Fréttablađiđ hljóp 1. apríl

Ţessi frétt tók heila fjóra dálka í Fréttablađinu í gćr, 2. apríl:

Screen shot 2014-04-03 at 11.13.13 PM 

Eitthvađ fannst mér ţetta skrýtin frétt, svo ég prófađi ađ gúggla og finna eitthvađ meira um ţetta í dönskum miđlum. Og fréttina fann ég, í 'Kristeligt Dagblad'. Nema hvađ, fréttin sem hafđi birst deginum áđur, 1. apríl, hafđi veriđ merkt ţann 2. apríl sem "Aprilsnar" - aprílgabb. Svo ţađ lítur út fyrir ađ Fréttablađiđ hafiđ hlaupiđ 1. apríl, og látiđ gabbast. Ćtti ađ kenna blađamönnum ađ tvítékka vafasamar fréttir sem ţeir finna á netinu.

Hér fyrir neđan er texti fréttarinnar, sem líka má enn lesa í ţessum skrifuđum orđum á vef visir.is án ţess ađ blađiđ hafi birt leiđréttingu. Menn geta svo haft skiptar skođanir á ţessum "húmor", ađ búa til gabbfrétt um heimtufrekju austur-Evrópubúa sem lifa sníkjulífi á heiđvirđum Dönum og ţjóđkirkju ţeirra, allt í bođi Evrópusambandsins. Ţetta er kannski einhver útgáfa af kristilegum húmor í bođi Kristilega dagblađsins danska.

 

Danskir prestar í vinnuferđir til A-Evrópu
 Evrópusambandsborgarar eiga rétt á ţjónustu dönsku ţjóđkirkjunnar í heimalandi sínu hafi ţeir starfađ í Danmörku í einn mánuđ eđa lengur.

Evrópusambandsborgarar eiga rétt á ţjónustu dönsku ţjóđkirkjunnar í heimalandi sínu hafi ţeir starfađ í Danmörku í einn mánuđ eđa lengur. Danskir prestar eru ţess vegna á faraldsfćti, ađ ţví er segir á fréttavef Kristilega dagblađsins í Danmörku.

Ţar kemur fram ađ ţađ séu einkum Austur-Evrópubúar sem biđja um ţessa ţjónustu en hana fá ţeir sér ađ kostnađarlausu. Ţjónustan felur í sér skírn, hjónavígslu og útför í heimalandinu. 

Haft er eftir formanni danska kirkjuráđsins, Anders Gadegaard, ađ prestum sem reglulega pakka niđur í ferđatösku og halda til Austur-Evrópu fjölgi stöđugt. Hann bendir ţó á ađ mikill hluti "nýja evrópska safnađarins" tali ekki ensku ţannig ađ innan tíđar verđi nauđsynlegt ađ ráđa farandpresta međ sérţekkingu á slavneskum málum. 

Morten Messerschmidt, fulltrúi Danska ţjóđarflokksins á Evrópuţinginu, segir ţessa ţróun hrođalega. Enn einu sinni komi í ljós slćmar afleiđingar stćkkunar Evrópusambandsins til austurs og regluverks sambandsins.Hann segir ţađ ekki eđlilegt ađ Danir hafi yfirvald yfir kirkjum sínum. Hann tekur ţađ fram ađ Evrópusambandiđ sé orđiđ alltof valdamikiđ og hvetur Dani til ţess ađ krefjast ţess ađ fá erlenda presta til Danmerkur. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband