Verið að fóðra hrægamma

Þeim mun meira sem ég hugsa um þessa stóru millifærslu þeim mun glórulausari finnst mér hún. Það á í alvöru að skuldsetja ríkissjóð aukalega um 70-100 milljarða til að gefa sumu fólki peninga, sem þarf ekki á þeim að halda, einhvern auka 10 þúsund kall á mánuði. (Meira ef þú ert ríkur og býrð í stóru húsi, minna ef þú ert blankur, ekkert ef þú ert virkilega skítblankur.)


Ef lánin hafa hækkað "of mikið", hafa þá ekki kröfur lánadrottnana hækkað nákvæmlega jafn mikið "of mikið"? (Þið munið, debet og kredit, skuld eins er krafa annars). En nei nei, lánadrottnar borga ekki krónu í þessari aðgerð. Bankar, fjármálastofnanir, "hrægammar" eru ekki að borga þetta, heldur skattgreiðendur, aðallega næsta kynslóð. Í raun má segja að við séum að styrkja "hrægamma", ríkissjóður tekur sig til og greiðir þeim (bönkum) hluta af kröfum þeirra í húsnæðisskuldum. Í staðinn fyrir að skjóta hrægamma er verið að fóðra þá.


Þannig virkar þetta, eins og í Matador. Bankinn vinnur alltaf.

 

vulture_young 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo sannarlega er það glórulaust að setja ríkisábyrgð á leiðréttinguna.

Hæstiréttur Íslands á ennþá heimsmetið í skuldaleiðréttingu og það ríkissjóði að kostnaðarlausu. Enginn hefur borgað inn á umrædd lán til að lækka þau, heldur voru eftirstöðvar þeirra einfaldlega leiðréttar með því að lækka tölur í tölvukerfum.

Það sem ekki verður borgað verður ekki borgað. Punktur.

Þannig ætti að leiðrétta restina líka, enda þarf ekki annað til heldur en að framfylgja gildandi lögum og það ætti að vera frumskylda stjórnvalda í þessu verkefni. Alls ekki að taka það að sér að borga það sem óheimilt er að innheimta, sem er algjör óþarfi og fer í raun þvert gegn þeim loforðum sem gefin hafa verið um leiðréttingu.

Skuldalækkun með því að greiða inn á lán er ekki leiðrétting, heldur afborgun, hvort sem maður greiðir þá afborgun sjálfur eða einhver annar tekur það að sér.

Þeir sem hafa krafist leiðréttingar hafa einmitt gert það, en þeir hafa hinsvegar aldrei krafist ríkisaðstoðar við greiðslu ólöglega stökkbreyttra afborgana. Þetta síðarnefnda er aðeins útúrsnúningur, breiddur út af þeim sem eru mótfallnir leiðréttingunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2014 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband