Pása á 'Prime time'

Á heimilinu er oft hlustað yfir eldamennsku og kvöldmat á sex-fréttirnar í útvarpinu og Spegilinn sem kemur í kjölfarið, á Rás 1 eða 2. Nú er raunar búið að stytta tímann verulega, svo fréttir og Spegillinn taka samtals bara 30 mínútur.

Ég tók  eftir því í vikunni að þegar stillt var á Rás 2 að á milli 18:30 og 19 rúlluðu bara íslensk lög án kynningar, með þulurödd af upptöku inn á milli sem upplýsti á hvaða stöð væri hlustað.

Óneitanlega finnst manni það bera vott um mikið metnaðarleysi af þeim sem þessu réðu að skera niður einn besta fréttaskýringaþátt fjölmiðla um helming. Hitt er líka mjög spes að á þessum tíma þegar ætla mætti að mjög margir séu með kveikt á útvarpinu, a.m.k. eru dýrustu auglýsingatímar útvarpsins sitt hvoru megin við sexfréttir, að vera ekki með neina alvöru dagskrá heldur bara lög til uppfyllingar, í hálftíma.

Þetta er eitt af mörgum merkjum þess að mikið skipulagsleysi og ringulreið virðist einkenna uppstokkun og endurskipulagningu útvarpsdagskrár.

Vonandi tekst að finna nýjan útvarpsstjóra sem getur leitt útvarpsrásirnar tvær úr þeim ógöngum sem nýhættur útvarpsstjóri kom þeim í. Og vonandi fær Spegillinn aftur ða njóta sín betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband