Meinlegur misskilningur séra Sigríđar

Séra Sigríđur Guđmarsdóttir mćtti í útvarpsviđtal í gćrmorgun til ađ gagnrýna hugmynd sem vakiđ hefur athygli, um ađ stofna nýtt trúfélag, Lćknavísindakirkjuna, í ţeim tilgangi ađ láta sóknargjöld sem félagiđ fengi frá ríkinu renna til heilbrigđisţjónustu.

Sigríđur fann margt ađ ţessari hugmynd og sagđi hana bćđi neyđarlega og einfeldningslega. Henni tókst ađ fćra rök fyrir ţví ađ hugmyndin gerđi lítiđ úr lífsskođunarfélaginu Siđmennt.

Ég held ađ séra Sigríđur hafi viljandi veriđ ađ misskilja hugmyndina. Hugmyndin er ekki komin fram vegna ţess ađ fólk finni hjá sér einlćga ţörf á nýju trúfélagi. Hugmyndin er komin fram vegna ţess ađ margt fólk finnur ekki ţörf fyrir trúfélög, fyrir sig og sitt líf. Ţess vegna finnst fólki ekki ađ ríkiđ eigi ađ fjármagna trúfélög eins og hverja ađra almannaţjónustu međ ţví ađ greiđa sóknargjöld til trúfélaga án ţess ađ innheimta slík gjöld sérstaklega frá ţeim sem skráđir eru í félögin. 

Fólki finnst asnalegt og ţađ fyrirkomulag ađ ríkisjóđur greiđi sóknargjöld til allra mögulegra trúfélaga, beint úr ríkissjóđi eins og hver önnur ríkisútgjöld. (Ríkiđ innheimtir ekki sérstaklega ţessi gjöld frá ţeim sem eru í trúfélögum gagnstćtt viđ ţađ sem oft er haldiđ fram heldur er ţetta fé tekiđ af almennum tekjum ríkissjóđs.) 

Trúfélög eru í eđli sínu ekki almannaţjónusta sem hiđ opinbera, ríki og sveitarfélög, eiga ađ fjármagna . Í trúfrjálsu landi á ríkisvaldiđ ekki ađ leitast viđ ađ styrkja trúfélög, sem eru grundvölluđ á trúarkenningum sem alls ekki allir fallast á. Ţađ breytir engu ţó svo lögin heimili nú lífsskođunarfélögum ađ fá sambćrilega viđurkenningu og skráđ trúfélög. Ţađ breytir heldur engu ţó svo margt í starf trúfélaga geti talist gott og ţarft starf. Margs konar félög vinna gott starf, hjálparsveitir, góđgerđafélög, kórar og íţróttafélög, án ţess ađ ríkiđ haldi ţeim uppi og greiđi félagsgjöld fyrir međlimi félaganna beint úr ríkissjóđi.  Svona félög, líkt og trúfélög og lífsskođunarfélög, eru frjáls félagasamtök sem ríkiđ á ekki ađ fjármagna.

Hugmyndin um Lćknavísindakirkjuna snýst um ţađ ađ fólk vill ekki ađ almennir skattar sem viđ greiđum í ríkissjóđ fari í ađ greiđa sóknargjöld til Ţjóđkirkjunnar, Votta Jehóva, Krossins, o.fl. trúfélaga, eins og gert er í dag.

Ef ríkiđ og ríkisstofnunin Ţjóđkirkjan ćtla ađ fela sig á bakviđ ţann útúrsnúning ađ ríkiđ innheimti sóknargjöld, ţá eiga ţeir sem ekki eru í trúfélagi ađ fá ađ sleppa ţví ađ greiđa ţann "skatt" - eđa - fá ađ ráđstafa ţessu "innheimta" gjaldi til hvađa (trú)félags sem er, jafnvel trúfélags sem er stofnađ utan um trú og traust á lćknavísindum og heilbrigđisţjónustu.

sera


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband