Að byrja í nýrri vinnu

Ég hef unnið á nokkrum vinnustöðum um ævina. Aldrei hef ég byrjað í nýrri vinnu með því að sækja messu, raunar aldrei sótt messu sem hluti af vinnu, eða með vinnufélögum.

Mér þykir því mjög sérstök umræða á fjölda bloggsíðna, þar sem fólk hefur miklar skoðanir á því að fjórir þingmenn mættu ekki til messu sem var haldin fyrir setningu Alþingis. Ýmsum þykir þeir vera að vanvirða bæði þing og þjóð og jafnvel sjá á eftir að kosið viðkomandi!

Var messuhaldið partur af vinnu þeirra? Fynndist fólki eðlilegt að allt starfsfólk HB Granda ætti að mæta til messu í upphafi vertíðar, ella verið litið hornauga?

Athyglin sem þetta vakti sýnir að umræðan er þörf. Hefðir geta um margt verið ágætar en eru aldrei yfir gagnrýni hafnar og hlýtur að mega rökræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sumt er svo viðkvæmt að menn fara af hjörunum ef það er nefnt. Það á hreinlega að aðskilja ríki og kirkju.

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Mofi

Sorglegast að sumir mættu frekar á fyrirlestur hjá Siðment; tóku sem sagt stöðu með guðleysi frekar en kristni. Það er ekki eitthvað hlutlaust. Þótti það sorglegt þó að ég er sammála aðskilnaði ríkis og kirkju.

Mofi, 17.5.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Einar Karl

Ég tek alls ekki undir það að þeir sem mættu á fyrirlestur hjá Siðmennt hafi tekið afstöðu með guðleysi, miklu frekar vildu þeir taka afstöðu með valfrelsi og trúfrelsi.

Siðmenntarfyrirlesturinn má lesa í heild sinni á síðu Jóhanns Björnssonar, 'Um mikilvægi siðferðis fyrir þjóðina.' Hann fjallar hvorki um guð eða guðleysi.

Einar Karl, 17.5.2009 kl. 16:36

4 identicon

Siðmennt byggir á raunveruleikanum... trú byggir á rugli, knúið áfram af sjálfselsku,,, guðinn er fjöldamorðingi sem hatar konur og börn.. vílar ekki fyrir sér að myrða til að koma rugli sínu áfram.
Hver sá sem trúir á biblíu á við sjálfselsku vandamál að stríða

DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband