spurningar til séra Arnar Bárðar

Jesús ögraði samtíð sinni og kom stöðugt á óvart. Hann er merkasta persóna mannkynssögunnar og sú eina sem vert er að hafa að altækri fyrirmynd.

Nú er í tísku að sparka í þessa fyrirmynd. Þeim fjölgar sem sækja í eftirlíkingar af kirkjulegum athöfnum í nafni trúleysis eða heiðindóms. Þeim fjölgar sem vanvirða heitin sem unnin voru við skírnina þegar lífsvegurinn var markaður. Ísland veður [sic] ekki betra samfélag á heiðnum, guðlausum grunni. Tilraun um slíkt þjóðskipulag var reynd í tvígang á liðinni öld í Evrópu og líka í Asíu en með skelfilegum árangri. 

Þessi orð sagði séra Örn Bárður Jónsson, prestur í Neskirkju, í predikun í morgun 19. janúar. Orð hans vekja upp ýmsar spurningar.

Hvaða athafnir er Örn Bárður að tala um sem "eftirlíkingar" kirkjulegra athafna? Er hann að tala um borgaralegar fermingar á vegum félagsins Siðmennt? Borgaralegar hjónavígslur? Nafngjafarveislur?

Hefur Örn Bárður verður viðstaddur borgaralega fermingu? Veit hann um hvað hann er að tala??

Borgarleg ferming líkist frekar hátíðlegri útskriftarathöfn eftir námskeið, en þeirri trúarjátningu sem ferming Þjóðkirkjunnar er. 

Telur Örn Bárður að þeir unglingar sem vilja ekki, eða eru ekki reiðubúin, að fermast kirkjulega séu að svíkja heit? Unnu börnin sjálf skírnarheit þegar þau voru ómálga ausin vatni? Er þessi skoðun sérans hans prívatskoðun, eða er þetta svona samkvæmt guðfræði Þjóðkirkjunnar?

Við skulum ekki fara út í nasisma-tenginguna. 

Það er leitt að sjá Örn Bárð vera með svona skæting í aðrar lífsskoðanir en þá sem hann predikar. 

ornbardur

Séra Örn Bárður Jónsson. Ríkiskirkjuprestinn skortir umburðarlyndi fyrir öðrum lífsskoðunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Í kristilegri fermingu dreypa fermingarbörnin á víni sem sagt er vera blóð Jesú Krists, og borða sérstakt brauð sem er sagt hold Krists. Þetta er vitaskuld einhver djúpstæð sýmbólík, börnin eiga ekki að ímynda sér að þau drekki alvöru mannablóð, heldur eiga þau í þessari athöfn að skynja nánd þess manns sem þau eru að játa að trúa á sem sérstakan lausnara mannkyns, mann og Guð í senn. Þessi athöfn er einn hápunktur fermingarathafnarinnar, aðalhápunktur er svo játningin sjálf, þegar fermingarbarnið játar trú.

Ekkert sambærilegt fer fram í borgaralegri fermingarathöfn.

Skeggi Skaftason, 20.1.2014 kl. 09:47

2 identicon

Örn Bárður hefur sagt það áður að "trúin á mannin er sú veikasta trú sem til er". Hann hefur greinilega ekki mikið álit á húmanisma.

http://www.vantru.is/2010/10/27/09.00/

Nafnlaus hugleysingi (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 13:20

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég hlakka til að sjá Örn Bárð svara. Hann á örugglega eftir að útskýra þessi ummæli sín ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.1.2014 kl. 18:41

4 identicon

Skeggi. aðalhápunktur ferminga hvort sem það er í ríkiskirkjunni eða borgaralegri, eru gjafirnar. 90% (tala gripin úr lausu lofti) fermingarbarna hugsar um það eitt og ekkert annað.

Sannleikur Lygason (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband