Gott að vita en ljótt að heyra

Það hefur verið furðulega hljótt um "aflandskrónurnar" síðustu misseri. Bjartsýnir héldu kannski að vandi þeirra væri leystur, en svo er sem sagt greinilega ekki.

Sjö ára gjaldeyrishöft. Ekki grunaði marga það fyrir tveimur og hálfu ári.


mbl.is Höft til 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ég geri mér vonir um að það verði töluverð ánægja með þessa áætlun þegar hún kemur fram, og það er stutt í það," sagði Már." (http://mbl.is/vidskipti/frettir/2011/03/16/aaetlun_um_afnam_hafta_mun_roa_markadinn/)

Það er ekki mikil ánægja með þessa áætlun hjá þeim sem borga seðlabankastjóra laun, hins vegar er ánægjan örugglega umtalsverð hjá aflandskrónueigendum, hann er líklega að tala til þeirra með þessum orðum.

Það fer aula- og kuldahrollur um mann að skoða þetta í samhengi!

Björn (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 18:22

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

þetta er svolítið magnað í ljósi þess að Íslandsbanki hélt námskeið í fyrradag um það hvernig ætti að komast hjá því að skila gjaldeyri til landsins með löglegum hætti.

Ef það þarf ekki að skila gjaldeyri til landsins.. hvaða vandræðum erum við þá í?

Magnað.

Lúðvík Júlíusson, 25.3.2011 kl. 18:23

3 Smámynd: Einar Karl

Er þetta ekki brot á einni af grundvallarstoðum EES-samningsins? Fáum við sjö ára undanþágu??

Einar Karl, 25.3.2011 kl. 18:48

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég er amk að undirbúa að senda ESA athugasemd enda njóta auðmenn vissra forréttinda.  Ef höftin voru sett vegna neyðarástands þá er ekkert sem heimilar að veita þeim rýmri heimildir til að komast hjá skilaskyldu á gjaldeyri.

Lúðvík Júlíusson, 25.3.2011 kl. 18:54

5 identicon

Ég skil ekki þörfina fyrir þessa forgangsröðun "auðmanna" eins og þú kallar þá Lúðvík (en held að þetta séu fyrst og fremst erlendar bankastofnanir, sjóðir og fyrirtæki). Áhugavert að sjá hvernig ESA bregst við athugasemdum þínum (hvort þeir verndi þessa fjármagnseigendur með sama hætti og gert er hér).

Björn (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 19:53

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Björn,

ég þarf að sækja um undanþágu ef ég fæ 8 evrusent í vexti en ef ég fæ 1000 evrur í vexti þá get ég endurfjárfest með 17 evra kostnaði og komist hjá því að skila gjaldeyrinum til landsins.

Ég fór á fund hjá Seðlabankanum þar sem mér var sagt að heimildin til endurfjárfestingar væri til að skaða ekki fjárfestingar stórfjárfesta.

Varðandi 8 sentin, þá fékk ég heimild til að safna þeim upp í 500 dollara eða skila þeim innan 6 mánaða... hehehe

Lúðvík Júlíusson, 25.3.2011 kl. 20:00

7 identicon

Hver ætli hafi áhuga á íslenkum ríkiskuldabréfum ef að þjóðin samþykkir Icesave, ekki veit ég um nein, vá ég á ekki orð er AGS búið að spila þjóðina upp úr skónum shit shit shit

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband