Þingmaður berst gegn veraldlegu samfélagi

Í Tyrklandi er íslam ríkjandi trú. Ríkisvaldið á þó að heita veraldlegt, en það var tyrkneski leiðtoginn mikli, Mústafa Kemal Atatürk sem barðist fyrir því að af-trúvæða samfélagið í Tyrklandi, nútímavæða landið og gera ríkisvaldið alfarið veraldlegt. 

Um þetta hafa þó aldrei allir verið á eitt sáttir og hefur nú hið síðari ár Tyrkland sveiflast aðeins í hina áttina undir stjórn leiðtoga sem er hallari undir trú og trúarlegt kennivald en fyrirrennarar hans.

Það er forvitnilegt fyrir okkur sem höfum áhuga á því að ræða að hversu miklu leyti samfélagið eigi að byggja á trú, trúarlegum gildum og trúarlegu kennivaldi, að heyra umræðu um sama mál í öðru samfélagi.

Þessari bloggsíðu hefur borist þýðing á forvitnilegu erindi sem íhaldssamur þingmaður flutti í mosku í úthverfi Ankara á Nýársdag. Hann heldur því fram að siferðisviðmið muni breytast ef trúin missir vægi og að slík óheillaþróun stuðli að upplausn.

Gefum Bairam Haahr Níl Zahin orðið:

mullah 

Það gerist ekkert að sjálfu sér í mannlegu samfélagi. Það er eitthvað sem mótar menningu, listsköpun, vísindin og lögin. Í okkar samfélagi er það ekki síst trú á Guð og múslimska arfleifð. Það er að mínu áliti mikil gæfa að múslimsk trú hefur verið ráðandi þáttur í lífi okkar. 

Með aukinni upplýsingatækni má segja að hver og einn einstaklingur sé orðinn fjölmiðill. Það er auðvelt að skjóta úr launsátri og rægja aðra með nútímatækni. Trúin, moskan og múslimsk gildi eru ekki undanskilin rægingarherferð af þessu tagi. Í raun hafa margir beitt sér af alefli með þessi vopn í hendi gegn múslimskri trú og moskunni. Þeir halda því fram að trúin sé blekking og hindurvitni og í raun ekkert annað en leifar af frumstæðri hugsun sem þekkingin afhjúpi.

Þetta er ekkert nýtt og hægt er að nefna marga heimspekinga og hugsuði, eins og þeir kölluðu sig, sem síðustu 200 árin eða svo hafa spáð því, að dagar múslimskrar trúar væru taldir. Þessar framtíðarspár reyndust ekki réttar. Það er nefnilega svo, eins og Síg Ürb Orhan Ei Narzin múlla, sagði í útvarpserindi  fyrir rúmlega 30 árum, að þeir menn, sem af miklum móði veitast að því, sem þeir telja blekkingar, eru sjálfir hrapallega blekktir.

Því er enn haldið fram að þekking og vísindi fari ekki saman við trú og íslam. Þetta séu andstæður og trúin sé því ekkert annað en hindurvitni og hleypidómar sem samræmist ekki heilbrigðri skynsemi.  Vísindin og þekkingin hafi sannað að sköpunarsagan í upphafsriti Kóransins sé markleysa.

Það er fráleitt að reyna að gera sköpunarsöguna að markleysu, og þar með Kóraninn allan, með því að leggja á hana raunvísindalegan mælikvarða. 

Höfum við einhverja ástæðu til að ætla að múslimsk trú og múslimsk gildi verði ekki áfram ráðandi þáttur í lífi okkar? Hefur eitthvað breyst og þurfum við að hafa einhverjar áhyggjur? Já, það hefur ýmislegt breyst og við þurfum að hafa áhyggjur

Þótt frá upplýsingaröld hafi verið til menn sem hafa talið trú blekkingu, sem vísindin og þekkingin myndu eyða, eru það nýmæli, a.m.k. hér á landi, að stofnuð hafi verið félög, beinlínis í þeim tilgangi að berjast gegn Íslam. Með nýrri upplýsingatækni er auðveldara að láta til sín taka og hafa meðlimir í þessum félögum látið einskis ófreistað í ófrægingarherferð sinni gegn múslimskri trú, moskunni og múslimskum gildum. En það sorglega er, sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af, að málflutningur þessi hefur fengið að hluta til undirtektir hjá stjórnvöldum.

Í grunnskólalögum segir meðal annars að starfshættir grunnskóla skuli mótast af  múslímskri arfleifð tyrkneskrar menningar. Í aðalnámskrá er lögð sérstök áhersla á menningarlæsi. Þrátt fyrir þessi lagafyrirmæli og markmið í námskrá hefur verið þrengt verulega að kennslu í múslímskum fræðum í skólum og moskunni alfarið úthýst úr skólum landsins.

Trú er ekki bara trúin á Guð, skapara himins og jarðar. Hún er ekki síst menning, siðferðisviðmið og samfélagsmótandi gildi og hefðir. Múslimsk trú og múslimsk gildi hafa gert okkur að þeirri þjóð, sem við erum, og mótað samfélag okkar, sem við erum stolt af.

Þegar stjórnvöld leitast við að aftrúvæða þjóðina er stuðlað að upplausn samfélagsins og afmenningu þess. Það gerist ekki á einni nóttu en þegar heilu kynslóðirnar fá takmarkaða fræðslu í íslam og finna jafnvel helst fyrir neikvæðni í garð íslamstrúar mun það ekki eingöngu hafa áhrif á menningu og takmarka menningarlæsi, heldur munu siðferðisviðmið breytast og múslimsk gildi þynnast út. Æðruleysið, kærleikurinn og fyrirgefningin eru okkur nefnilega ekki í öllum tilvikum í blóð borin.

Múslimskt fólk getur ekki horft sljóum augum á þessa hættulegu þróun í samfélaginu. Það þarf að spyrna við fótum og taka slaginn með æðruleysið og kærleikann að vopni. Það er eins í þessu og öllu öðru, við tryggjum ekki eftirá. Ég efast ekki um að allt það ágæta fólk, sem lætur sig íslam og moskuna varða, og allir þeir foreldrar og uppalendur, sem vilja ala börn sín upp í múslimskri trú og gildum, vilja leggja sitt af mörkum til að sporna við þeirri óheillaþróun sem ég lýsti hér áðan. 

 

Lengri útgáfu af erindinu má finna HÉR 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ataturk gekk alltof langt. Hann þjáðist af minnimáttarkennd og elskaði Vesturlönd fram úr hófi. Því lét hann banna til að mynda hefðbundinn múslimskan höfuðfatnað karlmanna, og skylda menn víða til að bera vestrænan hatt, af því tagi sem herramanna var siður í Bandaríkjunum og í Evrópu á þessum tíma. Með því að ganga þannig fram af sínu fólki opnaði hann dyr fyrir menn eins og þennan "trúarleiðtoga". Það þýðir ekkert að berja fólk til hlýðni með sálfræðilegum hernaði og fyrirlitningu á eigin menningu. Og tískulöggur, þær lifa aldrei lengi. 

Að þetta sé "áhugavert" fyrir okkur? Kannski svipað og hvað það var "áhugavert" fyrir okkur að forsetinn skyldi tala um "Samstöðu" á sama tíma og Kim í Norður Kóreu sem var að láta hunda éta frænda sinn lifandi. Sumum fannst það voðalega áhugavert eitthvað. Og sambærilegt á allan hátt. 

Kex (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 01:52

2 identicon

PS: Enginn forseti eða forsætisráðherra um víða veröld hefur haldið nýársræðu án þess að minnast á samstöðu, hvort sem það orð var kosið, eða eitthvað sem minna íslenskuglöggir menn með slakari lesskilning eru örlítið næmari á og villast því ekki á og "Heil Hitler!"

Kex (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 01:54

3 identicon

Merkilegt eða ekki að lesa þennan múslim: Ekkert orð um kærleika. Það þekkist ekki í islam, bara svo þið munið munin á kristni og islam. Kærleikur er ekki til í þeirra orðaforða um trúarbrögð.

Örn ÞJohnson ´43 (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 02:24

4 identicon

Að einhver maður í Tyrklandi skuli hafa áhyggjur af upplausn er eins dularfullt, og í frásögufærandi, hvaða ástæðu sem hann finnur fyrir því í ótta sínum, og að hér myndu menn óttast upplausnarástand ef það væru blóðugar byltingar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Grænlandi og á Bretlandseyjum!

Munurinn er að Tyrkinn hefur engan sjó að skýla sér á bak við. Nágrannarnir eru óhuggulega nálægir og engin vörn fyrir þeim. 

Það er best að hófsöm öfl séu við völd. Ef nýr Ataturk mætti á svæðið (og hann var öfgasinni, bara í hina áttina), þá yrðu strax blóðug uppþot út af áhrifum miklu hérskárri og öðruvísi islamista en þess sem skrifaði þetta bréf sem þú birtir. Á því liggur enginn vafi. Og vænusjúkir sjálfsmorðsárásarmenn úr nágrannaríkjunum myndu streyma inn til að verja landið og taka þátt í heilögu stríði. 

Miðjumoð er kannski leiðinlegt og þreytandi, eins og við Íslendingar vitum best, miðjumoðarar allra miðjumoðara. En því fylgir almennt friður. Ef ein fylking upplifir sig algjörlega sigraða af annarri, ógnað eða undirokuð, þá byrja blóðsúthellingarnar og öfgamennirnir komast til valda. 

Harðlínu herskáir kommar og fasistar óðu ekki uppi á sama tíma fyrir tilviljun. Þeir þurftu á hvorum öðrum að halda og höfðu völd sín frá hver öðrum, vegna gagnkvæms ótta og vænusýki sem skapaðist hjá þeim sem höfðu tilhneigingar í átt til annarrar hvorrar tegundar öfga. 

Þess vegna þykir leiðindafígúra eins og Angela Merkel, "kristilegi demókratinn", allt í einu svona sjarmerandi í dag. Svoleiðis fólk er gulltrygging fyrir að fólk geispi yfir leiðindunum í stað þess að grípa til vopna. Mér sýnist maðurinn sem þú vitnar í bara álíka leiðinlegur og lítið minna hættulegur. Í Þýskalandi ríkir nú þrenns konar, jafnrétthá ríkistrú.

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 06:51

5 Smámynd: Einar Karl

Jú hann Níl Zahin minnist líka á kærleika, hann telur reyndar að kærleikurinn sé eitthvað sem fylgir sinni trú sérstaklega og að ef fólk væri trúlaust myndi það ekki sýna hvert öðru nægan kærleika. Hann telur að trúin sé einskonar forsenda kærleika og mannlegs siðferðis.

Skoðið endilega lengri útgáfuna á erindi hans, þá sjáið þið þetta betur.

Einar Karl, 4.1.2014 kl. 08:35

6 identicon

Þú verður samt að afsaka, en ég skil ekki alveg hvað er áhugavert við greinina í sjálfu sér? Í henni er ekkert frumlegt, nýtt eða nokkuð sem gefur tilefni til að staldra við hana, nema þá maður hafi lesið afskaplega lítið, eða sé virkilega í þeim flokki sem þarf að uppfræða um þetta sem greinin hefst á "Í Tyrklandi er íslam ríkjandi trú." Þetta er leiðinleg grein, fyrirsjáanleg og gamalkunnug fyrir flestum hjá honum Zahin kallinum. Reyndar á Islam alltaf að skrifast með stórum staf, og það eitt og sér nóg til að komast í vandræði fyrir óvirðingu hjá ofstopafyllri mönnum en þessum Zahin að dirfast að skrifa það með litlu.

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 10:16

7 Smámynd: Einar Karl

Örn,

mér fannst áhugavert að bera saman sláandi líkindi málflutnings Bairam Haahr Níl Zahin og íslenska þingmannsins Brynjars Níelssonar. Hann flutti líka erindi á Nýársdag sem lesa má hér:

Erindi Brynjars Níelssonar

Einar Karl, 4.1.2014 kl. 10:47

8 identicon

Ætli allt hangikjötsátið hafi svona sljóvgandi áhrif á fattarana hjá fólki á þrettándanum?

Sigurður (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 13:58

9 identicon

Islam skal skrifað með hástaf. Það er skoðun hinna trúuðu (sjáðu þessa síðu sem dæmi, textinn á henni er skrifaður af Íslendingum og I stórt með fullum vilja. Þessi síða er frá hófsamasta armi íslenskra múslima. Hér býr líka fólk sem tekur svona hluti afaralvarlega. Flestir vilja I frekar en Í, þar að auki, en Í þykir þó ekki lítilsvirðandi ólíkt því sem lítið í þykir, að því er íslenskir múslimar hafa tjáð sig við mig.

PS: Það eina sem ég sé "sláandi" við þessar ræður, hvora um sig, er hversu venjulegar og leiðinlegar þær eru. Að verða gáttaður að einhver maður út í heimi geti verið drepleiðinlegur og afspyrnuvenjulegur, það þykir mér nú bara hálfgerður rasismi satt að segja. Heldur þú að múslimar standi ávallt út á götum og hleypi af byssuskotum og tali í dramatískum tón?

Ön (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 17:14

10 identicon

http://www.islam.is/ Taktu eftir notkun hástafs. Betra að móðga fólk ekki og sýna lítilsvirðingu. Einn helsti munurinn á Íslandi og öllum nágrannaríkjum er að hér eru MUN færri múslimar, og Íslendingar því líklegri til að sýna óvirðingu og afspyrnu fáfræði eins og að þurfi að taka sérstaklega fram íslam sé útbreiddasta trúin í Tyrklandi og verða forviða að til sé leiðinlegur múslimi með venjulegt íhaldsmannaraus á vörum. Ég þekki leiðinlegan trúleysinga. Hann er hátíðlegur, íhaldsamur og fyrirsjáanlegur. Vinum mínum frá redneck ville Alabama þætti þetta kannski fréttnæmt. Þér væntanlega síður. Dragðu ályktanir um eigin fordóma út frá þessu.

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 17:17

11 identicon

Og hvað er sérstakt við ræður Arnar, Sigmundur og allra hinna? Þær eru eins og önnur hver ræða sem annar hver stjórnmálamaður hefur skrifað hér síðan einhvern tíman á 19.öld. Leiðinlegar (en ekki meira en ræður Jóhönnu Sigurðardóttir), þjóðernismiðaðar/upphefjandi (en ekkert meira en það sem Vigdís Finnbogadóttir skrifaði, og að mörgu leyti minna), hátíðlegar (en þó afar lágstemdar miðað við Vigdísi. Vér-ið hvergi sjáanlegt). Þreytandi, eins og flest sem frá svona fólki kemur.

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 17:20

12 identicon

Eini mögulegi tilgangurinn sem ég sé með þessari "frétt" þinni, er svona eins og þegar bent er á myndir af Afríkönum að knúsast og kyssast og svo er texti undir eins og "Við erum öll fólk" og menn tárast. Sumum finnst svona lagað voðalega fallegt. Mér segir þetta bara að þetta kemur upp um rasisma manna. Engum finnst svona í frásögufærandi eða merkilegt, að við séum öll ósköp svipuð og venjuleg og sömu týpur séu hér og þar, nema einmitt rasistum og þeim sem enn hafa einhverja svona þjóðernissinnataugar sem valda því til dæmis þeim myndi líða illa að fá svertingja í fjölskylduna. Annars þyrfti fólkið ekki að hafa orð á einhverju sem er augljóst, sjálfsagt og öðrum finnst jafn leiðinlegt og furðulegt að heyra og "Kvenmenn eru líka fólk. Þær geta líka hugsað. Þær geta meira að segja haft eitthvað til málanna að leggja. Þær eru ekki óæðri karlmönnum". Jú, jú, sumum þykir þetta merkilegt. Og suma "snertir" þetta. En það segir þá bara eitthvað um hvað þeir eiga erfitt með að meðtaka boðskapinn.

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 17:23

13 identicon

Nú eða að segja "Veistu, ég hitti Afríkana sem gat lesið. Hann var ekki heimskur og ekki ofbeldisfullur. Hann var heldur enginn ofstækismaður."

Að segja "Það er einhver leiðinda Tyrki út í heimi, sem er ekki öfgamaður, heldur bara venjulegur hátíðlegur rausandi íhaldsmaður að röfla um Islam, og hann minnti mig bara hreinlega á Framsóknarmann". Þér finnst þetta kannski eðlilegt. Mér finnst þetta gefa til kynna eitthvað mjög óeðlilegt. Þú ættir að ferðast meira og kannski kynnast einhverjum Tyrkjum.

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 17:26

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Örn,

þú virðist ekki fatta að þessi pistill er pjúra írónía - kaldhæðni. Erindi hins meinta íhaldssama Tyrkja er nánast orðrétt "copy-paste" upp úr erindi Brynjars Níelssonar, nema 'kristni' er skipt út fyrir 'Íslam'.

Ég held að Einar Karl sé að reyna að segja okkur að erindi Brynjars á Nýársdag sé jafn heimskulegt og ef einhver íhaldssamur karl í Tyrklandi myndi halda því fram að tyrkneskt samfélag myndi fara til andskotans og fólk hætta að vera almennilegt, ef Guðstrú myndi leggjast af.

Skeggi Skaftason, 4.1.2014 kl. 18:18

15 identicon

"Ég held að Einar Karl sé að reyna að segja okkur að erindi Brynjars á Nýársdag sé jafn heimskulegt og ef einhver íhaldssamur karl í Tyrklandi myndi halda því fram að tyrkneskt samfélag myndi fara til andskotans og fólk hætta að vera almennilegt, ef Guðstrú myndi leggjast af."

 Að gefa það í skyn að það sé einhvern veginn ekki augljóst, eða fréttnæmt, er að mínu leyti rasismi. Algjörlega sambærilegt við að benda á mynd af krúttlegum svertingjabörnum að knúast og segja "Sko, sjáðu! Þetta er líka fólk".

Allt almennilegt fólk veit að fólk er eins alls staðar og telur það ekki fréttir. Meira en það, þá er eitthvað óeðlilegt við að þurfa að hafa orð á því. Ég ráðlegg þeim sem telja sig knúna til þess að fara út og finna sér eina svarta, eða eignast amk einn mjög náinn vin sem er ekki "hvítur" eða vestrænn. Þá fer maður fyrst að skilja afhverju svona þvaður ER rasismi. 

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 21:01

16 identicon

Svo mætti líka túlka þetta sem islamofóbíu. Kall með skegg og undarlega klæddur hljómar svipað og einhver Framsóknarmaður = Framsóknarmaðurinn hlýtur að vera varhugaverður.

Málið er þarna er venjulegur, hófsamur maður að tjá sig, sem hefur gerst sekur um þann "glæp" að hugsa ekki eins og þið og ganga ekki í gallabuxum og dirfast að safna skeggi. Skoðanir hans eru samt á engan hátt áhugaverðar, í frásögufærandi eða merkilegar. Því er undarlegt að vekja máls á þeim þeirra vegna. Né heldur rýrir það mál annarra að þeir skuli líkjast honum.  Og haldi einhver það fram veldur því ekkert nema menningarlegur rasismi og islamofóbía. Flestir karlfuskar með skegg eru leiðinlegir íhaldsmenn sem gera ekki flugu mein. Og hann hefur nokkuð til síns máls. Veraldarvæðing akkurat núna á þessum tímapunkti myndi binda enda á nokkuð friðsamlegt ástand mála í Tyrklandi, og því best að halda hlutunum nokkrun veginn á sama róli frekar en allt fari í bál og brand að borgarastyrjöld. Það helst friður þarna með karlfuskar eins og hann, fulltrúar hófsama meirihlutans, halda áfram að röfla. Hinum megin við strikið eru annars vegar harðlínu islamistar og síðan algjörir aðskilnaðarsinnar trúarlegs- og veraldlegs valds. Það kann að hljóma "ógáfulegt" í augum heimskra og heimóttarlegra manna, en það er samt þannig að það skiptir litlu hvor af þessum kemst til valda. Bæði myndi þýða bölvun fyrir Tyrkland og kalla yfir þjóðina borgarastyrjöld á þessum tímapunkti, út af ástandinu í nágrannalöndunum. Og þannig verður það næstu áratugina. Maður þarf ekki að trúa á guði, heldur bara að vera á móti blóðsúthellingum og að saklaus börn deyji, til að sjá það, og skilja að svona kallar eru ekki "vandamál". 

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 21:07

17 identicon

Staðan í Tyrklandi er svona, ef "veraldarhyggjumenn" vinna þá munu herskáir öfgasinnaðir islamistar streyma yfir landamærin með byssur og byrja að drepa fólk. Ef herskáir öfgasinnaðir islamistar vinna, nú ...þá mun nákvæmlega það sama gerast. Ef hátíðlegur, leiðinlegur íhaldsmaður röflar og rausar, þá gerist nákvæmlega ekkert. Sem er það besta í stöðunni. Þá geta hófsöm byltingaröfl haldið áfram að vinna sitt starf, menn með hugsjónir sem innifela að blóðsúthellingar eigi að forðast fram í lengstu lög og friður sé ávallt eftirsóknarverður. Þeir vinna sitt verk undir radarnum, í skjóli svona miðjumoðs karlfuska fulltrúar íhaldsins og hins hefðbundna. Og aðeins þau öfl geta stuðlað að alvöru, langvarandi og farsælum breytingum í átt að mannúð og upplýsingu.

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 21:11

18 identicon

*Þeir vinna sitt verk undir radarnum, í skjóli svona miðjumoðs karlfuska fulltrúa íhaldsins og hins hefðbundna. Og aðeins þau öfl geta stuðlað að alvöru, langvarandi og farsælum breytingum í átt að mannúð og upplýsingu.

Mest afgerandi byltingin kemur frá þeim sem vinna í skjóli íhaldsins. Hann er besti farvegurinn fyrir byltingu sem er unnin neðanjarðar. Þá breytast hlutir friðsamlega og eiginlega án þess neinn taki eftir því til að byrja með. Og engum barnslífum þarf að fórna. Á meðan er algjörlega nauðsynlegt að hafa rausandi karlfusk, hófsaman og hefðbundinn, til að láta öfgafulla islamista halda að ekkert merkilegt sé að gerast og ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur, og til að skammsýnir öfgasinnar í hina áttina vinni ekki skaða og hægi á ferli breytinganna, komi í veg fyrir breytingarnar geti orðið varanlegar eða komi jafnvel í veg fyrir þær geti nokkurn tíman gerst (eins og hefur því miður oft gerst, því heimska myrðir fleiri menn en vopn.)

Örn (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 21:15

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kærleikurinn er án efa rót alls góðs.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað raunverulegur kærleikur gengur út á.

Þegar ég var í heimavistar-barnaskóla, c.a. milli 9 og 13 ára, (man þetta ekki nógu vel), þá kom prestur og hélt messu í skólanum. Það var venja í einhver skipti í mánuði. Presturinn í skólamessunni sem vakti minn skilning á kærleikanum í Jesú-boðskapnum, situr enn í hugarminninu, eftir öll þessi ár.

Það var ekki hávaði, né nokkur áróðurspressa í orðum hins hjartahlýja prests: Ingibergs Hannessonar, þegar hann talaði um hvernig óréttlætið fékk óhindrað, með fyrirmælum illmenna-valdhafa, að níðast á saklausum og sannleiks-kærleiks-boðberanum Jesú.

Ég gleymi því ekki hvernig hans rólegu og skiljanlegu orð, opnuðu mín augu fyrir því, að kærleiksríka réttlætið væri það sem ég trúði á að væri rétt. En ég þorði ekki að segja neinum frá þessari upplifun, þetta eina skipti sem ég varð fyrir þessum áhrifum. því það var ekki líklegt til að verða vinsælt umræðuefni, og ég yrði að öllum líkindum enn púkalegri en áður, í þeirra augum, ef ég færi að segja frá þessari upplifun. Það skildi ég staks eftir messu, vegna umræðunnar hjá hinum krökkunum.

Ég var ekki jafn kjarkmikil við að tjá mig þá, eins og ég er núna.

Síðan eru liðin mörg ár.

Það situr ennþá í mér, að það var ekki í kirkju, sem ég lærði þennan réttlætisboðskap.

Ég hef enga trú á að Brynjar Níelsson sjái þetta kærleiks-ljós biblíusögu-fræðslunnar á sama hátt og ég. Hann hefur núna svika-"samviskulegum" skyldum að gegna, samkvæmt Páfa-fyrirskipuðu auknu valdi biskupa og lögregluyfirvalda vítt og breitt um heiminn. Sem Páfa-gauka-heimveldis-fyrirtækið:  Vatíkan.hel,  hefur tekið sér heimsvalds-rétt til að fyrirskipa. Og án nokkurra laga né alheims-dómstóla-samþykkta!

Sævar Sícelski, (afsakið stafsetningar-villu), væri örugglega reiðubúinn til að leiðbeina mér að handan, ef hann og ég gætum í sameiningu komið réttlætiskröfum raunverulega Jesú-kærleikans í gagnið hér á voluðu Móður Jörð. Móður Jörð sem nú hefur siðblindusjúka djöfla-skunka við stjórn dómsstóla, sem úthýsa saklausum og kerfissviknum kærleiks-Jesúsum af öllum kynþáttum og stéttum!

Ef Brynjar Níelsson og Ögmundur Jónasson eiga snefil af kærleiks/réttlætis og fórnfýsi-kennd, þá ættu þeir að sýna aðstandendum allra svikinna Jesúsa Íslands, kærleiksorð sín í verki.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2014 kl. 00:18

20 identicon

Þetta sem þú segir Anna Sigríður, hljómar algjörlega bandbrjálað þeim sem eru ekki Biblíulæsir (sem eru meirihluti Íslendinga, og sama gildir um aðrar heimsbókmenntir, til að mynda er afar erfitt að finna Íslending sem hefur lesið allan Shakespeare eða er sæmilega vel að sér í franskri ljóðlist, hér er ekki hátt menningarstig, svo einfalt er það nú, meðan þú getur gengið að því vísu að erlendir menn margra þjóða, sérlega í Suðurlöndum, séu vel lesnir, nema þeir séu af lágum stigum). Jesús sagði auðvitað "Það sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér gert mér", sem er væntanlega það táknmál sem þú vitnar til. Þetta yrði skiljanlegt hverjum einasta lifandi manni Frakklandi eða Grikklandi, á Spáni eða í Þýskalandi og öllum milli- og efristéttar Bretum, en Íslendingar munu líklega bara halda þú sérst galin. Smá ráð: Þegar þú talar við Íslending, gerðu þá ráð fyrir viðkomandi hafi lítið sem ekkert lesið, og hagaðu máli þínu eftir því, svipað og að tala við 7 ára gamalt barn af menningarþjóð, það er að segja.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 01:55

21 identicon

Um trúarleg reynslu þína ætla ég annars ekkert að tjá mig. Takk fyrir að deila persónulegri reynslu sem var þér dýrmæt. Erfitt er að hafa "skoðanir" á slíku. Varðandi sneiðina til stjórnmálamannanna þá eiga þeir hana skilið. Sama hvaða hugmyndafræði menn þykjast aðhyllast þá ættu þeir að láta verkin tala, ekki orðin. Þeir sem þykjast aðhyllast Kristindóm eða vinstrimennsku ættu að gera alvöru úr því að hjálpa sínum minnsta bróðir. Með sínu eigin fé, í sínum eigin tíma, því annars er það ekki fullgilt. Þeir sem aðhyllast hægrimennsku ættu að berjast fyrir frelsi annarra manna og auka félagslegan hreyfanleika upp á við. Ekkert af þessu sér maður menn gera almennt. Þeir eru ekkert nema kjafturinn og orðin tóm og hræsnin uppmáluð. Skiptir þá litlu hvaða stjórnmálaskoðun eða trú eða lífsskoðun þeir þykjast tilheyra. Viljir þú finna hugsjónamann (mann sem LIFIR sína hugsjón og raungerir hana í VERKUM), þá þarftu að fara út fyrir landsteinana.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 01:59

22 identicon

Íslendingar eru bestir í þessu: Rífa niður aðra menn, gagnrýna aðra, snúa út úr orðum annarra, rangtúlka orð annarra, snúa annarra orðum á versta veg. Alla vega ef reynir á umburðarlyndið og um er að ræða einhvern sem ekki er skoðanabróðir þeirra (trúarsystkini í sama veraldlega sértrúarsöfnuði og þeir, "hægri" eða "vinstri" kirkju þeirra heilaþvegnu, það er að segja. En sérðu þá LIFA speki sína og gera gott í sínu eigin lífi? Nei. Þú sérð þá í Kringlunni að kaupa sér varning framleiddan af þrælum fyrir lúsarlaun. Þú sérð þá graðka í sig skyndibita. Þú sérð þá spandera meira fé en þeir eiga fyrir, meðan aðrar þjóðir leggja fyrir og spara frá fyrsta degi fyrir háskólamenntun barna sinna, og eyða stórum hluta mánaðarlauna sinna í góðgerðarstarfsemi margskonar. Þú sérð þá velltast um í efnishyggju og eigingirni eins og svín. Vinstrimennina ekkert síður en hina.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 02:02

23 Smámynd: Einar Karl

Örn og Ragnar,

ég verð að biðja ykkur um að halda ykkur við efnið. Þið drepið niður umræðuna með langloku-tröllaþvaðri. Bloggið þá frekar á eigin síðum.

Einar Karl, 5.1.2014 kl. 11:35

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Örn,

fullt af fólki á Íslandi og Vesturlöndum vill endilega að múslimaríki leggi helst af sína gamaldags trú og verði meira veraldleg, a.m.k. er vandfundinn sá Vesturlandabúi sem mælir á móti því að múslimaríki gerist meira veraldleg.

En það er furðu algengt að hafa áhyggjur af því að Vesturlönd og vesturlandabúar verði of veraldleg og láti trú á palestínskan predikara lönd og leið.

Skeggi Skaftason, 5.1.2014 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband