Álit lögmanns

Lögmaður er ekki véfrétt. Þú sendir ekki spurningu til lögmanns eins og til Vísindavefsins.

Oftar en ekki er álit lögmanns fengið til að rökstyðja tiltekin sjónarmið. Lögfræði snýst ekki fyrst og fremst um að finna hið eina rétta svar við spurningu heldur miklu frekar um að rökstyðja svarið sem best.

Lögfræðiálit sem segir bara 'Já, þú gera svona', án frekari rökstuðnings er einskis virði.

Þegar hagsmunaaðili í miðri varnarbaráttu fyrir peningalegum hagsmunum kallar eftir lögfræðiáliti þá er það til að hjálpa sér í sinni baráttu, til að rökstyðja sín sjónarmið. Hagsmunaaðilinn er ekki að leita eftir hlutlausu áliti. 

Lögmaðurinn talar máli umbjóðanda síns og rökstyður það lögfræðilega sem best hann getur. 

Þess vegna er það ekki fréttnæmt að útgerðarfyrirtæki fær lögmann til að setja á blað álit sem hentar fjárhagslega hagsmunum þess. Ekki fréttnæmara en þegar einhver lögmaður úti í bæ talar máli skjólstæðings í hagsmuna- eða ágreiningsmáli.

Alveg sama hvað lögmaðurinn gerði í fyrra starfi. 

jsg 

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband