Gott að heyra - hvað ætluðu menn sér annars fyrir hálfri viku?

Gott að heyra að Geir kveinki sér ekkert. Við verðum að vera bjartsýn og vona að aðgerð hans gangi vel og hann nái fullri heilsu fljótt á ný.

Það er forvitnilegt að leggjast í smá "Hvað ef"...-sagnfræði og líta þó ekki sé nema hálfa viku aftur í tímann. Hvað ætluðu Sjálfstæðismenn sér? Að kjósa sama formann? Halda óbreyttri forystu og halda að ekki þyrfti að kjósa fyrr en eftir eitt eða tvö ár??

Miðað við að þá, í miðri liðinni viku, voru aðeins ein og hálf vika í fyrirhugaðan landsfund bólaði lítið á formlegri umræðu um möguleg formannsskipti, þó vissulega voru uppi getgátur og vangaveltur. En við fáum víst ekki svör við því nú. Atburðarásin varð önnur og fyrrverandi stærsti flokkur landsins fékk litlu um það ráðið, en heyir nú varnarbaráttu fyrir tilveru sinni.


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt að hugsa það sama. Hvort hann væri virkilega það skemmdur að bjóða sig aftur fram. En þessi málalok eru mér ekki að skapi. Hann er að nota veikindi sín sem skjöld gagnvart því að þurfa að viðurkenna nokkur misstök eða vanhæfni í starfi. Mér er nokk sama um hans persónu þó ég óski honum ekki dauða en ég vil að hann fari frá strax í dag. Krabbamein eða ekki.

Þar fyrir utan þá treysti ég honum alveg til að ljúga um veikindi. Það lítið álit hef ég á ríkisstjórn þessa lands og það er allt á þeirra eigin ábyrgð

Anna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband