Ertu ekki Íslendingur?!

Fór að skokka í kvöld stuttan hring í Laugardalnum. Á göngustígnum austan við Grasagarðinn, nálægt Álfheimum, stöðvaði mig maður og spurði mig til vegar, en hann var að leita að Fram vellinum, með rúmlega hálffullt bjórglas í hendi og nokkur í maga, af fasi hans að dæma. Líklega hefur hann hitað upp fyrir leikinn í Ölveri í Glæsibæ.

Ég hugsaði með mér að það væri nú munur ef menn gætu hellt í sig öli við hlið vallarins eða á bar í stúkunni sjáfri, eins og fótboltafélögin vilja, þá þyrfti þessi maður ekki að ganga allan Laugardalinn á enda og eiga á hættu að týnast eða að skvettist úr glasinu. 

Hann þakkaði mér kærlega fyrir leiðbeiningar en spurði svo nokkuð hvumsa, Af hverju ertu í svona bol? Er þetta ekki tyrkneskur bolur? Af hverju ertu í tyrkneskum bol? Ertu ekki Íslendingur, ha?

Jú mikið rétt, ég var með tyrkneska fánann á maganum. Keypti bolinn í Tyrklandsferð fyrir 6 árum og nota hann til að skokka í. Skemmtilega eldrauður og fáninn er myndrænn og flottur.

En ég var lagður af stað og svaraði ekki manninum. Hefði auðvitað getað sagt honum að ég væri hálfur Tyrki og hefði búið í Tyrklandi til 5 ára aldurs, eða að konan mín væri tyrknesk og börnin mín með tvöfalt ríkisfang.

En af hverju ætti ég svo sem að þurfa að réttlæta fyrir þessum manni í hvaða fatnaði ég hleyp?? Hvort sem ég er Tyrki eða ekki? 

Öl er innri maður er sagt. Það er sannleikskorn í því. Menn eru hömlulausari, ófeimnari við að láta í ljós tilfinningar, skoðanir, og fordóma. Er sérstök þörf á að ýta undir það á knattspurnuleikjum?

 

 

tyrkland

Bolurinn sem stuðaði öl- og fótboltaunnandann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband