Engin 110 ára regla um Icesave skjöl

Frekar er nú klaufaleg tilraun Framsóknarflokksins til að tala um eitthvað annað en aflandsfélög og hagsmunaárekstur forsætisráðherra. Það gildir engin sérstök 110 ára regla um þau trúnaðarskjöl sem þingmenn hafa haft aðgang að og varða endurreisn bankanna. 

Svokölluð 110 ára regla var í upplýsingalögum, nánar tiltekið grein sem varðaði lög um Þjóðskjalasafn, en þau lög voru afnumin 2014 og í þeirra stað komu lög um  opinber skjalasöfn nr. 77/2014, samþykkt af núverandi meirihluta, m.a. Vigdísi Hauksdóttur.

Þar stendur í 29. gr.:

„Þegar sérstaklega stendur á getur opinbert skjalasafn ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða.“

Þarna hefur verið bætt inn klausu um „almannahagsmuni“. Hún er skýrð svo í skýringum með frumvarpi:

„Skjal sem varðar almannahagsmuni og getur talist vert að synja um aðgang að getur t.d. verið teikningar af húsum sem varða öryggi ríkisins (fangelsi, öryggisgeymslur o.s.frv.).“

Sem sagt, það er EKKERT sem gefur tilefni til að ætla að þessi skjöl sem Framsóknarlfokkurinn reynir nú að þyrla upp miklu moldviðri útaf verði leynileg í 110 ár. Og raunar virðast allir sammála um að aflétta leynd af sem flestum af þessum skjölum, svo fremi ekki sé verið að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti einstaklinga til friðhelgi einkalífs.


mbl.is „Bara yfirgengileg þvæla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir endursegja þessar athugasemdir mínar:

http://nautabaninn.blog.is/blog/nautabaninn/entry/2169091/#comment3613123

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2016 kl. 22:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeim mun furðulegra er að einstaklingur sem hefur verið þingmaður í 33 ár (Steinrímur Sigfússon),skuli ekki vita að óbreittir þingmenn geta ekki lagt fram þingrofstillögu. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2016 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband