Furðuleg hneykslun

Já en Steingrímur samþykkt ekki neyðarlögin!!!

... segja nú íhaldsmenn í hneykslunartón, af því fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon skyldi lýsa því að hann væri feginn að neyðarlögin héldu, og að ríkissjóður fengi ekki á sig þrettánhundruð milljarða kröfu, eða hvað það var sem hefði gerst ef dómur Hæstaréttur hafði farið á annan veg.

Ekki-leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði í yfirlýsingu:

Einnig er rétt að minna á að núverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sá sér ekki fært að styðja þau, né aðrir þingmenn vinstri grænna.

 

og blogggjammarar syngja með í kór.

Það má ALDREI gleymast að Vinstri-Grænir studdu EKKI neyðarlögin!!!!!!!

 

segir Halldór Halldórsson og fær tíu læk fyrir.

Gott að halda því til haga að vinstri grænir studdu ekki neyðarlögin. Er ekki rétt að setja ný neyðarlög og banna vinstri græna ?

 

segir Þórarinn Friðriksson brosmildur á svip.og einn helsti hugsuður Íslands, fyrrverandi farandverkamaðurinn og alþýðuhetjan, núverandi stórtæki laxveiðigúrú og lúxusjeppakall, Bubbi Morthens, segir:

Vinstri Grænir studdu ekki neyðarlögin veit fólk það ekki?

 

Þess vegna skulum við aðeins rifja upp söguna, fyrir þá sem eru með valvíst (selektíft) minni:Klukkan 16 mánudaginn 6. október 2008 hélt Geir Hilmar Haarde "Guð blessi Ísland"-ávarpið og sagði fólki að haldast í hendur en útskýrði að öðru leyti ekki neitt hvað stæði til. Samtímis voru starfsmenn Alþingis í óða önn að ljúka yfirlestri og útprentun á Neyðarlagafrumvarpinu. Þingmenn fengu frumvarpið í hendur rétt fyrir klukkan fimm. Þingfundur hófst klukkan 16:54. Forystumenn stjórnarandstöðu höfðu fengið að vita af málinu fyrr þennan dag og í framsöguræðu sinni sagði Geir Hilmar:

Ég hef kynnt þetta mál fyrir forustumönnum stjórnarandstöðunnar og þakka þeim fyrir gott samstarf. Ég vænti þess að mál þetta geti orðið að lögum síðar á þessum degi.

 

Lokaatkvæðagreiðsla eftir þriðju umræðu um þetta risavaxna mál og flókna frumvarp fór fram klukkan 23:18 þetta sama kvöld.

Frumvarpið var viðamikið og gaf stjórnvöldum margháttaðar heimildir til að bregðast við yfirvofandi neyðarástandi. Mogginn reynir i stuttu máli að gera grein fyrir innihaldi laganna, nú þremur árum síðar og ég hvet lesendur til að renna yfir fréttaskýringuna og sjá hvort þeir átti sig glögglega á lögunum, og svari því hver fyrir sig hvernig þeim hefði liðið sem þingmönnum að fá svona frumvarp fyrirvarlaust í hendur klukkan fimm með þeim orðum að frumvarpið yrði að verða að lögum samdægurs.

Og svo voga hægrimenn sér að berja sér á brjóst og ásaka stjórnarandstöðuþingmenn þess tíma fyrir að hafa setið hjá við afgreiðslu neyðarlagafrumvarpsins, þingmenn sem þó voru fullkomlega samvinnuþýðir og hleyptu málinu í gegn á stysta mögulega tíma ÁN NOKKURRAR EFNISLEGRAR SKOÐUNAR EÐA UMRÆÐU.

Skammastu þín Bjarni Benediktsson.


mbl.is Hvað felst í neyðarlögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dæmigert fyrir umræðuna sem sjallar standa fyrir.

Vitleysisumræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2011 kl. 17:04

2 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Það er orðið skrítið þegar menn skammast yfir því að bent sé á staðreyndir. Rétt er að benda pistilhöfundi á ummæli stjórnarflokkanna í garð þingmanna stjórnarandstöðunnar þegar hluti hennar sat hjá við afgreiðslu Icesave1 laga á sínum tíma. Það er greinilega ekki sama hver ræðir hvað.

Kristinn Daníelsson, 30.10.2011 kl. 19:14

3 Smámynd: Einar Karl

Kristinn:

Ég skil ekki samanburð þinn. Lastu pistilinn minn?

Einar Karl, 31.10.2011 kl. 12:59

4 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Einar karl, þér er frjálst að þrengja samanburðarskilning þinn gagnvart athugasemd minni og einnig að misskilja innlegg mitt.

Hver er ástæðan fyrir þessari viðkvæmi gagnvart þeirri staðreynd að VG sat hjá við afgreiðslu neyðarlaganna á sínum tíma? Er ástæðan sú að Steingrímur er að mæra lögin nú? 

Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að leita að ummælum Steingríms J. eða annarra um hjásetu Sjálfstæðismanna við afgreiðslu Icesave laganna sem samþykkt voru í lok ágúst 2009. En þau ummæli voru ekki hrós. Hjáseta Sjálfstæðismanna er staðreynd sem ekki verður neitað og allir mega hafa á henni skoðun.
Hins vegar eru Sjálfstæðismenn ekki að mæra þau lög eins og Steingrímur mærir neyðarlögin nú.

Kristinn Daníelsson, 31.10.2011 kl. 15:59

5 Smámynd: Einar Karl

Kristinn:

var Steingrímur að "mæra" Neyðarlögin? Ég held að han nhafi verið að lýsa því að hann var feginn að neyðarlögin héldu, samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Ég er síður en svo "viðkvæmur" fyrir þeirri staðreynd að Vinstri grænir sátu hjá við afgreiðslu Neyðarlaga frumvarpsins.

Hvað hefðir þú gert, Kristinn Daníelsson, treyst í blindni Geir Hilmari, og samþykkt þetta viðamikla og áhrifamikla frumvarp "óskoðað" án þess að hafa tækifæri til að rýna í lagalegar, hagfræðilegar, siðferðilegar eða praktískar hliðar málsins?

Einar Karl, 31.10.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband