Jón ver dóna

Í vikunni fjallaði Kastljós á RÚV um hatursfull og orðljót ummæli á netmiðlum. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga sem lent hafa í að fá yfir sig skæðadrífu af slíku og svo var hringt í tvo einstaklinga sem skrifað höfðu svona netdónakomment. Annar einstaklingurinn vildi alls ekki gangast við ummælunum, hinn gerði það en hún gat ekki svarað því hvort hún myndi vera tilbúin að segja orð sín augliti til auglitis við þann sem hún skrifaði um.

Sú sem mestu haturs- og ónotakommentin mátti þola af viðmælendum Kastljóss er Sema Erla Serdar, sem tekur virkan þátt í stjórnmálum og samfélagsumræðu og hefur m.a. skrifað og tjáð sig um fjölmenningu og fordóma. 

Velflestum sjónvarpsáhorfendum hefur vafalaust blöskrað dónaskapurinn, heiftin og illskan sem mátti sjá í kommentum sem rúlluðu yfir skjáinn. En ekki bloggaranum og lögmanninum Jón Magnússyni. Hann tekur upp hanskann fyrir netdónana og kallar ummæli þeirra meint hatursummæli. Fullyrðir svo að ógeðskomment séu bara viðbrögð þeirra „sem verði fyrir barðinu á hatursummælum Semu“. Jón tiltekur samt ekki eitt einasta dæmi sem stenst skoðun um eitthvað sem gæti mögulega kallast hatursummæli frá Semu Erlu. 

Ég sendi inn komment við pistil Jóns en hann er gunga og birtir ekki komment sem varpa skugga á hans auma málstað. Svona var komment mitt, þið getið dæmt um það hvort það sé ókurteist eða ómálefnalegt:

 

Þannig að þegar bandarískir hvalverndurnarsinnar hvetja neytendur vestra til að sniðganga íslenskar afurðir þá eru þeir í „hatursherferð“ gegn Íslendingum svipaðri og herferð nasista gegn gyðingum?  Eða þegar Vesturlönd, mörg hver, settu viðskiptabann á Apartheid-stjórn Suður-Afríku fyrir 30 árum þá var það líka hatursherferð í anda nasista? Það er jú það sem þú ert að segja, að sniðganga og viðskiptaþvinganir af slíkum toga séu „hatursheferðir“ í anda nasista. 

Þetta er hroðalegt bull í þér Jón.

Og ENGIN af þeim ummælum sem Kastljós birti sem beindust gegn Semu Erlu voru eitthvað sambærileg því sem þú vísar til af ummælum hennar. Sem  ÞÚ hikar ekki við að kalla hatursummæli.

Með von um að þessi athugasemd fái að birtast.

 

Mogginn sá svo ástæðu til að vekja sérstaka athygli á rasistasleikjuboðskap Jóns 'Ísland fyrir Íslendinga' Magnússonar á forsíðu mbl.is.

Af hverju er Jón svona viljugur að gerast talsmaður netdóna og rasista?  Kannski vonast hann eftir endurkomu í pólitík undir fána nýstofnaðs flokks, Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem virðist vera svar Íslands við vaxandi stuðningi við sambærilega flokka í Evrópu sem gera út á útlendingaótta og múslimaafóbíu. 

 

Capture-mbl

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - ég hef tekið eftir því að þessi jón virðist eingöngu birta athugasemdir sem eru honum þóknanlegar.  margir hérna gera það og er það þeirra skömm en þvílíkt blogg sem leyfir athugsemdir en þó bara eftir að ritskoða þau eru bara ömurleg.  allavega er ég hættir að lesa þannig blogg

Rafn Guðmundsson, 1.4.2016 kl. 23:32

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

var að sjá að valdimar h jónhannesson er EINS - þarf að ritskoða athugasemdir fyrir birtingu - Athugasemdin birtist eftir að höfundur færslunnar hefur samþykkt hana -  LÍTILL MAÐUR þar

 

Rafn Guðmundsson, 2.4.2016 kl. 00:59

3 Smámynd: Óli Jón

Jón er þekktur fyrir að velja vendilega þær umsagnir sem eru honum að skapi. Málfrelsið nær ekki alla leið hjá honum, því miður.

Óli Jón, 2.4.2016 kl. 10:03

4 Smámynd: Einar Karl

Menn mega svo sem setja svona kommentasamþykki ef þeir vilja sía burt dónaskap og bull. En það er óttalega lítilmannlegt að neita sumum að birta málefnaleg komment og velja og hafna hvaða gagnrýni er sýnileg.

Og þessir síarar Jón og Valdimar virðast nú ekki setja sig upp á móti netdónaskap og hortugheit, svo fremi dónarnir eru þeirra megin í umræðu um fjölmenningu og fólk af ólíkum uppruna. 

Einar Karl, 2.4.2016 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband