Ber EKKI tilbaka óeðlilegan þrýsting og afskipti ráðherra

Lögreglustjórinn ber ekki tilbaka meginefni fréttar DV, að ráðherrann var með mjög óeðlileg afskipti af rannsókn málsins og beitti lögreglustjórann þrýstingi, í rannsókn hans á lekanum úr ráðuneytinu. Hvort þetta hafi flýtt fyrir uppsögn lögreglstjórans eða ekki skiptir ekki höfuðmáli. Ráðherrann var að pönkast á sínum undirmanni þegar sá var að rannsaka hugsanleg lögbrot hennar.

 Það er algjörlega óverjandi og óásættanlegt. 

 


mbl.is Blæs á fréttaflutning DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvaða frétt, hann ber til baka orð DV manna sem segir okkur hvað, jú að DV er einu sinni enn að ja hvað /skálda) og fréttin þar með ómarktæk....

(hægt að kalla hluti ýmsum nöfnum)

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.7.2014 kl. 16:41

2 Smámynd: Einar Karl

Hann ber alls ekki tilbaka ÖLL "orð" DV, raunar minnist hann ekkert á frétt DV í þessari stuttu Tweet-færslu sem Mogginn byggir "frétt" sína á.

Hann gefur vissulega í skyn að fyrirsögn DV hafi verið glannaleg en hann ber ekki tilbaka önnur helstu efnisatriði fréttar DV, þau efnisatriði sem í raun mestu máli skipta.

Ég hvet þig til að lesa fréttina, Ingibjörg Guðrún.

Einar Karl, 29.7.2014 kl. 16:49

3 identicon

Maður fer að hætta kenna  "Let them deny it" taktíkina við Nixon hún er orðin aðalsmerki  Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og vina hennar hjá DV

Grímur (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 17:00

4 identicon

Ísland er í alvarlegri stöðu í dag. Það er sama hvert litið er, embætti forsetans, forsætisráðherrans, innanríkisráðherranns eða til Alþingis, allstaðar blasir við siðleysi, ábyrgðarleysi, arrogance og spilling. Ég man aldrei eftir Íslandi í eins aumkunarverðu ástandi og í dag.

Hér er öllu stolið og menn komast upp með það: kvótanum, bönkunum, sparisjóðum, náttúruperlum, jafnvel stjórnarskránni.

Öllum er ljóst hin útbreidda spilling og flestir fjölmiðlar eru í höndum hagsmunahópa.

 

Jafnvel Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra og fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands, sem hefur alla sína hundstíð verið á ríkisspenanum og sogið vel, hefur ekki gáfur né karakter til vinna þjóð sinni af einlægni og samviskusemi.

 

Slíkir menn eru sagðir hafa „skítlegt eðli.“

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 20:28

5 identicon

Sæll.

Ef satt reynist á ráðherra að fá að sitja inni. Vandinn er bara sá að jafnvel þó þetta sé satt, sem er ósannað, dettur mér ekki í hug að halda að kerfið ráði við málið - því miður.

Við þurfum að fá botn í þetta mál, ef ráðherrar geta skipt sér að lögreglurannsókn einu sinni geta þeir gert það aftur. Þrískipting ríkisvaldsins er afar mikilvæg og um hana þarf að standa vörð. Þess vegna þarf að rannsaka málið. Hver á hins vegar að gera það?

Ég bíð spenntur eftir að sannleikurinn komi í ljós!

Helgi (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband