Mega aðrir skipta sér af OKKAR málum?

Enn á ný eru Bandaríkjamenn að gera veður út af hvalveiðum Íslendinga og hóta okkur ýmsu, ef við höldum þeim til streitu. og enn á ný heyrast sumir kvarta undan því að þeir séu að skipta sér af hvernig við nýtum okkar auðlindin.

mér finnst þetta bara prinsippmál að vera ekki að láta aðrar þjóðir segja okkur fyrir verkum, sama hvað það er

las ég í kommenti á Facebook. 

Eru þetta góð rök? Er það gott og sjálfsagt "prinsippmál" að aðrir skulu ekki skipta sér af okkar málum? Hvaða mál eru OKKAR mál?

Var Kárahnúkavirkjun og Hálslón bara "okkar" mál? Hvað ef við byggjum háhitavirkjun í Landmannalaugum? Virkjum Dettifoss? Útrýmum haferninum eins og við útrýmdum geirfuglinum?

Þessi má eru ekki alfarið okkar mál. Ekki frekar en að það sé einka-innanríkismál Brasilíumanna hvort þeir höggvi niður allan Amasónfrumskóginn, eða einkamál suður-Afríkumanna hvort þeir heimili veiðar á svörtum nashyrningum.

Akkúrat núna vilja margir að íslenskir ráðamenn komi skilaboðum áleiðis til Rússlands vegna lagasetningar um "áróður" um samkynhneigð.  Mörgum Rússum finnst þetta örugglega vera hin mesta afskiptasemi af þeirra innanríkismálum.

Það er ekkert prinsipp að ekki megi skipta sér af einhverju sem gerist í öðru ríki. Landamæri afmarka ekki hverju við megum skipta okkur af. Mannréttindi, sjálfbær nýting náttúru, virðing fyrir lífi, bæði mönnum og skepnum eru málefni sem eru ekki afmörkuð af landamærum.

Landamæri eru ekki til í alvörunni.

rhino 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála. Takk fyrir þetta. Ef menn gerðu sér grein fyrir því hvað er í húfi og hverju við erum að taka áhættu á með þessum hvalveiðum, þá myndu þeir, þó ekki væri nema fyrir eiginhagsmunasakir, hætta þeim strax í gær. Þetta er hámark heimskunnar. Þú ryðst ekki áfram eins og blind, heyrnarlaus, heilalaus jarðýta í lífinu og heldur það hafi engar afleiðingar. Þannig hugsa líka allir litlu glæpamennirnir í fátækrahverfunum, og sjáðu hvernig fer fyrir þeim? Það fer ekki vel fyrir þjóð stjórnað af svoleiðis fólki, en það er lítið annað í boði, hvort sem er til hægri eða vinstri.

V (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 09:49

2 identicon

Menn prufuðu að kjósa sér "Græningjaflokk", en hann reyndist verri dyramotta en Framsókn hefur lengst af verið í sinni sögu. Það er kannski mesti skaðinn og svikin sem hafa orðið í þessum málum. Og það sem helst hefur dregið máttinn úr fólki. Fólk er orðið þreytt á loddurum og því að láta ljúga að sér og gefst bara upp og leyfir framleiðslu á "hvalabjór", þó undirniðri sé öllum orðið flökurt.

V (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband