Ættu RKÍ og SÁÁ að opna vændishús?

gleðikonurÞetta er ekki eins galin hugmynd og gæti hljómað í fyrstu. Vændi getur verið mjög arðbært og RKÍ og SÁÁ gera samfélaginu margt gott, og gætu gert enn meira fyrir meira fé. Vændi veldur vissulega samfélaginu tjóni, en það er hvort eð er til staðar í samfélaginu og er þá ekki betra að ábyrgur aðili hafi slíkan rekstur á höndum? Félögin geta svo sett hluta af ágóðanum í að hjálpa fórnarlömbum vændis.

Með svipuðum rökum reka RKÍ, SÁÁ, Landsbjörg og Háskóli Íslands spilakassabúllur. Þær valda sannanlega mörgum tjóni og í raun erfitt að sjá nokkra þörf fyrir þeim og hvort þau veita einhverjum raunverulega ánægju.

Í fréttum í vikunni mátti lesa um nýlega doktorsritgerð Daníels Þórs Ólasonar um spilafíkn á Íslandi. Þar kemur fram um um 3 milljarðar króna fara um spilakassa á ári hverju. Líka kom fram að á árinu 2007 höfðu 11% landsmanna spilað í spilakassa, sem þýðir að um 90% landmanna nota ekki spilakassa. Hvað þýðir þetta? Jú, allir þeir sem einhvern tímann á árinu 2007 prófuðu spilakassa settu að meðaltali um 100.000 krónur í kassa.

Ekki kom fram hversu margir af þessum 11% landsmanna spila í spilakössum að staðaldri, en væntanlega er það ekki nema hluti þeirra. Það þýðir að þeir sem stunda spilakassabúllur að staðaldri setja umtalsvert meira en hundrað þúsund krónur í spilakassa á ári hverju. Kannski nær 200.000 krónum, að meðaltali fyrir "reglulega" notendur? Af þessum 11% eru um 15% taldir eiga við spilafíkn að stríða, eða um 1.6% landsmanna.

Með öðrum orðum, mikill meirihluti landsmanna fer aldrei inn á spilakassabúllur, en þeir sem á annað borð fara á slíka staði eyða að meðaltali að minnsta kosti hundrað þúsund krónum þar. Spilakassar eru þannig aukaskattur á þá sem standast ekki freistinguna að nota þá. 

Er þetta eðlileg og heiðvirð fjáröflun fyrir góðgerðarstofnanir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Noregi var öllum spilakössum lokað í langan tíma. Rannsóknir sýna að vandi vegna spilafíknar minnkaði ekkert á meðan.

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 01:38

2 identicon

I like that word, goðgerðastofnun. I once read an article about how English would be full of compounds comprised of 'thing' (for nouns) and 'doing' (for verbs) were it not for the influx of Latinates. The author then gave a sample of such a text, and assumed the readers would think it sounded silly. I did not, which I guess must be owing to my familiarity with icelandic.

Lissy (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 07:25

3 Smámynd: Einar Karl

Arnþór,

hvers konar spilakössum var lokað í Noregi? Hvers konar vandi minnkaði ekki?

Spilakassabúllur eins og Háspenna, þar sem auðvelt er spila frá sér hundruð þúsunda króna á einu kvöldi voru ekki til fyrir 20 árum síðan. Þannig að sá vandi að menn geti með svo auðveldum hætti spilað frá sér milljónir var ekki til staðar.

Auðvitað voru til sjoppukassar (líka reknir til fjáröflunar fyrir góðgerðarstofnanir!) sem fólk getur sólundað töluverðu fé í, sé það gert með reglubundunm hætti, en ekkert í líkingu við búllurnar. Ef þessum búllum væri lokað myndi böl vegna spilafíknar minnka á Íslandi, það er ég sannfærður um.

Einar Karl, 16.5.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband