Rökrétt niðurstaða

Þeir fjölmiðlar sem stýrt er af Sjálfstæðismönnum halda nú áfram þar sem frá var horfið í málflutningi verjanda fyrir Landsdómi, og halda áfram uppi vörnum fyrir félaga sinn Geir H. Haarde.

Fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson sem skrifar á hverjum laugardegi hátíðlega ritstjórnarpistla í Fréttablaðið (við hlið hátíðlegra leiðara Sjálfstæðismannsins Ólafs Stephensen) ver öllum pistli sínum í morgunn í Landsdómsmálið. Þorsteinn talar um stjórnarskrána 1918, lögskýringargögn, stjórnskipuleg hugtök, og svona þurr lagatæknileg hugtök sem eru frekar óspennandi fyrir ólöglærða. En niðurstaða Þorsteins er sú sama og Sjálfstæðisflokkkurinn og KOM Auglýsingastofan og Geir hafa hamrað á:

Sama hvað á dynur, ef til dæmis væri hér yfirvofandi innrás erlends ríkis eða hvað annað grafalvarlegt ástand sem gæti orsakaða neyð og upplausn, þá sé engin ástæða fyrir Forsætisráherra að taka málið upp á ríkisstjórnarfundi.

Forsætisráðherra geti þess í stað til dæmis rætt málið óformlega við þá sem hann telur að málið komi við, nágranna sinn og samflokksmanninn bankastjórann, útvalda ráðherra inni á kaffistofu Stjórnarráðsins, eða samflokksmenn og gamla vini í embættismannaliði ríkisins, sem flokkurinn hefur komið þar fyrir. Flokkurinn skuli ráða eins miklu og hann mögulega getur.

Eina rökrétta niðurstaðan af þessum málflutningi Þorsteins og annarra Sjálfstæðismanna er þessi:

Það er ótækt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda. Flokkurinn hefur ekkert lært og neitar allri ábyrgð á því sem úrskeiðis fór undir hans stjórn.

 

 classa_1149295.jpg

Eitt sinn stuttbuxi, ávallt stuttbuxi. 

 


mbl.is Það var reitt hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt athugað með "hátíðlega" pistla þeirra félaganna Þorsteins og Ólafs Stephensen. Eins og predikanir, skrifaðar af mönnum sem taka sjálfan sig of hátíðlega. Annars á Geir að láta okkur í friði. Allir eru búnir að fá nóg af þessum dinosaurum, Dabba, Geir og Óla forseta. Þeir gerðu þjóðinni greiða með því að draga sig í hlé. Gætu dundað við það að skrifa "jólabækur".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband