Múslimafóbían skipulögð, forsætisráðherra sekur

Guðrún Bryndís Karlsdóttir skrifar grein í Kvennablaðið í gær og staðfsetir það sem flesta var farið að gruna, andúðin gegn fyrirhugaðri mosku er skipulögð. Þetta er ekki eitthvað sem valt uppúr oddvitaframbjóðandum. Þetta skýrir þögn forsætisráðherra.

Forsætisráðherra Íslands tekur þátt í skipulagðri aðför að mannréttindum minnihlutahóps. 

Er þetta Framsókn framtíðar? 

Þegar ég mætti í vöfflukaffi vikuna sem Jesú, Jón Gnarr  og Óskar fengu fjölmiðlaathygli, kallaði Benedikt Þór Gústafsson sem þá var varaformaður kjörnefndar mig á sinn fund.Tilgangurinn var að fræða mig um kristin gildi flokksins og að verkefni þeirra sem kæmust í borgarstjórn væri að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík.

 

Nú er spurning hvort þetta útspil skili flokknum fulltrúa í borgarstjórn. Hvernig ætlar sá fulltrúi að standa við "kosningaloforðið"? 


mbl.is Framsókn með mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar eru Múslimar ekki vandamál í heiminum. Seg þú mér.

Valdimar Samúelsson, 29.5.2014 kl. 08:12

2 identicon

Múslimir eru ekki minnihlutahópur

og karlkynið hefur þar nær ótakmarkað aðgang að fjármagni 

Grímur (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 09:12

3 Smámynd: Einar Karl

Valdimar, Nei, múslimar sem hópur er ekki "vandamál" í heiminum, ekki frekar en kristnir, þó svo alls konar kristnir hópar valdi tómum leiðindum.

Grímur,

múslimar eru minnihlutahlópur á Íslandi.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 09:18

4 identicon

Hvur er ábyrgur fyrir hatri Samfylkingarinnar á rétttrúnaðarfólki?

Þetta er fjári góð spurning, þó ég segi sjálfur frá.

En betri spurning er þó, hvernig stendur á að hræsni og tvískinnungur virðist landlægur meðal ykkar krata?

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 09:33

5 identicon

"Lögreglan stóð aðgerðarlaus hjá þegar pakistönsk kona var grítt til bana um hábjartan dag"(mbl.29-5. 2014)

Fjölkvæni, barnagiftingar og misrétti kynjanna,er það þetta sem þú vilt.

Það er afar athyglisvert að Samfylkingin, Björtframtíð og VG, taka ekki í mál að íbúa lýðræði verði látið skera úr um Mosku í sogamýrinni, en börðust hatramlega fyr kosningu um áframhaldandi samningaviðræður um ESB, sem munu engu skila, ef þetta er ekki lýðskrum, þá er það ekki til.

Við eigum ekki að leyfa nein trúarbrögð, sem sarfa fyrir utan ramma Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 10:09

6 identicon

Mikið er gott að Einar er ekki dómari við dómstóla landsins. Grundvallargildi eins og að færa verði gild og sönn rök fyrir staðhæfingu er Einari ekki mjög heilög. Einar leggur fram ákæru, rannsakar EKKI og dæmir.

Hvernig eru það mannréttindi minnihlutahóps að fá ókeypis lóð undir trúarhús á stað sem gæti verið ein dýrasta lóð borgarinnar. Hvernig vill dómari Einar svo taka á því mannréttindarbroti að konum verði ekki heimilt að nota þetta hús með sama hætti og körlum?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 10:30

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar ertu að segja að það sé ekki vandamál vegna Múslíma. Það er allstaðar vandamál jafnvel í löngum þar sem þeir einir ráðskast með sitt. Ég reikna með að þúsért að gera grín. Látum Kristna og aðra vera og tölum bara um Múslíma. Viltu rökræða það og ekki blanda neinum örðrum trúarflokkum inn í málið.

Valdimar Samúelsson, 29.5.2014 kl. 10:37

8 Smámynd: Einar Karl

Halldór Björn:

Ég hef lesið fréttir af þessu viðurstyggilega morði í Pakistan og ég veit að allur almenningur í Pakistan er harmi sleginn yfir þessu og öðru ofbeldisverkum sem eru framin í nafni trúar og hefða.

Ég las líka fréttir af fjöldamorðingja sem fyrir nokkrum dögum drap 8 manns í Bandaríkjunum. Morð eru alltof tíð í Bandaríkjunum, en fáir tengja það við að samfélagið sé kristið.

Ég vil að hér ríki TRÚFRELSI og félagafrelsi. Ef félag vill byggja hús yfir sína starfsemi þá auðvitað á hin almenna regla að vera sú að það sé félaginu heimilt. Rétt eins og Kiwanis, Lions, Landsbjörg, Karlakór Reykjavíkur, íþróttafélög o.fl. o.fl. hafa byggt hús yfir sína starfsemi. Við setjum það EKKI í almenna atkvæðagreiðslu hvort TILTEKIÐ félag fái að byggja hús! Þeir sem halda því fram haf aalgjörlega misskilið út á hvað lýðræði gengur. Lýðræði gengur EKKI út á að meirihlutinn geti kosið um allt mögulegt og SKERT þannig frelsi minnihlutans til löglegra athafna.

Múslimar á Íslandi hafa EKKI VERIÐ TIL NEINNA VANDRÆÐA. Ekki neinna. Einu vandræðin hingað til vegna þessarar fyirhuguðu moskubyggingu voru þegar heimskt íslenskt fífl og vinir hans dreifðu svíshausum á þessari lóð.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 11:12

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hið opinbera á að láta öll skipulögð trúarbrögð afskiptalaus.

Við höfum nú þegar stjórnskipulag sem kallast lýðræði.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 11:18

10 identicon

Athyglisvert, blogghöfundur svarar engu um hrikalega fordóma frambjóðanda Samfylkingarinnar í garð réttrúnaðarkirkjunni.

Sem þýðir að hann leggur blessun sína yfir hana.

Þú ert rasisti, Einar.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 12:15

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hilmar það er ekki hægt að vera rasisti því kynþættir eru ekki til.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 12:23

12 Smámynd: Einar Karl

Hilmar,

þetta er mín bloggsíða og þú getur ekkert verið að heimta hér að ég svari hér einhverjum skætingi frá þér. Þú póstar hér innleggi kl. 9:33 og ert svo að rausa kl. 12:15 að ég hafi ekki svarað þér. Hverslags frekja og dóni ertu?

Ég skrifaði reyndar greinargott komment um þessi ummæli Kristínar Soffíu við bloggfærslu Jóns Magnússonar. En hann hefur ekki viljað birta það komment.

Kristín Soffía tjáði skoðun sína og reiði í garð rétttúnaðarkirkjunnar vegna ömurlegrar auglýsingar sem sú kirkja birti á hátíðisdegi samkynhneigðra og hinsegin fólks. Ég skil í sjálfu sér reiði hennar. Hún hefur síðan beðist afsökunar á þessum ummælum.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 12:23

13 Smámynd: Einar Karl

Guðmundur,

Ég er sammála þér um að hið opinbera á ekki að vera að skipta sér af trúarbrögðum og trúfélögum.

þú mátt gjarnan reyna að vekja upp umræðu um það í Framsóknarflokknum, að hið opinbera láta trúarbrögð og trúfélög afskiptalaus.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 12:26

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Framsóknarmenn verða að gera það sjálfir, ég skipti mér ekki af innra starfi í flokkum og félögum nema þeim sem ég á sjálfur aðild að.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 14:22

15 identicon

Já, það er þannig sem rökþrota menn svara, þeir þurrka út innlegg.

Ekki stækkar þú við það Einar minn.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 14:31

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um stórmenni: "Hilmar (IP-tala skráð)"  ???

 identicon   Flott swastika (卐) sem kallinn táknar sig með... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 14:58

17 identicon

Bloggkerfið úthlutar sjálft avatar myndum, ef notandi er ekki skráður. Ef notndi er skráður, en leggur ekki fram mynd, þá er avatar myndin kynbundin.

Skráðir notendur sem hlaða sjálfir upp myndum, eins og þú Guðmundur, þurfa því ekki að líða fyrir sjálfvirkni.

Er eitthvað fleira sem þú vilt læra um bloggkerfi, Guðmundur?

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 15:08

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Hilmar" framsóknardrullusokkur; Þú getur bara fokkað þér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2014 kl. 15:17

19 identicon

Eflaust get ég bara fokkað mér Ómar minn, og rétttrúnaðarfólk getur líka bara fokkað sér fyrir eitthvað sem múslimar þurfa ekki að fokka sér fyrir.

En ég hef nú bara miklu meira gaman af því að fokka í ykkur kratadruslunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 15:39

20 identicon

Ójá, meðan ég man, Guðmundur, ég nota orðið rasisti bara á sama hátt og kratadruslurnar gera.

Auðvitað vita allir, nema kratar náttúrulega, að rasismi hefur ekkert með skoðanir á trúarbrögðum að gera. En við verðum að heimska umræðuna niður, svo sumir skilji.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 15:43

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fokkaðu þér þá framsóknardrullusokkur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2014 kl. 15:45

22 identicon

Eins og ég sagði Ómar minn, þá get ég fokkað mér, en ég hef bara ekki tíma til þess núna. Fyrst er að hrekja ykkur Júrómúlíkúltifasistana undir sömu steinana og þið skriðuð undan, sem þið aftur skriðuð undir þegar Sovétið féll.

Sú barátta gengur bísna vel í lýðræðisríkjum Evrópu, og rétt er að reka flóttann hérna líka.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 15:55

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gengur nú eitthvað illa.

Framsóknarrmenn virðast svo mikilir drullusokkar, að þeir geta ekki einu sinni fokkað sér.

Eigi er eg hissa á að Guðni vildi ekki láta ykkur etja sér á þetta forarsvað. Hann hafði vit til þess að segja þvert nei og lét sig hverfa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2014 kl. 16:15

24 identicon

Þar sem ég er nú Sjálfstæðismaður, er ég ekki klár á innanbúðarmálum Framsóknar, en ég hef heyrt að hann hafi ekki nennt að díla við ykkur Júrófasistana. Skiljanleg afstaða, en virðist ekki skaða Framsóknarflokkinn mikið, þar sem þeir hafa fundið þennan fína frambjóðanda sem virðist geta ært ykkur, og voruð þið óstöðugir fyrir.

Sumsé, nei Ómar minn, hvorki ég né aðrir nokkuð staðfastir komum til með að fokka okkur, fyrr en við erum búin að fokka í ykkur nógu lengi til að þið skríðið, þú veist hvert.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 16:23

25 Smámynd: Einar Karl

Hilmar,

Eitt komment þurrkaði ég út frá þér, það var helber dónaskapur. Þetta er mín síða og ég ákveð hvað birtist á henni. EF þú ert ósáttur við það getur þú hunskast til að rausa annars staðar.

Önnur komment sem eru komin frá þér fá að standa. Þau eru vitnisburður um þig sjálfan og hvernig þú kýst að tjá þig. En ég áskil mér þann rétt að henda út orðljótum og leiðinlegum kommentum.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 16:39

26 identicon

Ó.. var það dónalegt?

Var þar að finna eitthvað í líkingu við "fokkaðu þér kratadrullusokkur"?

Nei Einar minn, það var bara meitlað svar um hræsnina í þér, það fór fyrir brjóstið á þér, enda fátt um svör.

Ég held að þeir sem álpist á þína síðu Einar, sjái nú ekki mikinn dónaskap í mínu framlagi, en ef þú vilt, þá getur þú auðvitað birt aftur svarið mitt, svo fólk fái þá að meta sjálft, hvort þú hafir rétt fyrir þér, eða hvort þú hafir hreinlega orðið rökþrota og ekki treyst þér til að svara.

Víst er þessi síða þín í þinni umsjá, en þú átt hana ekki. Það er stjórnenda bloggsins að ákvarða hvort þú tjáir þig hér, eða ekki. Ekki ólíklegt að þú færir vælandi á DV og kvartaðir yfir ritskoðun, ef lokað væri á þig. Það væri reyndar full ástæða til þess, miðað við þetta einstaka blogg, og sérlega ógeðfellda fyrirsögn þess.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 16:52

27 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég var nú bara að benda á skondna tilviljun Hilmar.

Þú tókst þetta greinilega nærri þér, ég biðst afsökunar ef ég hef sært þig.

Gerir mér vel grein fyrir virkni vefkerfa, hef smíðað nokkur slík sjálfur.

Ég veit ekki hvort það huggar, en swastika er upprunalega indverskt trúartákn, og var líka merki Eimskipafjelagsins, áður en dolli saurgaði það.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 16:56

28 identicon

Nei nei Guðmundur, ég tók þetta ekki nærri mér, enda með afburða þykkan skráp, og alger óþarfi að biðjast afsökunar.

Það er reyndar orðið krafa réttrúnaðarfólks vinstra megin, að allir biðjist afsökunar á öllu, sama hvað sagt er. Af þeim orsökum sé ég ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á fremur hryssingslegu svari til þín.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 17:07

29 identicon

Einar, Páll Vilhjálmsson orðar framkomu ykkar ágætlega í eftirfarandi færslu: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/#entry-1392496

Ef þú lest þessa færslu Páls með opnum huga, er ekki ólíklegt að þú áttir þig á hvaða vegferð þið kratar eruð, með hatur í nafni frjálslyndis í forgrunni.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 17:13

30 Smámynd: Einar Karl

Hilmar,

ekki veit ég hvort þú sert fullur, og sjáir fleiri en eina manneskju á myndinni af mér uppí vinstra horni. Það er ég einn sem skrifa hér, ekki sem fulltrúi eins eða neins. Svo ég veit ekkert um hvern þú talar þegar þú ávarpar mig í fleirtölu og nefnir "þið kratar".

Ákaflega hvimleitt þegar menn verða endilega að troða viðmælanda sínum í einhvern hóp og dæma hann út frá því.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 17:28

31 Smámynd: Einar Karl

Hér er endurirtur helmingur af kommenti Hilmars sem ég tók út:

Ég bjóst reyndar ekki við að í svarinu fælist stuðningur við rasisma Kistínar, en svo lærir sem lifir. Ég er reyndar að ljúga pínulítið, og biðst afsökunar á því, ég bjóst nákvæmlega við svarinu sem ég fékk, enda skiftir það krata höfuðmáli HVER er sekur um s.k. rasisma. Í þessu tilviki er það skiljanlegt hjá kratanum að einhver sýni fordóma í garð réttrúnaðarkirkjunni með tivlísun í skoðanir þeirrar kirkju í garð homma og lesbía. En sá sem fordæmir íslam fyrir sömu sakir, plús kvenfordóma, hann er bölvaður rasisti. Og örugglega fasisti, nasisti, lygari og óþverri ef hann er framsóknarmaður.

Og svo kallar þú mig dóna.

Líttu þér nær maður minn.

Hilmar. Ég skal svara þér:

það er öllum full frjálst að hafa SKOÐUN á fólki, hópum og athöfnum þess. Kristín Soffía lýsti skoðun sinni á tilteknum söfnuði í beinu framhaldi af ATHÖFN þeirra. Og hún hefur síðan beðist af sökunar á því hvernig hún orðaði þetta.

Oddviti xB var að lýsa þeirr skoðun að múslimar ÆTTU EKKI AÐ FÁ LÓÐ VEGNA ÞESS EINS AÐ ÞEIR ERU MÚSLIMAR. Var þetta tengt einhverju sem þeir hafa sagt eða gert? Nei, eki hefur hún upplýst okkur um það .Mér vitanlega hefur ENGINN neitt upp á Félag múslima á Íslandi að klaga.

Mér finnst alveg kýrskýrt að þetta lýsir fordómum Sveinbjargar.

Það er fullt skoðanafrelsi hér á landi og mér finnst það mjög mikilvægt. En það má gagnrýna skoðanir, sér í lagi órökstuddar skoðanir sem eru ekkert annað en DYLGJUR og FORDÓMAR.

Það er LÍKA trúfrelsi hér á landi, en mörgum moggabloggsrausurum finnst það léttvægt OG virðast vilja afnema það.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 17:38

32 Smámynd: Einar Karl

Sem betur fer eru til réttsýnir Sjálfstæðismenn sem gagnrýna múslimaandúð Framsóknar og styðja almenn mannréttindi, trúfrelsi og jafnan rétt trúfélaga:

http://www.dv.is/frettir/2014/5/29/um-hvad-er-forsaetisradherra-ad-tala/

Reyndar eru margir Framsóknarmenn líka mjög ósáttir, m.a. Samband Ungra Framsoknarmanna SUF, sem sendi frá sér ályktun í gær.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 18:22

33 Smámynd: Einar Karl

„Stjórn Ungra Framsóknarmanna SUF lýsir yfir fullkomnu vantrausti á oddvita lista Framsóknar og flugvallavina, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnadóttur vegna framgöngu hennar í málefnum sem varða lóðarúthlutanir fyrir trúfélög, sem gengur í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins um virðingu fyrir einstaklingnum og að ekki skuli mismunað eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum.“

http://www.dv.is/frettir/2014/5/29/lystu-yfir-vantrausti-sveinbjorgu-sagdi-kruttlegt-og-faerslan-var-fjarlaegd/

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 18:23

34 identicon

Einar minn, ekki reyna að drekkja þessu í orðaflaumi og einhverri tilfinningafroðu.

Hver var dónaskapur minn? Þú lætur það óátalið að maður með sömu skoðun og þú, ávarpir aðra sem drullusokka.

Hræsninni lýkur ekki þar, þú finnur til afsakanir fyrir fordóma frambjóðanda Samfylkingarinnar sem notaði eftirfarandi orð:„Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessara skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér“, en hneykslast í botn á frambjóðanda Framsóknar sem gerði það eitt að lýsa þeirri skoðun sinni að múslimar ættu ekki fá ákveðna lóð.

Nei, ekki var dónaskap að finna hjá mér, heldur hitt, að þér mislíkaði að einhliða hatursumræða ykkar krata í garð Framsóknar væri trufluð með tilvitnunum í rasista Samfylkingarinnar. Og auðvitað þótti þér verra að vera afhjúpaður hræsnari og verst að vera stimplaður krati. If it smell like og allt það.

Og eitt í lokin, lyga- og sorasnepill DV er engin heimild um eitt eða neitt, sérstaklega ekki um málefni pólitískra andstæðinga þeirra hundingja sem vinna á blaðinu.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 18:55

35 Smámynd: Einar Karl

Hilmar,

mér heyrist þú vera rökþrota. Þú svara engu því sem ég skrifa.

Og eins ég benti þér á þá baðst frambjóðandi Samfylkingarinnar afsökunar á þessum ummælum sem þér eru svona minnisstæð. Oddviti Framsóknar hefur ekki séð ástæðu til að biðja einn eða neinn afsökunar.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 19:34

36 Smámynd: Einar Karl

Hilmar,

yfirlýsingu Áslaugar Friðriksdóttur geturðu fundið víðar. Einnig ályktun SUF.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 19:36

37 identicon

Hverju á ég að svara, Einar minn?

Fullyrðingum þínum að hér sé trúfrelsi?

Það er bara rétt, hér er trúfrelsi, það hefur enginn rætt um skerðingu á trúfrelsi, nema þið "kratar"

Frambjóðandi Samfylkingarinnar baðst afsökunar, tveim árum eftir að ummælin féllu, og fimm mínútum í kosningar, eftir að Samfylkingin hafði stokkið á "rasista" vagninn. Og þrátt fyrir afsökunarbeiðnina, er hún nákvæmlega sömu skoðunar í dag, tekur það sérstaklega fram. Það er nú meiri afsökunarbeiðnin, að biðjast afsökunar á orðum en taka fram að þau standi.

Og hvar var umræða ykkar múltíkúltí liðsins um þetta mál? Af hverju tók það tvö ár, og árásir ykkar a Framsókn, að kreista fram falska afsökunarbeiðni?

Varðandi Áslaugu, þá er hún náttúrulega ein af handónýtu frambjóðendum "umræðufólksins" í Reykjavík, og nær líklega ekki kosningu, þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. Já Einar, það eru líka asnar í Sjálfstæðisflokknum.

Um "fréttaflutning" DV er fátt annað að segja, en að allir meðalgreindir menn vita og skilja, að hann þjónar ógeðfelldu innræti eigenda og stjórnenda DV, en ekki sannleiksást.

Engar heimildir eru um það að stjórn ungra Framsóknarmanna hafi ályktað eitthvað. Það má vel vera að einhver sem hafi lykilorð á Facebook síðu sambandsins hafi skrifað eitthvað sem ekki var í umboði stjórnar, og er það ekki ólíklegt. Kannski stuðningsmaður Guðrúnar Bryndísar, þessarar sömu og sagði úr Framsóknarflokknum, af því að flokksmenn treystu henni ekki fyrir fyrsta sætinu. Hún á greinilega einhverja harma að hefna.

Og þú átt eftir að benda mér á meintan dónaskap minn. Hvernig á ég að geta bætt mig, ef mér er ekki bent á mínar villur?

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 20:31

38 Smámynd: Einar Karl

Hilmar,

ég get ekki alið þig upp. :)

En segðu mér FINNST ÞÉR að ekki skuli úthluta Félagi múslima (og rússneksu rétttrúnaðarkirkjunni) lóð, á meðan hér er Þjóðkirkja?

Finnst þér að ég og þú og allir aðrir eigum að ákveða hvort eitthvert félag (múslimar, frímúrarar, Kiwanis, 4x4 klúbburinn ...) fái að byggja sér hús??

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 20:57

39 identicon

Þannig að það er ekkert hæft í þeim fullyrðingum að ég hafi verið með dónaskap?

Er ekki rétt að þú viðurkennir það bara, og að þú hafir eitt svari mínu af öðrum hvötum?

Nei, mér finnst ekki að rússneska réttrúnaðarirkjan, og enn síður að múslimar fái hér kirkju og mosku. Ekki fyrr en þessir hópar hafa lagað til heima hjá sér. Við þurfum ekki að auglýsa dekur okkar við svartasta afturhald sem er til. Safnaðarheimili eins og kristnar öfgakirkjur eins og Krossinn eru í lagi, svo fremi sem þjóðfélagið hafi opið auga með boðskapnnum.

Og þó ég sé fjarri því kristinn, þá þjónar Þjóðkirkjan tilgangi fyrir íslenska þjóð. Hún er sameinar okkur á erfiðum stundum (og gleðilegum), hvort sem þær eru bundnir við smærri hópa, s.s. við dauðsföll (t.d. giftingar), eða stærri áföll sem hér verða reglulega. Við erum búin að temja kristna kirkju, og þurfum ekki að hverfa aftur í miðaldir. Sá sem skilur ekki þetta hlutverk, er virkilega blindur.

Ekkert af þessum afturhaldsömu og ógeðfelldu trúfélögum, íslömskum, rétttrúnaðar eða kristnum ofatrúarmönnum, og alls ekki Vantrú, getur fyllt í hennar skarð. Vinstrimenn hafa gert ítrekaðar tilraunir til að útrýma kristni, og skipta henni út fyrir flokkinn, en hefur aldrei tekist. Sennilega má rekja andúð vinstrimanna á kristinni kirkju og dálæti á svörtu afturhaldi (íslam í sérstöku uppáhaldi) til þessa.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 21:28

40 Smámynd: Einar Karl

Hilmar,

veistu, við erum að færast nær því að ræða saman! það er gott.

Auðvitað getum við haft okkar ýmsu skoðanir á ólíkum trúfélögum. Þér finnst að moska sé ekki "í lagi" en þér finnst safnaðarheimili öfgakirkju eins og Krossins "í lagi".

Ég held hins vegar að við getum ekki farið að leggja einhvern svona ójósan huglægan mælikvarða á trúfélög og kveða upp úr um að sum séu "í lagi" en önnur ekki. Við hljótum að dæma þau út frá því sem þau SEGJA og GERA, en ekki út frá einhverjum atburðum út í heimi sem tengjast alls ekki þessum félögum.

Ég t.a.m. hef aldrei heyrt neitt frá Félagi múslima á Íslandi eða um félagið, sem gefur mér tilefni til að dæma félagið sem "ógeðfellt". Sjálfsagt er félagið ansi karlrembulegt og gamaldags miðað við það sem við eigum ða venjast. En athugaðu að sumt er BETRA í menningu múslima en í okkar menningu. T.d. skilja ekki múslimar í miðausturlöndum og norður-Afríku hvernig við getum geymst afar okkar og ömmur á óersónulegum stofnunum og látið þau afskiptalaus dögum og vikum saman, í umsjá ókunnugra. Þetta finnst þeim vafalítið mörgum "ógeðfellt".

Annars vil ég vísa á nýjan pistil sem ég var að birta, um trúfrelsi og félagafrelsi.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 22:32

41 identicon

Nei, veistu Einar, að við erum órafjarri hvor öðrum. Aðalástæðan fyrir því tengist fyrirhugari mosku óbeint. Það er nefnilega aðferðarfræðin.

Nú máttu gera mér svolítin greiða, og fara á tilvitnaðan hlekk, og lesa um Neathergate:

Úrdráttur:

"New Labour and multiculturalism

Renewed controversy on the subject came to the fore when Andrew Neather — a former adviser to Jack Straw, Tony Blair and David Blunkett — claimed that Labour ministers had a hidden agenda in allowing mass immigration into Britain, to "change the face of Britain forever".This alleged conspiracy has become known by the sobriquet "Neathergate".

According to Neather, who was present at closed meetings in 2000, a secret Government report called for mass immigration to change Britain's cultural make-up, and that “mass immigration was the way that the government was going to make the UK truly multicultural”. Neather went on to say that “the policy was intended — even if this wasn’t its main purpose — to rub the right’s nose in diversity and render their arguments out of date”.

This was later affirmed after a request through the freedom of information act secured access to the full version of a 2000 government report on immigration that had been heavily edited on a previous release. The Conservative party demanded an independent inquiry into the issue and alleged that the document showed that Labour had overseen a deliberate open-door ­policy on immigration to boost multi-culturalism for political ends."

http://en.wikipedia.org/wiki/Criticism_of_multiculturalism

Þið í múltíkúltíliðinu notið sömu aðferðir og breski Verkamannaflokkurinn notaði, að brennimerkja alla sem efuðust um óheftan innflutning á trúarbrögðum, fólki og menningu, þið eruð rasistar. Verkamannaflokkurinn laug og falsaði gögn til að þagga niður í gagnrýnendum.

Ekki skrýtið að þið aktið á sama hátt, þar sem hefð er fyrir því að Samfylkingarformenn fari og læri tæknina í stjórnmálaskóla Verkamannaflokksins.

Því miður, sá tími er liðinn þar sem við getum náð saman, ég var aldrei spurður um múltíkúltí, og mér hefur verið núið því um nasir að ég sé rasisti, fasisti, nasisti og gvöð má vita hvað fyrir að spyrja og efast.

Nú er sá tími liðinn að hægt sé að ná samningum um þessi mál. Þú sérð það á afhroði múltíkúltí í Bretlandi, og sögulegum sigri UKIP.

Ég ætla ekki að spyrja þig hvort þú ert andsnúinn breytingum á innflutningi á trúarbrögðum, fólki og menningu, ég ætla mér að framfylgja minni stefnu, óháð þínum skoðunum. Sennilega ber ég sigur úr býtum að lokum.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 23:15

42 Smámynd: Einar Karl

Nei, mikið rétt Hilmar, við erum mjög ósammála.

En þetta sem þú berð á borð er voðalegt samsærissull. Og hvað í ósköpunum segir þetta um það hvort Félag múslima á Íslandi fái að byggja sér mosku??

Og hvað ertu að röfla um "multikulti"? Eru innflytjendur og nýbúar á Íslandi að flæða hér út um allt? Eru þeir að TRUFLA ÞIG??

Er ekki sannleikurinn sá að þetta er fólkið sem þrífur vinnustaðinn fyrir þig, skeinir gamla fólkinu á elliheimilum, verkar fiskinn í frystihúsum?

Og má þetta fólk ekki lifa sínu lífi án þess að þröngsýnir ekki-frjálslyndir afskiptasamir afturhaldskallar eins og þú séu að skipta sér af??

Þetta "Neathergate" mál var blásið út úr öllu samhengi.

Neather objected to this exaggeration of his comments. "Multiculturalism was not the primary point of the report or the speech", he clarified in a follow-up published three days after his original article. "The main goal was to allow in more migrant workers at a point when - hard as it is to imagine now - the booming economy was running up against skills shortages. But my sense from several discussions was there was also a subsidiary political purpose to it - boosting diversity and undermining the Right's opposition to multiculturalism."

"Somehow this has become distorted by excitable Right-wing newspaper columnists into being a 'plot' to make Britain multicultural", he said. "There was no plot. I've worked closely with [Barbara] Roche and Jack Straw and they are both decent, honourable people whom I respect (not something I'd say for many politicians)."

"The Right see plots everywhere and will hyperventilate at the drop of a chapati", he concluded.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 23:37

43 Smámynd: Einar Karl

Þetta síðasta tekið héðan:

http://rationalwiki.org/wiki/Andrew_Neather

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 23:37

44 identicon

Allt bendir til stórsigurs Framsóknar í Höfuðborginni,næstkomandi laugardag,,,,,munið strákar Hilmar og Einar X-B það geri ég.

Númi (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 00:07

45 identicon

Samsærissull segir þú, aðrir, nær atburðum eru þér nú ekki sammála um það:

http://www.telegraph.co.uk/news/uknews/immigration/7198329/Labours-secret-plan-to-lure-migrants.html

Og áfram um innflytjendastefnu breskra krata:

http://www.telegraph.co.uk/news/uknews/immigration/10445585/Labour-made-a-spectacular-mistake-on-immigration-admits-Jack-Straw.html

Og aðeins um framkomu ríkisfjölmila:

The Daily Telegraph – 6 January, 2014 : Nick Robinson: BBC made a 'terrible mistake' over immigration debate.

By Alice Philipson

Nick Robinson, the BBC's political editor, has criticised the corporation for making a "terrible mistake" over its coverage of immigration, admitting it censored concerns amid fear they could trigger racism.

Robinson said BBC figures in charge during the late 1990s and early 2000s believed a "warts-and-all" debate over immigration would "unleash some terrible side of the British public".

He told The Sunday Times (£): "They feared having a conversation about immigration, they feared the consequence."

One-sided reports meant viewer's concerns about immigration lowering wages and threatening jobs were not addressed by the broadcaster.

Robinson, whose new documentary The Truth About Immigration is due to air on Tuesday, said the BBC's audience felt it had "decided these are not acceptable views. And that was a terrible mistake."

However, he said he thought the BBC “is now getting it right” on immigration.

Bretar gerðu þau mistök að treysta Verkamannaflokknum, og það sýndi sig vera gríðarleg mistök sem þeir eiga eftir að bíta úr nálinni með. Við á Íslandi eigum ekki að vera svo heimsk að treysta afsprengi New Labour, Samfylkingunni, að stunda sömu vinnubrögð, og ljúga að fólki og nota ofbeldi til að þagga niður í því. T.a.m með því að misnota ríkisfjölmiðla.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 00:16

46 Smámynd: Einar Karl

Hilmar,

það hefur verið fjölmenningarsamfélag í Bretlandi í a.m.k. 70 ár, ekki síst eftir að hópar fólks fluttu til landsins frá nýlendum Breta - Indlandi, Pakistan, Jamaica og fleiri stöðum. Í það heila hefur þetta blessast mjög vel og aukið menningarlegan fjölbreytileika. Þetta var ekki eitthvað sem Tony Blair fann uppá.

Einar Karl, 30.5.2014 kl. 11:35

47 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Margir Íslendingar þekkja Luton sem er skammt frá London. Þar er m.a. flugvöllur.

Þessi unga stúlka sem þar býr er ekki alveg sammála því að þetta hafi "blessast mjög vel þar"


Sjá YouTube: https://www.youtube.com/watch?v=psZBaJU_Cvo

Ágúst H Bjarnason, 30.5.2014 kl. 18:10

48 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvað finnst Múslimum sjálfum?

Þetta myndband er tekið af þeim sjálfum og er fróðlegt að heyra álit þeirra á Evrópu.

What Normal Muslims Think - And Europe Fails to Understand

https://www.youtube.com/watch?v=EYAcLudBbhg

Það eru svona staðreyndir sem vekja ugg hjá mörgum.

Ágúst H Bjarnason, 30.5.2014 kl. 18:13

49 identicon

Segðu mér Einar, ertu hlægjandi þegar þú setur fram bull vísvitandi, eða er þér fúlasta alvara?

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2644280/The-new-face-racial-tension-As-ex-Home-Secrteary-David-Blunkett-warns-clashes-Roma-locals-Sheffield-bitter-irony-previous-generation-immigrants-angriest.html

Þegar fyrrverandi ráðherrar Verkamannaflokksins eru farnir að senda út viðvaranir, þá er nú fokið í flest skjól, enda eru þeir ábyrgir fyrir stöðunni.

Og annað, óheftur innflutningur hófst ekki fyrr en eftir valdatöku Verkamannaflokksins 1997, en frá þeim tíma til ársins 2010 er áætlað að um 4 miljónir innflytjenda hafi flutst til Bretlands, eða tæp SJÖ prósent íbúa Bretlands. Og það bara á 13 árum. Sambærileg tala á Íslandi væri um 22.000 innflytjendur.

Bara til að setja það í samhengi, þá myndu þessi 22.000 þurfa um 5.000 íbúðir að lágmarki, eða rúmlega 200 meðalblokkir.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 23:56

50 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helstu hörmungar af mannavöldum eru í nafni trúabragða og/eða vegna "rétttrúnaðar" þeirra sem lesa og túlka texta trúarrita.

Er lausnin ekki bara að banna alla trú "world wide"?

Öll þessi trúarfyrirbrigði eru hvort eð vita gagnslaust til allra hluta og eins og dæmin sanna; uppspretta stórra og smárra deilumála (eins og sést hér að ofan), mis- og oftúlkunar og kostar þar að auki mannslíf og morðfjár að halda öllum þessum misgáfulegum trúarkerfunum virkum.

Hvað haldið þið að metta mætti marga munna fyrir þær fjárhæðir sem fara í allt trúarruglið?

Til vara eiga íslendingar að ganga á undan með góðu fordæmi og banna öll trúarbrögð innanlands, sem ekki innihalda umburðarlyndi við náungann, trúfrelsi (þó með umræddum takmörkunum), jafnrétti milli kynjanna, skoðanafrelsi og yfirráð yfir eigin líkama, svo eitthvað sé nefnt.

Við höfum heft frelsi einstaklings að mega ekki aka bíl nema að uppfylltum skilyrðum. Ef viðkomandi nær bílprófi er honum t.d. gert að aka á hægri kanti og virða hraðatakmarkanir. Þetta er ekki talið hefta frelsi einstaklingsins.

Hvers vegna þá ekki að setja skilirði um hvað trúarbrögð megi innihalda til að vera gild í samfélaginu?

Benedikt V. Warén, 31.5.2014 kl. 13:55

51 identicon

Hvers vegna er íslensk náttúra notuð í þessu áróðursmyndbandi Múslima?

https://www.youtube.com/watch?v=l8GDLy9K2Fk

Gústi (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 15:02

52 identicon

Endilega lesið Dailymail.co.uk......

Var sjálf í sambandi við breta (múslima) á sínum tíma frá Luton og það skefldi mig virkilega hvernig hann og vinir hans töluðu um UK og vestræn gildi.Þetta voru menn sem voru fæddir í Englandi.

skvísa (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 22:43

53 Smámynd: Einar Karl

"skvísa":

En það er einmitt partur af vestrænum gildum að leyfa mönnum að hafa kjánalegar skoðanir, t.d. um vestræn gildi.

Einar Karl, 2.6.2014 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband