Yfirgef Moggabloggið

Moggabloggið er því miður orðinn hræðilega leiðinlegur og dapur vettvangur. Ég ætla því að hvíla þessa síðu og taka mér hlé frá bloggskrifum. Kannski finn ég mér síðar annan vettvang ef áhuginn vaknar á ný. Ég vil aðeins útskýra af hverju ég er búinn að gefast upp á akkúrat þessum vettvangi.

 1) Mjög einhliða skoðanir

Alltof margir af þeim sem hér eru eftir eru forpokaðir íhaldspúkar. Mikill meirihluti sem hér skrifar styður ríkisstjórnarflokkana, eru harðir andstæðingar ESB og með svona leiðinda þjóðrembutuð og útlendingaótta og fordóma. Flestir sem hér skrifa og kommentera virðast miðaldra eða eldri og áberandi skortur er á konum. Þær eru varla nema 5-10% hér á blogginu

2)  Alltof mikill rasismi

Alltof margir eru hér að básúna ljótum og leiðinlegum rasistaskoðunum, og of fáir virðast kippa sér upp við það. Þessu tengt er furðulega hátt hlutfall heitra stuðningsmanna Ísraels í stríði því sem nú stendur yfir og þar sem Ísraelsmenn hafa murrkað lífið úr vel yfir þúsund óbreyttum borgurum og þar af yfir 200 börnum. Margir Moggabloggara telja þetta sjálfsagða "sjálfsvörn". Ég nenni ekki að rífast lengur við ykkur, þið gerið mig dapran og ég vil ekki eyða orku í ykkar ljótu og neikvæðu skrif. (Reynar voru þó nokkrir bloggarar sem yfirgáfu þessa skútu í rasismabylgjunni sem reið hér yfir í moskuumræðunni í borgarstjórnarkosningunum.)

 3) Fátíðar gefandi umræður

Kommentasvæðin eru ekki notuð til rökræðna og heilbrigðra skoðanaskipta, heldur sitja sömu mennirnir og rausa og rausa, margir "peista" inn sömu langlokunum aftur og aftur við marga pistla, leiðinlegur tröllaskapur er áberandi og virðist vera að þeir helstu sem kommentera er fólk sem enginn myndi nenna að tala við augliti til auglitis.

4) Fáir lesendur

Moggabloggið er minna lesið nú en áður, a.m.k. eru miklu færri sem lesa  það sem ég skrifa hér en var fyrir 5-6 árum síðan. Raunar hampar forsíða moggabloggsins miklu frekar ropgösprurum og rasistum en þessu kvabbi mínu.

 

Auðvitað eru undantekningar frá þessu. Einstaka menn er hægt að lesa til gamans og fróðleiks, Ómar Ragnarsson og Jens Guð koma upp í hugann. En hinir eru of margir, sem taka bara frá manni tíma við lesturinn, maður æsir sig upp, rífst kannski aðeins og skammast, en það er vita tilgangslaust því þverhausarnir sem hér skrifa skipta aldrei um skoðun.

Eigið góða helgi. Verið þið sæl! 

fjall3

Ljós í myrkri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta er orðin andleg eyðimörk hérna.

hilmar jónsson, 1.8.2014 kl. 10:17

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Með öðrum orðum, það eru ekki nógu og margir sammála þér?

Jóhann Elíasson, 1.8.2014 kl. 12:04

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála flestu ofanrituðu, Einar Karl.  En þegar þú fordæmir  ,,rasískar skoðanir" máttu passa þig að alhæfa ekki um of og þar með að falla  í svipaða gryfju sjálfur.  Af litlu tilefni hafa margir og þú ert þar með talinn stimplað marga rasista og útlendingahatara.  Ég er t.d. einn af þeim sem geld mikinn varhug við vexti Íslamstrúar á Íslandi.  Ekki fyrir það að ég sé mikill trúmaður sjálfur, heldur af öfgalausri skoðun á því hvernig mannréttindum er háttað í öllum þeim löndum þar sem þau trúarbrögð eru ráðandi og einnig þeim vandamálum sem farin eru að skapast í Evrópulöndum, og að því að virist að lang mestu leyti tengd þessum trúarbrögðum einum.  Aftur á móti hef ég fordæmt bæði í ræðu og riti grimmdarverk Ísraela á Palestínumönnum. Þegar almennir borgarar og börn eru drepin af yfirlögðu ráði skiptir mig engu hvaða trúarbrögð það fólk hefur.  En þú og aðrir sem dæma fólk sem þið þekkið ekki neitt rasista og útlendingahatara ættuð kannski aðeins að líta í eigin barm og draga aðeins í land með stóryrðin.

Þórir Kjartansson, 1.8.2014 kl. 12:55

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Jóhann, hvað mig varðar og ég er búinn að gefast upp hér líka. þán snýst þetta um óheyrilega leiðinlega bloggara sem hér sitja eftir tyggjandi sömu frasana án blæbrigða, og þú ert langt frá því að vera þar undanskilinn.

Þess utan hef ég lengi skammast mín fyrir að skrifa á síðu blaðs þar sem ritsjórinn er fjarri því að vera í lagi.

hilmar jónsson, 1.8.2014 kl. 13:45

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Og húmorsleysið hjá þeim sem eftir sitja er blátt áfram, átakanlegt.

hilmar jónsson, 1.8.2014 kl. 13:47

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hilmar, það verður sjónarsviptir af því þegar þú ferð og hafðu þakkir fyrir þína veru hér.  Er ekki frekar hæpið að vera að dæma mann alfarið vegna  skoðana hans????  Ég er nokkuð viss um að hann hefði ekki náð svona langt ef það væri ekki sitthvað í hann spunnið...................

Jóhann Elíasson, 1.8.2014 kl. 14:50

7 identicon

Nu thegar thu kvedur Moggabloggid langar mig ad koma nokkrum atridum a framfaeri sem osjaldan rata i fjölmidla i thessari deilu.

Meira 2800 raketum hefur verid skotid a Israel sem hefur baedi rett og skyldur ad verja sina thegna. Ekkert annad land i heimi myndi thola slikar arasir adgerdalaust. ( Gaetirdu hugsad ther Russa lata thad oareitt ef raketum vaeri skotid fra Ukrainu yfir landamaerin? Hvad heldurdu ad myndi ske?)

Meira en 200 af raketum Hamas hafa fallid og exploderat i Gaza og aldrei nad inn i Israel. Thad aetti hverjum heilvita manni ad vera ljost ad slik mistök valda lika mannfalli; Gazabuar hafa engan Iron Dome eins og Israel sem hefur heill sinna medborgara ad leidarljosi olikt Hamas.

Hamas kallar alla sem falla i stridsatökunum vid Israel obreytta borgara. (civila) Thad er yfirlysing af theirra halfu.

A ödrum degi landhernadarins i Gaza fundu israelar 12 lik af ungum mönnum um tvitugt til tritugt. Thetta var i nordurhlutanum og israelar höfdu engar opinberar skyringar a thessu.

Hins vegar foru fljotlega ad berast frettir um aftökur a "collaborators" sem höfdu gefid upplysingar sem gögnudust ovinunum. Sidasta talan sem eg sa var 38. Tharf nokkud ad taka thad fram ad thessir menn voru skotnir an doms og laga?

Tuttugu menn sem motmaeltu stridinu voru einnig skotnir an nokkurrar umhugsunar.

Eg chattadi asamt fleirum nylega med Nathan Shachar frettaritara Dagens Nyheters i Jerusalem. Ein af spurningunum var hvort erlendir blada og frettamenn geti unnid frjalst og ohad i Gaza. Thad hafa komid mjög alarmerandi visbendingar ad svo se ekki.

Til daemis er mjög undarlegt ad thad sest ekki nokkur mynd af Hamaslidum i frettunum. Italskur ljosmyndari sagdi nylega ad hann yrdi skotinn til bana a sömu stundu og hann taeki mynd af Hamaslidum inni a sjukrahusum , i grennd vid hotel eda nalaegt barnskolum thadan sem their skjota raketum og sprengjum an tillits til sinna eigin borgara.

Thu oskar eftir fleiri sjonarhornum a umraeduna. Lestu eftirfarandi grein sem fjallar um vestraena frettathjonustu og Hamas. http://www.thecommentator.com/article/5136/fear_and_trembling_western_media_and_hamas

Ad lokum: Rithöfundurinn Amos Oz sem oft er nefndur sem hugsanlegur Nobelshafi segir." Hvad attu ad gera ef nagranni thinn i naesta husi situr med tveggja ara son sinn i fanginu og skytur beint inn i barnaherbergid hja ther?"

S.H. (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 05:49

8 identicon

Ordrett sagdi Amoz Oz:

Amoz Oz: What would you do if your neighbor sits down on the balcony, puts his little boy on his lap and starts shooting into your nursery?

Ja, hvad myndirdu gera? Kanski skilur thu ad i ordum Amoz Oz felst staerri merking en ordin segja til um.

S.H. (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband