyrirliggjandi samningum um Icesave, og þeir eru nú allnokkrir, meðal annars Lee Buchheit og Lárus Blöndal, eru m.ö.o. að segja að okkar lagalegu rök séu ekki sérlega sterk og að gagnaðilinn hafi ýmislegt og jafnvel meira til síns máls en við.

Þetta þora stjórnmálamenn ekki að segja nægilega skýrt svo allir skilji. Bjarni Benediktsson komst þó nálægt því í umræðum á Alþingi við lokaatkvæðagreiðsluna um Icesave frumvarpið. Hafi hann þökk fyrir, betra væri ef hann hefði sagt það fyrr.

Sumum finnst að í stað þess að hlusta á færustu lögfræðinga, eigi að leggja þetta lögfræðilega hagsmunamat í hendur almennings. Það væri svona eins og að spyrja vinnufélagana og fjölskylduna hvort fara ætti í mál útaf flóknum ágreiningi, í stað þess að hlýða ráðum sérfræðinga. Það er að mínu mat óráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband