Svör frá Kreditkortum vegna 193% hækkunarinnar

Í framhaldi af færslu frá 31.3. sl.

Ég hringdi í Kreditkort og talaði við almennilegan þjónustufulltrúa, sem benti mér á að ef ég afþakka mánaðarlegu pappírsyfirlitin borga ég "aðeins" 200 kr skuldfærslugjald, í stað 393 kr (sem er samt hærra en 180 kr gjaldið sem ég borgaði fyrir að fá pappírsyfirlit í júní 2008). Sendi svohljóðandi póst til fyrirtækisins:

Góðan dag,

Ég hringdi í þjónustufulltrúa ykkar rétt í þessu og kom á framfæri athugasemdum útaf seinstu reikningum. Hún var mjög almennileg og breytti stillingu á aðalkorti mínu [...]

Engu að síður vil ég gera alvarlega athugasemd við 193% hækkun á skuldfærslugjaldinu, úr 135 kr, sem það var um mitt síðasta ár, upp í 393 kr. Þetta er langt umfram nokkrar vísitölur og ég vildi gjarnan heyra skýringar á svo ríflegri hækkun. (Hefur sá kostnaður sem þetta gjald á að dekka, þrefaldast á skömmum tíma?)

  Fékk svo fáeinum dögum seinna eftirfarandi svar:

Hækkun á gjaldskrá til korthafa okkar er tilkomin vegna hækkunar á aðkeyptri þjónustu til Kreditkorts við tölvuvinnslu, uppgjör og færsluhirðingu frá seljendum. Þetta er sem sagt gjöld sem hafa hækkað til okkar og við verðum því miður að hækka verðin.

hmmm... ég veit ekki. Hafa þessir umræddu kostnaðarliðir hjá fyrirtækinu þrefaldast síðan í jún 2008?  Finnst líklegra að aðalástæðan sé snarminnkuð velta vegna miklu minni innkaupa, sérstaklega erlendis, Kreditkort hafi þess vegna þurft að "stilla" tekjustraumana...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband